Ísland vika 2

Mánudagur 23.02.15 – Á mánudaginn kláruðum við umræðurnar sem voru á fimmtudaginn en það var samt bara ein spurning eftir. Við fengum svo fullt af fullyrðingum frá Gyðu, þær gátu verið algjört bull og svo voru aðrar sem ekki eins mikið bull. Við áttum svo að flokka fullyrðingarnar í tvo flokka einn var fyrir það sem okkur fannst vera vitleysa og hinn var fyrir það sem okkur fannst vera vit í en við svindluðum samt smá og bjuggum til flokk á milli sem var bæði og.

Miðvikudagur 25.02.15 – Á miðvikudaginn fengum við nýjan glærupakka í fyrri tímanum sem var um jarðfræði. Við töluðum svolítið um bergtegundir og svo var Gyða með steina fyrir okkur til þess að skoða. Á meðan allri voru að skoða steinana spjölluðum við um Kerlingarfjöll, Miðfell og fleiri fjöll sem eru í kringum okkur.

Fimmtudagur 26.02.15 – Á fimmtudaginn átti að vera fyrirlestur en tölvukerfið virkaði ekki mjög vel þannig að við fórum að skoða blogg og fréttir.

Fróðleikur

Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? Svar

Íslenskar bergtegundir

  • Basalt
  • Móberg
  • Líparít

Hreppaflekinn

  • Sjálfstæður lítill fleki
  • Hvorki samstíga Ameríkuflekanum né Evrópuflekanum
  • Hefur rek- og gosbelti á báðar hliðar
  • Hefur missigið og brottnað
  • Mænissás sem stefnir NA – SV og hallar jarðlögum til beggja átta.
Miðfell er úr móbergi

Miðfell er úr móbergi

 

 

 

 

 

 

Fréttir!

 

 

 

 

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *