Ritgerð

 

Aðalbláberjalyng

Inngangur

ég ætla að hafa ritgerðina mína um aðalbláberjalyng því að mér vinst þessi planta er falleg og það þarf ekki leita mikið á netínu eða í bókum til að fá upplysinga um hanna og mér finnst líka bara gott að borða bláber og bláberjakökur .

Rannsóknaspurningin

°°° Hvað heitir aðalbláberjalyng á Latinu ???? °°°

Útlit

Blóm aðalbláberjalyngsins eru 6 til 8 mm í þvermáli, fimmdeild. Krónan er rauðgræn eða bleikrauð, belgvíð og þröng í opið, með fimm afturbeygðar, grænleitar tennur að framan. Bikarinn er skífulaga, flipalaus, fjólublár. Fræflar eru tíu, frjóhnappar appelsínugulir. Ein fræva með einum stíl. Aldinin eru ýmist dökkblá, nær svört, eða ljósari og bládöggvuð af þunnu vaxlagi sem auðveldlega strýkst af, um 1 sm í þvermál. Stöngulgreinar eru grænar, hvassstrendar, blöðin stakstæð, fínsagtennt, 10-20 mm á lengd, og 7-12 mm á breidd, ganga oftast fram í V-laga odd.

Aðalbláberjalyng líkist nokkuð bláberjalyngi, en þekkist auðveldlega á oddmjóum, tenntum laufblöðum, og grænum strendum stöngli. Bláberjalyngið hefur heilrend laufblöð, ávöl að framan og brúna, viðarkennda stöngla.

Útbreiðsla

Aðalbláberjalyng er algengt í snjóþungum héruðum á landinu þannig er það mjög útbreitt á Vestfjörðum í útsveitum frá Skaga austur á Austfirði og víðar Þar sem ekki er nógu snjóþungt fyrir það á láglendi má oft finna það þegar kemur í 300-500 m hæð yfir sjó. Þannig vex það víða á Suðvestur- og Vesturlandi og einnig í innsveitum Eyjafjarðar Eins og sjá má á útbreiðslukortinu virðast aðalbláberin vera ótrúlega sjaldgæf á Suðurlandi milli Ölfusár og Skeiðarár. Líklega leynast þau þó víðar in til fjalla á þessu svæði en kortið sýnir. Gott væri að fá nánari upplýsingar um það frá þeim sem til þekkja. Aðalbláberjalyngið má finna allvíða upp að 700 m hæð á Tröllaskaga, hæst skráð á Barkárdalsbrúnum í 880 m, Skessuhrygg við Höfðahverfi og Glerárdalsbotni við Akureyri í 750 m, og Fögruhlíð við Langjökul í 720 m. Tveir aðgreindir stofnar eru af aðalbláberjalyngi á Íslandi, annar með bláum berjum, en hinn með nær svörtum berjum. Bragðmunur er á þessum tvenns konar berjum.

Bláber

Bláber (Vaccinium corymbosum) eru ávextir bláberjalyngsins sem er af bjöllulyngs ætt. Berin eru afar C-vítaminauðug ásamt því að vera stútfull af andoxunarefnum, meira eftir því sem þau eru dekkri og eru því aðalbláber enn hollari en þau venjulegu.  Bláber eru því talin undir „superfoods“ eða ofurfæða en það er fæða sem inniheldur meira af næringarefnum en gengur og gerist í annarri fæðu.

Af kverju bláber???

Bláber eru holl fyrir hjartað þar sem þau vinna á slæma kólesterólinu og gagnast einnig við þvagfærasýkingum, bætir meltingu og við hindrun bakteríusýkinga.

Talið er að efni í bláberjum sem heitir pterostilbene geti dregið úr hættu  á ristilskrabbameini.

Bláberjarunninn blómgast í maí – júní og eru bláberin yfirleitt ekki nægjanlega þroskuð til tínslu fyrr en um miðjan ágúst. Þá er mjög vinsælt meðal íslendinga að fara í bláberjatínslu og getur það verið góð fjölskylduskemmtun.

Bláber eru góð fersk ein og sér en eru einnig mikið notuð útá mat, í söft, sultur og fleira. Besta geymslu aðferðin er að frysta þau en þau verða alls ekki verri þannig. Bláber geta verið svolítið súr og í stað þess að blanda þau með sykri við saft eða sultugerð er hægt að nota agave, hunang eða þurrkaða ávexti eins og döðlur, rúsínur eða sveskjur til að sæta með. Einnig er sniðugt að nota epla eða vínberja safa til að sæta með.

Bláberjasulta

uppskrift 😉

3 dl bláber
1 – 2 dl döðlumauk*
1/2 tsk vanilluduft t.d frá himneskt

bláberin eru hreinsuð & skoluðu & sett í matvinnsluvél ásamt döðlumaukinu & vanilluduftinu & blandað saman (þarna getur sultan verið tilbúin & hægt að frysta hana)
allt sett í pott & soðið í 5-10 mín, sett á glös & kælt. einnig má setja sultuna í plastílát & þá er hægt að fyrsta hana, þannig geymist hún best.

mynd fyrir neðan sýnir okkur bláberjasultur

bláberjakaka

Uppskrift

5 ½ dl Hveiti

1 dl sykur

100 gr. Kókosmjöl

100 gr. smjörlíki

3 dl Bláber eða bláberjablanda (má vera meira)

 1. Smjörið er brætt við vægan hita.
  2. Þurrefnin mæld í skál og bræddu smjörlíkinu hrært saman við. Deigið á að verða mulningur.
  3. Tveir þriðju hlutar af deiginu er sett í smurt kökumót,
  4. Deiginu er þrýst upp að börmum mótsins og búinn til 1-2 cm kanntur og berin sett þar í.
  5. Afgangnum af deiginu er stráð yfir berin.
  6. Bakað við 190°C í um það bil 20 mín.
  7. Gott með ís eða þeyttum rjóma

PS (Tetta er mjög gott ) 😉 😉

Lokaorð

Þakka þér fyrir að taka tíma til að lesa verk mín. Ég vona að þú hefur lært eitthvað, kæri lesandi

Svar yfir rannsóknarspurningu

Vaccinium myrtillus

Heimildir

Flóra Íslands

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *