browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 3 Hlekkur 5

Posted by on febrúar 15, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við upp í háhnjúk. Þessi mánudag var mjög rólegur. Við skoðuðum blogg og skoðuðum fullt af fréttum t.d. um öryggi í íþróttum á Íslandi og bannað að henta mat í Frakklandi. Við skoðuðum líka myndir mánaðarins hjá national geographic. Þar voru mikið af mjög flottum myndum. Hún fræddi okkur um Zika vírusin en það er vírus sem berst með moskítóflugum. Vírusin er mjög hættulegur, sérstaklega eru þungaðar konur. Ef þunguð kona smitast aukast líkurnar á því að barnið fæðist með dverg heila.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Kom ekkert sérlega á óvart. Í þetta skiptið var ég að vinna með Kidda. Hér fyrir neðan sérðu stöðvarnar sem voru í boði en við fórum á stöð númer 20, 21 og gerðum líka númer 11

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 20

Á þessari stöð var ég að vinna með Halldóri Friðriki og Kidda. Við vorum að búa til rafrásir með því að nota eitthvað dót. Í leiðbeiningunum máttum við velja fullt af tilraununum og við völdum að búa til þyrluspaða. Þetta var erfitt að byrja með því við þurftum að gera nákvæmlega eins og í leiðbeiningunum. Það gekk ekki vel en á endanum náðum við að klára verkefnið og spaðinn spann.

Stöð 21

Á þessari stöð fór ég og Kiddi niður í kvíadal. Það sem við áttum að gera var að horfa á eitthvað myndband frá vef sem heitir, kvistir, þar eru allskonar myndbönd, við horðum á tvo myndbönd um eðlisfræði. Fyrra heitir ,, hvað er rafmagn “ og það fjallaði allment um rafmagn s.s  það var talað um hve hættulegt rafmagn en mjög gagnlegt. Það var líka talað um að rafmagn sé flæði hleslu sem er annað hvort náttúrulegt eða af mannavöldum. Það var líka talað um róteindir, nifteindir og rafeindir. Seinna myndbandið heitir, Rafrás. Þar var talað um rafrásir. Rafrásir eru nauðsinlegar fyrir flæði rafstraum. Án lokaðar rafrásar geta rafstraumar ekki verið til, vegna þess að þá geta rafeindir ekki flætt. Meiri upplýsingar á hér. Því miður þarft þú að hafa aðgang.

Stöð 11 

Á þessari stöð vorum við Kiddi að gera krossglíma úr hugtökum úr myndböndunum sem við horfðum á í stöðinni á undan. Þetta er útkoman .

     Róteind

   Amperum

nitFeind

rafstrauMur

rAfrás

raðtenGd

HilðteNgd.

Fimmtudagur

Á fimmtudagin var ekki tíma út af því að það var skíðaferð. En í stað þess að það var engin tíma var sameiginlegur tími með a hóp. Það sem við vorum að gera var að við vorum skipt í hópa. Ég var með Filip, Heklu og Sunnevu. Við áttum að lesa texta. Þegar við vorum búin að lesa áttum við að Greina nokkra settingar út frá hvort það væri gott eða slæmt.

Heimildir

http://natturufraedi.fludaskoli.is/category/10-bekkur/frettir-10-b/

http://www1.nams.is/twig/

Fréttir

Loftmengun dregur milljónir til dauða

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *