Síðasta bloggið í grunnskóla! 😭 😭 😭

Mánudagur 27.04.15 – Á mánudaginn vorum við að klára kynningarnar á hugtakakortunum okkar og þegar við vorum búin að  því skoðuðum við fréttir. Við vorum mikið að skoða fréttir um jarðskjálftan í Nepal og ræða um það.

Miðvikudagur 29.04.15 – Á miðvikudaginn var upprifjun í  efnafræði. Það sem við fórum helst yfir var t.d. frumefni, efnasamband, efnablanda, efnahvarf, hamur efnis, frumeind, eðalloftegundir, jónir og að stilla efnajöfnur.

Fimmtudagur 30.04.15 – Á fimmtudaginn var upprifjun í jarðeðlisfræði. Þá fórum við mikið yfir Doppler áhrif og að reikistjarna og stjarna er ekki það sama og margt fleira.

Fróðleikur!

Jarðeðlisfræði – fróðleikur

Pláneta = reikistjarna → Jörðin er dæmi um reikistjörnu

Innrireikistjörnur = Mars, Merkúríus, Venus og Jörðin

Ytri reikistjörnur = Júpíter, Satúrnus, Neptúnus og Úranus

Reikistjörnur heita reikistjörnur vegna þess að þær eru stöðugt á ferð

Sólin okkar er í miðjunni á sólkerfinu okkar í flestum kerfum eru fleiri en ein sól

Tunglið okkar er fylgitungl og það er bjart af því það endurkastast af sólinni

Halastjarna = ísklumpur, halinn vísar alltaf frá sólinni

Doppler áhrif mælast allstaðar

Ljósár = mælir ekki tíma heldur vegalengd, ljóshraði er það hraðasta sem við vitum um, hversu langt ljósið fer á einu ári

Efnafræði – fróðleikur

Frumefni – Dæmi – H(vetni) O(súrefni)

Efnasamband – Dæmi – H2O = vatn

Efnablanda – Dæmi – Kranavatn

Efnahvarf = losun á orku

Hvarfefni er t.d. CO2 + H2O → (myndefni) C6 H12 O6 + O2 þetta ferli kallast ljóstillifun og það gengur ekki nema að hafa O2

Eðalloftegundir = Fullskipað yrstahvolf  – vilja ekki vera með öðrum efnum

Þetta er mynd af glósum sem ég gerði þegar við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig frumeindir væru.

Þetta er mynd af glósum sem ég gerði þegar við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig frumeindir væru.

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir!!

Æfði fyrir Mars á Íslandi

Hvað eru frumeindir litlar?

Alheimur án upphafs og enda

Heimildir:

mbl.is

youtube.com

Mynd- frá mér

Fróðleikur úr glósum sem ég gerði í upprifjuninni í tímunum

Bless bless👋

This entry was posted in Náttúrufræði. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *