Mánadagur 13.04.15 – Á mánudaginn var ekki tími vegna þess að það var auka sýning á árshátíðar leikritinu.
Miðvikudagur 15.04.15 – Í tvöfalda tímanum á miðvikudaginn voru flestir að klára hugtakakortin sín en þeir sem voru búnir fóru að undirbúa upprifjunarverkefni fyrir lokapróf. Hugtakakortið mitt er um endurnýjanlega orkugjafa. Á því taldi ég upp helstu endurnýjanlegu orkugjafanna og sagði frá kostum og göllum við þá einnig bætti ég við fullt af öðrum hugtökum sem tengjast þeim eins og t.d. veðurfar, sólarljós, háhitasvæði, varmi, hitabreytingar, vatn, ár og vötn og fleira. Þessi verkefnavinna fór þannig fram að við vorum tvö saman í hóp, ég og Hrafndís vorum saman og við byrjuðum á að velja okkur eitt sórt hugtak og gerðum svo fullt af litlum miðum með hugtökum tengdum stóra hugtakinu. Eftir að við vorum búnar að því bjuggum við til hugtakakort með öllum hugtökunum og hér fyrir neðan er hægt að sjá útkomuna mína. Mér fannst þetta verkefni vera mjög gott vegna þess að maður fræðist meira um hlutina og veit meira en ef maður myndi bara gera veggspjald eða eitthvað álíka.
Fimmtudagur 16.04.15 – Á fimmtudaginn var ekki tími vegna þess að unglingastigið var í Bláfjöllum.
Endurnýjanlegir orkugjafar – Landsvirkjun.is ← Fróðleikur um endurnýjanlega orkugjafa(vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og vindorka).
Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi? -Svar
Fréttir!
Ótrúlegt sjónarspil í tvíburagosi
Tengja fjölgun dauðsfalla við brennisteinsmengun
Heimildir:
Mynd 1 frá mér
Vísindavefurinn.is
Valorka.is
Landsvirkjun.is
mbl.is