browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 4 Hlekkur 5

Posted by on febrúar 22, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn var kynning um segulmagn. Það kom mér ekkert mikið á óvart að það væri kynning á mánudaginn af því að það er mjög oft kynningar á mánudögum. Við fengum líka glósur upp úr kynningunni. Hún mynnti okkur á að gera heimavinnuverkefnið okkar. Verkefnið okkar er að taka mynd af rafmagnstöflunni og merkja lekaliðan á töfluna. Við áttum líka að útskýra nánar hvað rafmagnstafla er og hvað í ósköpunum er lekaliður.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn ar tvöfaldur tíma að venju. Það kom mér smá á óvart að það var ekki stöðvavinna. Við byrjuðum að horfa á fræðslumyndband um rafmagn og segulmagn. Við áttum að svar spurningum á meðan. Mér gekk ágætlega að skilja þetta og svara ég náði að svar flestu ein og ein spurning var ég ekki viss. Persónulega finnst mér óþægilegt að svara spurningum á sama tíma og horfa á myndband. Það er sagt að karlmenn geta ekki gert tvo hluti í einu. Fyrsta skipti hef ég upplifað það. Í restina vorum við í umræðum um lífið og tilveruna. Við skoðuðum fréttir og töluðum um bloggið, að við verðum að bæta okkur í því

Fimmtudaginn

Á fimmtudaginn var mjög skemmtilegur tími. Gyða var bara fyrstu tíu mínóturnar. Hún skipti okkur í hópa. Ég var með Evu og Halldóri Fjalari. Það sem við áttum að gera var að taka myndir úr umhverfinu sem við gátum tengt við hugtök sem við höfum lært í þessum hlekk. Við áttum að taka fimm myndir og seta þær á facebook síðuna okkar og hinir hóparnir áttu síðan að gíska. Við tókum líka myndbönd, við vissum ekki hvort það mætti en það var fyndið. Hér fyrir neðan getur þú séð myndina okkar. Að mínu mati stóðum við okkur vel.

 

Myndböndin getur þú séð hér og líka hjá hinum hópunum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *