Síðasta bloggið í grunnskóla! 😭 😭 😭

Mánudagur 27.04.15 – Á mánudaginn vorum við að klára kynningarnar á hugtakakortunum okkar og þegar við vorum búin að  því skoðuðum við fréttir. Við vorum mikið að skoða fréttir um jarðskjálftan í Nepal og ræða um það.

Miðvikudagur 29.04.15 – Á miðvikudaginn var upprifjun í  efnafræði. Það sem við fórum helst yfir var t.d. frumefni, efnasamband, efnablanda, efnahvarf, hamur efnis, frumeind, eðalloftegundir, jónir og að stilla efnajöfnur.

Fimmtudagur 30.04.15 – Á fimmtudaginn var upprifjun í jarðeðlisfræði. Þá fórum við mikið yfir Doppler áhrif og að reikistjarna og stjarna er ekki það sama og margt fleira.

Fróðleikur!

Jarðeðlisfræði – fróðleikur

Pláneta = reikistjarna → Jörðin er dæmi um reikistjörnu

Innrireikistjörnur = Mars, Merkúríus, Venus og Jörðin

Ytri reikistjörnur = Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus

Reikistjörnur heita reikistjörnur vegna þess að þær eru stöðugt á ferð

Sólin okkar er í miðjunni á sólkerfinu okkar í flestum kerfum eru fleiri en ein sól

Tunglið okkar er fylgitungl og það er bjart af því það endurkastast af sólinni

Halastjarna = ísklumpur, halinn vísar alltaf frá sólinni

Doppler áhrif mælast allstaðar

Ljósár = mælir ekki tíma heldur vegalengd, ljóshraði er það hraðasta sem við vitum um, hversu langt ljósið fer á einu ári

Efnafræði – fróðleikur

Frumefni – Dæmi – H(vetni) O(súrefni)

Efnasamband – Dæmi – H2O = vatn

Efnablanda – Dæmi – Kranavatn

Efnahvarf = losun á orku

Hvarfefni er t.d. CO2 + H2O → (myndefni) C6 H12 O6 + O2 þetta ferli kallast ljóstillifun og það gengur ekki nema að hafa O2

Eðalloftegundir = Fullskipað yrstahvolf  – vilja ekki vera með öðrum efnum

Þetta er mynd af glósum sem ég gerði þegar við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig frumeindir væru.

Þetta er mynd af glósum sem ég gerði þegar við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig frumeindir væru.

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir!!

Æfði fyrir Mars á Íslandi

Hvað eru frumeindir litlar?

Alheimur án upphafs og enda

Heimildir:

mbl.is

youtube.com

Mynd- frá mér

Fróðleikur úr glósum sem ég gerði í upprifjuninni í tímunum

Bless bless👋

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 7 vika 3

Mánudagur 20.04.15 – Í byrjun tímans á mánudaginn skoðuðum við blogg og fréttir hjá þeim sem blogguðu. Við vorum svo með kynningar á hugtakakortunum okkar en það náðu ekki allir að klára. Mér gekk bara ágætlega að kynna mitt.

Miðvikudagur 22.04.15 – Það var ekki tími á miðvikudaginn vegna þessa að það var Halldórsmót í skáki.

Fimmtudagur 23.04.15 – Á fimmtudaginn var ekki skóli vegna sumardagsins fyrsta.

Fullt af fréttum og fróðleik!

Jarðkjálftinn í Nepal – myndir og myndbönd(texti á ensku)

Ungbarni bjargað úr rústum eftir 22 klukkustundir

Gríðarleg eyðilegging í Nepal

Sakar Íslendinga um hræsni

Jú, þetta er vélmenni

Miklar skógareldar nærri Chernobyl: Hætta á að losni um geislavirk efni í eldinum

7 algengustu upplifanir fólks sem hefur verið við dauðans dyr 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 7 vika 2

Mánadagur 13.04.15 – Á mánudaginn var ekki tími vegna þess að það var auka sýning á árshátíðar leikritinu.

Miðvikudagur 15.04.15 – Í tvöfalda tímanum á miðvikudaginn voru flestir að klára hugtakakortin sín en þeir sem voru búnir fóru að undirbúa upprifjunarverkefni fyrir lokapróf. Hugtakakortið mitt er um endurnýjanlega orkugjafa. Á því taldi ég upp helstu endurnýjanlegu orkugjafanna og sagði frá kostum og göllum við þá einnig bætti ég við fullt af öðrum hugtökum sem tengjast þeim eins og t.d. veðurfar, sólarljós, háhitasvæði, varmi, hitabreytingar, vatn, ár og vötn og fleira. Þessi verkefnavinna fór þannig fram að við vorum tvö saman í hóp, ég og Hrafndís vorum saman og við byrjuðum á að velja okkur eitt sórt hugtak og gerðum svo fullt af litlum miðum með hugtökum tengdum stóra hugtakinu. Eftir að við vorum búnar að því bjuggum við til hugtakakort með öllum hugtökunum og hér fyrir neðan er hægt að sjá útkomuna mína. Mér fannst þetta verkefni vera mjög gott vegna þess að maður fræðist meira um hlutina og veit meira en ef maður myndi bara gera veggspjald eða eitthvað álíka.

11180069_866971530026993_944791087_n

Hugtakakortið mitt

 

Fimmtudagur 16.04.15 – Á fimmtudaginn var ekki tími vegna þess að unglingastigið var í Bláfjöllum.

Endurnýjanlegir orkugjafar – Landsvirkjun.is ← Fróðleikur um endurnýjanlega orkugjafa(vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og vindorka).

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi? -Svar

Sjávarfallaorka

 

tidalpower2

Sjávarorku hverfill

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir!

Ótrúlegt sjónarspil í tvíburagosi

Póstkort frá jörðinni okkar

Tengja fjölgun dauðsfalla við brennisteinsmengun

Heimildir:

Mynd 1 frá mér

Mynd 2

Vísindavefurinn.is

Valorka.is

Landsvirkjun.is

mbl.is

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 6

Mánudagur 06.04.2015 – Á mánudaginn var ekki skóli af því það var ennþá páskafrí.

Miðvikudagur 08.04.2015 – Við horfðum á fræðslumyndir sem eru í verkefninu „Nature is speaking“. Myndirnar voru um náttúruna og um það hvernig mannfólkið fer illa með náttúruna. Myndirnar fengu manna til þess að hugsa mikið um það hversu illa við mannfólkið förum um náttúruna. Þekktir leikarar töluðu fyrir hverja náttúru auðlind sem kom fram í myndunum. Það var slagorð í endanum á hverri mynd sem var „Nature dosen’t need people. People need nature.“ Eftir að við horfðum á hverja mynd bjuggum við til krossglímu um hverja mynd. Við skoðuðum einnig fréttir í tímanum og þá töluðum við mikið um fréttina „Stunda ólöglega upplýsingasöfnun“ og netöryggi.

Fimmtudagur 09.04.2015 – Á fimmtudaginn nýttum við tíman í að gera hugtakakortin okkar sem við byrjuðum á fyrir páska. Mitt kort er um endurnýtanlega orkugjafa og ég er búin að læra mikið um það með því að vinna þetta hugtakakort.

Nokkrar myndir sem tengjast verkefninu „Nature is speaking“.

Nature-is-Speaking

 

 

 

 

nature-speaking-sottotitolato-italiano4

 

 

 

 

nature-is-speaking-conservation-international

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir!

Frétt frá 2014 – 200 laxar sluppu en 400 veiddir

Jöklar Kanada að hverfa

Heimildir:

Mbl.is

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

 

 

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 4

Mánudagur 09.03.15 – Á mánudaginn var fyrirlestur í nearpod og við kíktum á fréttir um virkjanir.

Miðvikudagur 11.03.15 – Í byrjun tímans á miðvikudaginn fórum við yfir hver var með flest „likein“ í myndakeppninni sem við byrjuðum á í tíma í síðustu viku. Hópurinn minn vann því miður ekki en það var samt mjög jafnt. Við fengum svo að æfa okkur fyrir Pisa prófið sem var á föstudaginn og gerðum verkeni inn á Skilningsbókinni. Við unnum tvö og tvö saman, ég og Aníta Hrund unnum saman og það gekk bara vel.

Fimmtudagur 12.03.15 –  Á fimmtudaginn fórum við yfir verkefnin úr tímanum á miðvikudaginn og svo skoðuðum við fréttir.

Fróðleikur!

 

Fréttir!

Sendu raforku þráðlaust

Rafmagn fyrir 300 milljónir manns -2013

Hafísinn í sögulegu lágmarki

Heimildir:

Mbl.is

Glósur frá kennara

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 3

Mánudagur 02.03.15 – Á mánudaginn var ég ekki í tímanum en það var fyrirlestur um lífríki Íslands.

Miðvikudagur 04.03.15 – Gyða var ekki og við áttum að vera að undirbúa okkur fyrir Skólahreysti en svo var frestað Skólahreysti þannig í staðin lærðum við fyrir samfélagsfræði próf (sem var svo heldur ekki).

Fimmtudagur 05.03.15 – Á fimmtudaginn vorum við send út í „góða veðrið“ til þess að taka myndir af hugtökum sem eru tengd því sem við höfum verið að læra í hlekknum. Ég var með Sunnevu og Bjarti í hóp og við tókum myndir af umhverfinu, „íslensku vatni“, Íslandi og Miðfelli sem er úr móbergi. Við fórum svo inn eftir að hafa tekið myndirnar og póstuðum þeim inn á náttúrufræði Facebook hópin okkar af því að það verður svo lítil keppni á milli hópana um hver er með bestu myndina.

 

247043_837963699594443_6773506572666402375_n

Ísland

11009391_837963739594439_6944380295161154814_n

Miðfell úr móbergi

11024207_837963716261108_2443157191288284487_n

„íslenskt vatn“

11034901_837963686261111_139709347564802200_n

Umhverfið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir!

 Hjúpaður lofti úr iðrum sínum

Leita lækn­ing­ar við Alzheimer í geimn­um

Konur fá líka standpínu

Heimildir:

Pressan.is

mbl.is

Myndir úr símanum mínum

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Ísland vika 2

Mánudagur 23.02.15 – Á mánudaginn kláruðum við umræðurnar sem voru á fimmtudaginn en það var samt bara ein spurning eftir. Við fengum svo fullt af fullyrðingum frá Gyðu, þær gátu verið algjört bull og svo voru aðrar sem ekki eins mikið bull. Við áttum svo að flokka fullyrðingarnar í tvo flokka einn var fyrir það sem okkur fannst vera vitleysa og hinn var fyrir það sem okkur fannst vera vit í en við svindluðum samt smá og bjuggum til flokk á milli sem var bæði og.

Miðvikudagur 25.02.15 – Á miðvikudaginn fengum við nýjan glærupakka í fyrri tímanum sem var um jarðfræði. Við töluðum svolítið um bergtegundir og svo var Gyða með steina fyrir okkur til þess að skoða. Á meðan allri voru að skoða steinana spjölluðum við um Kerlingarfjöll, Miðfell og fleiri fjöll sem eru í kringum okkur.

Fimmtudagur 26.02.15 – Á fimmtudaginn átti að vera fyrirlestur en tölvukerfið virkaði ekki mjög vel þannig að við fórum að skoða blogg og fréttir.

Fróðleikur

Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? Svar

Íslenskar bergtegundir

  • Basalt
  • Móberg
  • Líparít

Hreppaflekinn

  • Sjálfstæður lítill fleki
  • Hvorki samstíga Ameríkuflekanum né Evrópuflekanum
  • Hefur rek- og gosbelti á báðar hliðar
  • Hefur missigið og brottnað
  • Mænissás sem stefnir NA – SV og hallar jarðlögum til beggja átta.
Miðfell er úr móbergi

Miðfell er úr móbergi

 

 

 

 

 

 

Fréttir!

 

 

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Nýr hlekkur, Ísland!

Mánudagur 16.02.15 – Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Ísland. Við skiluðum heimaprófunum og svo fengum við spurningar til að svara.

…hvað er náttúra?

…hvað er umhverfi?

…er íslenskt vatn íslenskt?

…hvernig mótar maður landið?

…menningarlandslag, hvað er það?

…hver á Dettifoss?

…á ég að hreinsa fjöruna?

Við svöruðum þessum spurningum og svo lét Gyða okkur vera tvö og tvö saman með eina spurningum og svo í næsta tíma áttum við að búa til umræðu útfrá spurningunum ég og Þórdís vorum saman.

Miðvikudagur 18.02.15 – Í byrjun tímans á miðvikudaginn voru strákarnir með kynningu um legó val. Við skoðuðum svo Pangeu og töluðum um eldvirkni á Íslandi og margt fleira.

Fimmtudagur 19.02.15 – Á fimmtudaginn hófust umræðurnar útfrá spurningunum sem við fengum á mánudeginum. Það var rætt um allt á milli himins og jarðar. Spurningin sem ég var með var, er íslenskt vatn íslenskt?

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum?

Fróðleikur

Jörðin 100 milljón árum frá í dag

Jarðfræði Íslands

Jarðfræði Íslands

 

 

 

 

 

 

Frétttir!

Dýrin í sjónum hafa stækkað

Ísland örlítið minna en talið var

Dularfullir gígjar í Síberíu

Heimildir:

mbl.is

visir.is

Mynd

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Eðlisfræði vika 3

Mánudagur 09.02.15 – Á mánudaginn byrjuðum við tíman á því að pæla svolítið í því hvað ljósið væri og horfðum á frétt um það. Svo var okkur skipt í hópa og við áttum að ræða um orku og umhverfi og búa til hugtakakort út frá umræðunum sem gekk mjög vel hjá hópnum mínum. Við gerðum stórt hugtakakort með mörgum hugtökum og tengdum saman.

Miðvikudagur 11.02.15 – Það var stuttur fyrirlestur í byrjun tímans á miðvikudaginn og eftir hann var veggspjalda vinna þar sem við vorum tvö og tvö  að vinna saman og máttum velja okkur eitthvað sem við höfum verið að fara yfir í hlekknum til þess að fjalla um. Ég og Þórdís vorum að vinna saman og við gerðum veggspjald um lögmál Ohms.

Fimmtudagur 12.02.15 – Í byrjun tímans á fimmtudaginn fengum við smá meiri tíma til þess að klára veggspjaldið og kynntum það svo fyrir bekkinn sem gekk vel. Við fengum svo heimaprófin okkar sem við eigum að skila á Mánudaginn 16.02.15.

Fréttir!

Þegar vetrarbrautir rekast á

Brúnn dvergur hv arf sporlaust

„Jarðfræðileg gosvél“

Skaðsemi þess að sofa of mikið er meiri en þú heldur

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Eðlisfræði vika 2

Mánudagur 02.02.15 – Á mánudaginn byrjuðum við að horfa á stuttar fræðslumyndir um rafmgn. Við tókum svo sjálfspróf úr bókinni Eðlisfræði 1 sem gekk vel.

Miðvikudagur 04.02.15 – Á miðvikudaginn var mjög frjálslegur tími þar sem okkur var afhent kassi með fullt af rafmagnsdóti sem við máttum fikta með. Ég og minn hópur náðum að láta perurnar lýsa, viftuna virka og fleira sem sést á myndunum hér fyrir neðan.

10951404_786275034760086_2005040389_n 10961664_786274954760094_197209907_n 10965538_786274951426761_624801735_n 10967994_786274641426792_1342630908_n 10979381_786275138093409_647602238_n 10984775_786274598093463_2133762414_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 05.02.15 – Á fimmtudaginn var stuttkönnun upp úr því efni sem við höfum verið í og eftir hana skoðuðum við blogg.

Heimavinnuverkefni

Fróðleikur:

Hver er munurinn á rafsraum og spennu?

LÖGMÁL OHMS

lögmál ohms

 

 

 

Fréttir!

Lést við leit af jólaskrauti

Hvað er ljós?

Obama eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Heimildir:

visir.is

mbl.is

visindavefur.is

Mynd

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment