browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Hugtakavinna

Posted by on mars 31, 2016

Friðlýsing

Við vorum að skoða Hvítbók sem er bók sem Íslenska ríkið gefur út. Í Hvítbók er fjallaði um náttúru Íslands. Við áttum að velja okkur eitt hugtak úr bókinni og kynna okkur það. Ég valdi friðlýsingu af því að mig langaði að vita meira um friðlýsingu og sérstaklega hvað lögin skylgreina friðæýsingu.

Hugtakið friðlýsing er skilgreint sem  (verndarráðstöfun til að vernda umhverfi og náttúru sem varðar almenning mikklu)í lögfræðiorðabókinni, Í áttunda kafla náttúruverndarlaga er talað um friðlýsingu og þar er friðlýsing flokkuð í fimm flokka þjóðgarða, friðlönd. náttúruvættir, fólksvanga og flokkur um búsvæði lífvera og vistkerfa.

Ef einhver myndi spyrja mig að útskýra friðlýsingu í nokkurm orðum myndi ég segja að friðlýsing væri ákveðin lög um að friða ákveðin svæði. Svæðin þurfa að geyma mikklar náttúruperlur eða viðkvæmt vistkerfi sem er á ákveðnu landsvæði. Það eru mörg dæmi um friðuð landsvæði á Íslandi t.d Þingvallavatn og Þjórsárver. Þjórsárver er hins vegar líka friðað á heimsvísu samskvæmt Ramsa sáttmálanum en hann segir að ef eitthvað landsvæði getur haft áhrif á dýrastofna á heimsvísu.

 

Þingvallavatn

Mynd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *