Tilraunir

Tilraunir með Þurrís

Ég og Sölvi vorum saman að að gera tilraunir með þurrís. Okkur gekk vel og samstarfið var gott, það er kanski ekki skrítið að því að við erum frændur.

Þurrís

Þurrís er þannig séð svipaður við venjulegan ís… þrátt fyrir flest alla eiginleika nema útlit. Þurrís er CO2 í föstuformi (s), öðruvísi en venjulegur klaki verður hann aldrei vökvi (l) heldur breytist hann beint í Gas (g). vegna þess að hann er ekki með þennan vökvamöguleika. Það er eiginlega ekki hægt að segja að þurrís bráðni heldur breytist hann bara í gas.

Þurrís er vanalegast frammleiddur með sérstökum vélum og er algengast að finna þurrís á markaði er hjá aka gas eða öðrum gas frammleiðendum. En það er ekki eina leiðin til að gera þurrís heldur er hægt að gera það með slökkvutæki ef maður finnur ekki þurrís á markaðinum, en það er að sjálfsögðu bara hægt með CO2 slökkvutæki/ industrial slökvutæki. Þurrís breytist í gas við 78,5 gráður og þessvegna ætti maður ekki að vera að búast við löngum geymslutíma. Það á þannig séð ekki að halda á þurrís með húðini sinni en ef maður er óþolinmóður þá þarf maður allavega að hafa hann á hreyfingu, ef ekki myndast brunasár.

Myndband um þurrís

Tilraun 1

Fyrsta tilraunin var kanski ekki allveg hugsuð alla leið í gegn en við vorum bara að prófa okkur áfram og lærðum af mistökunum. Tilraunin var þannig að við settum heitt vatn og sápu í einhverskonar áhald. Ég man ekki hvað það heitir en það er einhverskonar ílát með mjóum stútt. Þegar sápan og vatnið var blandað þá settum við þurrís ofan í og þá kom sápulöguð gufa. Markmiðið með tilrauninni var að gá hvort með þrýsting hvort við gætum búið til sápukúlu eða einhvað í þá áttina en það mistókst.

Þetta gerðist þegar við hugsuðum tilrauninna ekki allveg í enda

Tilraun 2

Tilraun 2 var meira skipulögð og meira eins og tilraun. Markmiði var að gá hvort heitt vatn og þurrís eða kalt vatn og þurrís væri fljótari að blása blöðru. Við heltum heita vatninu í mæliglas sem og kalda vatninu og settum þurrís á sama tíma og reyndum að vera sem fljótir að seta blöðru á stútinn. Okkur gekk misvel með það. Sölvi setti blöðruna fullkomlega en ég aftur á móti var dálítið lengi en það slapp. Við settum græna blöðru yfir heita vatnið og rauðbleika blöðru yfir kalda vatnið. Heita vatnið var klárlega fljótari að blása blöðruna en kalda vatnið. Þegar þær hættu að blása voru þær sikra jafnar á stærð. Heita vatnið flýtir hamskiptunum á þurrísinum ( sem sagt út solid í gas) og þess vegna var heita vatnið fljótara að blása upp blöðruna. Ég við taka það fram að í  kalda vatninu kom líka hamskipti nema bara hægar.

 

Blöðrurnar í miðri tilrauninni.

Tilraun 3

Tilraun 3 var ekki okkar hugmynd því að við sáum einhvern gera tilraunina og við vildum prófa hana. Markmiði með tilrauninni var að búa til sápukúlur úr sápu, vatni og þurrís. Við byrjuðum að setja heitt vatn í áhald ( og enn og aftur veit ég ekki hvap það heitr en má sjá í myndum hér fyrir neðan), síðan settum við helling af þurrís og þá bráðnaði þurrísinn hratt svo að við þurftum að bregðast fljótt. Við settum tusku ( með sápu í )yfir mæliglasið eða áhaldið og drógum það yfir til þess að reyna búa til sápukúlur. Okkur gekk hörmulega, við náðum ekki að búa til alminnilega sápukúlu.

Þetta er stærsta sápukúlan sem við náðum.

Tilraun 4

Tilraun 4 var flottust að mínu mati. Af því að hver vill ekki sjá sápukúlu vera í lausu lofti. Það sem þarf í tilraunin er fiskibúr, mikið af þurrís ( fæst hjá aga gas) og ekki má gleyma sápukúlunnum. Við fundum fiskabúr í stofunni og settum extra mikið af þurrís ofan í það. Síðan blésum við sápukúlum í áttina að þurrísnum og þá gerðist margt.

Það sem gerðist var alveg óttarlega merkilegt og fræðandi. Sápukúlan var svífandi í lausu lofti, ástæðan fyrir því að sápukúlan gerði þetta kraftaver. Þetta gerðist var enn og aftur vegna þrístingsins sem myndaðist vegna hamskiptisins sem Þurrísinn er stanslaust að gera ef hann er fyrir neðan 78 ,5 °C . Nú verð ég að koma því á frammför að þurrís þarf ekkert endilega að vera í vatni til að hamskipti.

 

Þetta er stærsta sápukúlan sem við náðum að halda í nokkrar sec.

 

 

Categories: Hlekkur 3 10. bekkur | Leave a comment

Vika 4 Hlekkur 3

Mánudagur

Á mánudaginn var fyrirlestur um jónir og sýrustig. Gyða varaði okkur að námsefnið gæti verið nokkðu strembið. Mér gekk vel að skilja efnið en það gat orðið þungt á köflum eins og Gyða hafði sagt. Hún sagði að það sem hún sagði í dag þurfum við að nota þegar við gerum tilraun á miðvikudaginn.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að gera tilraun uppúr því sem við vorum að læra á mánudaginn. Tilraunin var eiginlega tvær í einni. Ég meina að fyrri tilraunin vorum við að finna óþekktan vökva með því að finna sýrustigsvökvan og seinni tilraunin fjallaði um hvernig má nota rauðkálssafa til að finna sýrustig. Ég var með Halldóri Friðriki og Orra í hóp okkur gekk vel að gera tilraunina og samvinnan var mjög góð. Við kláruðum tilraunina eins og við vildum og skiptum verkefnunum sanngjarnt á milli okkar.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var hópurinn minn sem samanstendur af mér, Halldóri Friðriki og Orra. Við vorum skipulagðir og allir gerðu einhvað í skýrslunni.  Við gerðum eins mikið og við gátum í tímanum en hann dugði ekki svo að við kláruðum skýrsluna heima. Þegar við vorum búinir þá sendum við Gyðu skýrsluna.

Fréttir

750 þúsund Filippseyingum gert að yfirgefa heimili sín

 

 

 

Categories: Hlekkur 3 10. bekkur | Leave a comment

Vika 3 Hlekkur 3

Enn og aftur liggur náttúrufræðisíðan niðri og þess vegna man ég ekki allveg hvað gerðist og líka verður bloggið stutt.

Mánudaginn

Á mánudaginn held ég að Gyða hafi verð með fyrirlestur um erfðafræði en ég er ekki allveg viss um það.

Miðvikudaginn

Á miðvikudaginn vorum við að gera tilraun sem heitir Fílatannkrem. Ég var að vinna með Halldóri Friðrik og Filip. Tilraunin gekk vel og við náðum að klára tímanlega. Þetta var skemtilegur tími.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að skrifa skýrslu. Við náðum ekki að klára hana svo við kláruðum hana heima .

Sorry hvað þetta var stutt blogg

Categories: Hlekkur 3 10. bekkur | Leave a comment

Vika 1 Hlekkur 3

Mánudagur

Á mánudaginn áttum við að fá útúr heimaprófinu sem við skiluðum á síðastliðin fimmtudag. En Gyða var ekki búinn að fara yfir þau svo við töluðum um hriðjuverkin í Paris. Við töluðum lengi um þau og skoðuðum fréttir og vorum að hugsa um hvað gæti gerst í framhaldinu og hvað Frakkar ætla að gera í sambandi við ISIS.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var skákmót fyrir hádegi. Við áttum að fá tvöfaldan tíma eftir hádegi en við fengum bara einn tíma af því að hinn bekkurinn þurfti að fá einn tíma. En í tímanum fengum við úr heimaprófinu. Ég var mjög stressaður að fá einkunnuna mína af því að ég hélt að ég hafði klúðrað nokkrum spurningum. En þegar ég fékk einkuninna þá var ég mjög fegin, af því að ég var mjög ánægður með einkunnina. Ég man hana ekki en ég held að hún hafi verið yfir 9. Eftir það byrjuðum við á nýjum hlekk. Hann fjallar um efnafræði. Hún var með upprifjun frá 8 bekk upp á töflunni. Við áttum að glósa í hugtakakort. Ég átti auðvelt að skilja upprifjunina og vonadi að hlekkurinn verði ekki svakalega erfiður en mér finnst efnafræði áhugaverð.

Fimmtudagurinn

Á fimmtudaginn áttum við að vinna í einhverjum verkefnum niðri í tölvuveri en heimasíðan lá niðri svo við gátum ekki gert verkefnin. Í staðinn unnum við í íslensku lotunni, ég þurfti bráðnauðsinlega að gera það því að voð áttum að skila henni bráðlega og ég var ekki búinn með hana.

Fréttir

Belgar brynverja sig með kattarmyndun

Tunglbogi skammt frá Stykkishólmi

Categories: Hlekkur 3 10. bekkur | Leave a comment

Vika 6 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að taka könnun upp úr námsefninu s.s. erfðafræði. Prófið var langt og þungt af því að ef við myndum ekki ná að klára áttum við að klára prófið heima. Í þessu prófi máttum við nota öll gögn sem er t.d. netið, glósur eða spyrja samnemendur en það var eitt sem við máttum ekki gera var að spyrja Gyðu og hún mátti ekki hjálpa okkur.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að gera mjög skemmtilegt verkefnni. Við vorum valin í tveggja manna hópa. Ég var valin með Mathiasi Braga. Við áttum að velja okkur hugtak og finna upplýsingar sem við máttum bara muna og punta. Við voeum fljótir að átta okkur hvað hugtak yrði skemtilegast, það var augljólega einræktun eða klónun. Hér eru öll hugtökin sem við máttum velja enginn mátti velja það sama.

erfðagallar

fósturrannsóknir

kynbætur

erfðafræðilegur breytileiki

ákjósanlegir eiginleikar

genapróf

kortlagning erfðamengja

DNA greining

stofnfrumurannsóknir

einræktun

genabankar

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að útskýra hugtökin sem við vorum að finna upplýsingar um á siðastliðin miðvikudag. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Hóparnir sátum í hring og útskýrðu hugtökin sem þau voru með. Þetta var mjög gaman og ég lærði margt. Þessi umræða var mjög djúp og stundum var maður komin og langt en samt væri gaman að gera þetta aftur.

Fréttir

Mikið fjör á Lego móti

Youtube

John Oliver gerir grín af ISIS

 

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment

Vika 5 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að klára verkefni sem við gerðum á síðastliðinn miðvikudag. Á miðvikudaginn náði ég að klára tvö verkefni en flestir kláruðu bara eitt. Þannig að ég átti bara að gera eitt verkefni. Ég var að vinna með Halldóri Friðriki í þessu verkefni.Verkefnið var að nota punnett square til að finna arfgerðir hjá forledrum og heilum kynslóðum Okkur miðaði vel í byrjun tíman en þegar leið á varð þetta erfitt en við kláruðum þetta og lærðum mikið af þessu.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ekki stöðvavinna !!!!!! Ég trúði því ekki . En Gyða var með fyrirlestur um erfðatækni og erfðabreytt matvæli. Gyða var að útskýra fyrir okkur kosti og galla við að erfðabreyta matvælum. Hún vildi ekki segja sjálf hvað henni fanst um málið og reyndi sem mest að verða hlutlaus. Gyða var líka tala um tvíbura. Hún sýndi okkur greinar og fréttir sem tengdist tvíburum. Hún sýndi okkur sjokkerandi frétt um antilópur og ætlaði að sýna okkur mynd sem Lína hafði sýnt henni en ég held að hún hafði hætt við það en ég man það ekki.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í kahoot um erfðafræði. Mér gekk ekki svo vel en þó allt í lagi. Síðan fórum við að skrifa spurningar sem koma framm á prófinu, sem við megum nota öll hjálpargögn og taka með heim, sem verður á mánudaginn.

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment

Vika 4 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með hinn hefðbundna fyrirlestur og í dag fjallaði hann um mannerfðafræði. Gyða útskýrði fyrir okkur hvernig blóðflokkarnir virka. Gyða útskýrði líka fyrir okkur kynbundnar erfðir. Gyða sýndi okkur ótrúlega frétt. Hún fjallaði um að í Singapúr hefði fyrirtæki sem gerir tæknifrjóvgunir ruglast heldu betur. Faðir og móðir eignuðust barn en barnið var ekki með blóðflokkagen úr föðurnum. Hún sýndi okkur líka frétt um tvíbura, einn hvítan og einn svartan. Merkilegt ekki satt !!

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var Gyða ekki en hún gaf okkur verkefni sem við áttum að gera. Ég var að vinna með, Mathiasi Braga og Kristni. Við máttum velja milli þriggja verkefna, við gerðum bara tvö. Við byrjuðum að taka verkefni sem fjallaði litnblindu og tungu hæfileika. Það var krefjandi verkefni en skemtilegt, ég held að við lærðum mikið af þessu verkefni. Síðan tókum við balð númer tvo, þar áttum við að teikna barn eftir genum. Væri til í að fá aftur svona tíma af því að hann var skemmtilegur og ég lærði mjög mikið af þessum verkefnum.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var mjög rólegur. Gyða var þreytt svo við vorum bara að spjalla og skoða blogg hjá öllum í bekknum. Nú komst upp um alla sem blogguðu ekki neitt. Ég held að það átti að vera einhver smá kynning sem Gyða hætti við. Mjög rólegur tími og það var gott að fá svona tíma eftir erfiða viku,

 

Fréttir

Kveikt í regnskógum til að rækta olíupálma

 

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment

Vika 3 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn byrjaði tíminn á því að við tókum lesskilning um afkvæmi hunda. Þetta var mjög auðvelt en sumum fanst þetta snúið vegna þess það textin var þó nokkuð flókinn. Síðan byrjaði Gyða að útskýra fyrir okkur um ríkjandi og víkjandi gen, svipgerð eða arfgerð, arfhreinn og arfblendinn. Í lokinn útskýrði Gyða okkur um punnett square sem auðveldur okkur fyrir að skilja námsefnið. Hún sagði ef við skiljum þetta þá verður erfðafræðin skemmtileg og þó nokkuð auðveld en ef við eigum erfitt með erfðafræðina þá getur þetta verið erfiðar en að fara til helvítis.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var hin hefðbundna stöðvavinna. Ég var að vinna með Halldór Friðriki í stöðvavinnunni. Við byrjuðum að taka stöð 7. Þar áttum við að velja okkur lifandi vísindi blað og stytta textan. Við völdum okkur texta sem fjallaði um hvernig það er hægt að nota DNA til þessa að finna þrívíddar mynd af manneskju bara með  því að nota DNA. Okkur gékk vel á þessari stöð, kanski aðeins og lengi og gerðum kanski aðeins og mikið en það verður bara að hafa það. Síðan fórum við á stöð 1. Þar áttum við að taka hugtök og útskýra fyrir hvorum öðrum t.d. ef ég myndi draga HH þá myndi ég segja, þetta er arfgerð af baun , arfhreinn. ríkjandi. Síðan tókum við einhver blöð sem Gyða réttir okkur, við náðum að klára eitt blað, það fjallaði um gen. Hér fyrir neðan eru allar stöðvarnar sem voru í boði fyrir okkur Halldór.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance

Fimmtudaginn

Á fimmtudainn fórum við niður í tölvuver. Við vorum að halda áfram að skoða myndbönd og einhverja vefi, sem við gerðum líka í síðustu viku. Ég fór á khan academy. Þessi vefur er mesta snild sem ég hef einhvern tíman farið á. Ég lærði svo mikið um gen og punnett square. Ég mun nota þennan vefa aftur í framtíðinni. Væri til í að gera þetta aftur.

Hér er dæmi um punnett square

Mynd 

Punnett square

 

Fréttir

Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment

Vika 2 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudadaginn var fyrirlestratími hjá Gyðu . Þetta var með þeim sérstökustu tímum sem ég hef farið. vegna þess að  byrjun tímans fórum við að dansa, já ég er ekki að grínast við fórum að dansa einhvað sem heitir pop see koo, hvort þú trúir þvi eða ekki. Eftir það fór Gyða að útskýra litningar og reyna að lýsa fyrir okkur hvað DNA og RNA gerir. Þeir sem vildu fá hugtakakort fengu það, ég var einn af þeim sem fengu sér það. Í lok tímans fórum við í kahoot, bara svona til gamans !!!

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var allur bekkurinn saman, vegna þess að það var jarðarför og kennarinn fór í hana. Okkur var skipt í hópa, ég var dreginn með Mattíasi, Orra og Steinar. Við áttum að gera stutta kynningu um frumur sem kennarar í 7 og 8 bekkur geta notið til að læra um frumur. Þegar við erum búin með verkefnið þá áttum að setja á padlet. Við völdum að gera stutt myndband um 5 staðreyndir um frumur. Okkur gékk vel í tímanum við kláruðum næstum því myndbandið en við fengum anna tíma til þessa að klára myndbandið okkar. Ég held að við lærðum mikið að búa til svona stutta kynningu um frumur, af því að frumur eru mjög flókknar og það var mjög erfitt að reyna að stytta það.

Fimmtudagurinn

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að skoða myndbönd um erfðafræði. Ég skoðaði öll myndböndin og fanst þau mjög gagnleg. Mér fanst þetta góð tilbreyting að læra erfðaefni vegna þessa að hún er svo þung og erfið. Síðan í lok tímans vorum við í frjálst. Ég væri til í að það væri aftur svona tíma af því að ég held að það sé gagnlegt að breyta til.

Fréttir

Leita að manni sem vill ekki finnast

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment

Vika 1 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Hann fjallar um erfðafræði. Í tímanum var glærukynning um frumur. Þetta var upprifjun úr því sem við lærðum í 8. bekk. Gyða var mjög löt og þreytt svo hún fór hratt yfir glærunar og fór aðeins nánnar í það mikilvægara. Ég skildi glærukynninguna ágætlega. Við áttum að taka vel eftir því að það var stöðvavinna á miðviudaginn.

Miðvikudaginn  

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Ég vann með Halldóri Friðriki og Mathías Braga. Hún útskýrði allar stöðvanar fyrir okkur, eftir það máttum við byrja að velja stöð til að byrja á. Fyrsta stöðin var stöð 12. þar áttum við að lesa texta úr bókinni Maðurinn um fjölgun fruma. Þegar við vorum búin að lesa kaflan áttum við að stytta hann og útskýra vel. Hún tók langan tíma því hún var krefjandi.n Síðan fórum við á stöð 6. Þar áttum við að lesa texta um tvíbura og svar síðan spurninga. Textin fjallaði um munin á eineggjatvíburum og tvíeggjatvíburum. Okkur gekk ágætlega að skilja textan og spurningarnar voru þokkalega léttar. Í lokin fórum við á stöð 4. Þar fengum við blað með spurningum á. Blaðið heitir : Þú ert meira en þú heldur. Spurningarnar voru ekkert svakalega erfiðar og frekar skemtilegar og fræðandi.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Fimmtudagurinn

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuver að gera könnun. Könnunin var úr námsefninu : ég ber ábyrgð/ Hvað get ég gert og einnig úr CO2 heftinu. Við máttum nota öll gögn. Við áttum að svar þremur spurningum og hver átti að vera u.þ.b 100 orð hver. Mér gekk ágætlega en skrifaði dálítið mikið. Ég held að ég græddi mikið á þessari könnun.

 

Fréttir

Íbúum fölgar um 1% á Íslandi

Baltasar um stofnada Deildu: Hann stal frá mér Djúpinu

 

Categories: Hlekkur 2 10. Bekkur | Leave a comment