Lekaliði og rafmagnsöryggi

Heimavinnuverkefni

Rafmagnsöryggi

Ragmagnsvör vernda okkur gegn rafmagnsslysum. Í raflögnum þó enn betri öryggisbúnaður, svokallaðir lekaliðar eða lekastraumsrofar. Lekaliði rýfur strauminn miklu fyrr en vanalegt sjálfvar gerir. Ef eitthvað fer úrskeiðis geta liðið nokkrar sekúndur áður en sjálfvarið slær út. Ef gömul rafmagnstafla er með bræðivörum í raflögninni líður svolítill tími áður en vírinn í bræðivarinu bráðnar og rýfur strauminn. Sá tími getur nægt til þess að valda skaða. Lekastraumsrofinn kemur í veg fyrir að slíkt gerist. Lekastraumsrofi rýfur nefnilega strauminn á nokkurm sekúndubrotum ef hann skynjar að einhvers staðar leiðir út straum í lögn.

IMG_7444

Lekaliði

IMG_7442

Rafmagnstafl

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bók, Eðlisfræði 1

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Eðlisfræði vika 1

Mánudagur 26.01.15 – Á mánudaginn var ég ekki í skólanum af því að ég var á Sauðárkróki um helgina og svo komst ég ekki heim vegna veðurs og þurfti að gista á Reykjum. Ég held samt að krakkarnir fengu glærur og voru að rifja upp og læra ný hugtök.

Miðvikudagur 28.01.15 – Á miðvikudaginn var fyrirlestur og við lærðum mikið af hugtökum. Við kíktum inn á PhET sem er vefsíða um lögmál viðnáms og Ohm’s.

Fimmtudagur 29.01.15 – Á fimmtudaginn byrjuðum við tíman á því að horfa á trailerinn af nýrri Svamp Sveinsson mynd. Við tókum gamla PISA könnun og fórum yfir hana saman þegar allir voru búnir. Þegar við vorum búin að fara yfir könnunnina bjuggum við til skutlur úr blöðunum og svo var tíminn bara búin.

Fróðleikur og hugtök

 • Lögmál Ohms: I = V/R eða rafstraumur = spenna/viðnámi
 • Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns. Hlutir sem hleypa í gegnum sig rafmagn hitna (lýsa) vegna viðnáms. Viðnám, táknað R, er mælt í ohm (Ω)
 • Efni hafa mismikið innra viðnám.
 • Til að koma rafeindum af stað þarf orku. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind.
 • Því meiri spenna -> því meiri orku fær hver rafeind -> því meiri orku gefur rafeind frá sér -> því meiri vinna er framkvæmd.
 • Rafspenna er mæld í voltum
 • Rafstraumur er streymi rafeinda frá neikvæða skautinu og að því jákvæða.
 • Rafstraumur er mældur í amperum
 • Spenna er mælikvarði á þá orku sem nýtist til þess að gefa hverri rafeind hreyfiorku. Rafstraumur er mælikvarði á þann fjölda rafeinda sem fer um leiðara á tímaeiningu.

10967669_821616174562529_1357210766_n

 • Allt efni er gert úr frumeindum (atómum). Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eiginleikum viðkomandi frumefnis. Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda sem eru smærri en frumeindin sjálf.
 • Frumeind skiptist í róteindir og nifteindir sem eru í kjarnanum og svo rafeindir sem sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.
 • Mikilvægur eiginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðsla sem þær búa yfir.
 • Róteindir eru með jákvæða hleðslu (+)
 • Rafeindir eru með neikvæða hleðslu (-)
 • Nifteindir eru óhlaðnar.

 

Fréttir!

Watts Amps Ohms and Volts – Myndband

Ein þriggja uppspretta súrefnis

Hægðu á ljósinu

Heimildir

Youtube.com

Mbl.is

Glósur frá kennara

Mynd: Úr bókinni Orka

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Vísindavaka 2015

Mánudagur 05.01.15- Á mánudaginn var fyrsti náttúrufræði tíminn á árinu 2015. Við byrjuðum á því að tala um það sem við værum að fara að gera á árinu og svo byrjuðum við á vísindavöku. Við völdum okkur í hópa, ég, Þórdís og Hrafnhildur ákváðum að vera saman og við byrjuðum að leita af tilraunum til að gera. Við vourm mjög fljótar að finna okkur tilraun sem við vorum allar sammála um að gera. Það sem var eftir af tímanum fór svo í það að skipuleggja hvernig við ætluðum að framkvæma tilraunina. Þetta er tilraunin sem við ákváðum að gera.

Miðvikudagur 07.01.15- Miðvikudagurinn fór í það að framkvæma tilraunina og taka hana upp. Allt gekk vel, það sem við framkvæmfum á þessum degi gekk mjög vel og við náðum að klára allt sem þurfti að gera.

Fimmtudagur 08.01.15- Á fimmtudaginn höfðum við ekkert til þess að gera vegna þess að við þurftum að bíða í 5 daga til þess að við gætum klárað tilraunina.

Mánudagur 12.01.15- Við kláruðum tilraunina alveg á mánudaginn og hún gekk mjög vel og allt sem við ætluðum að gera tókst.

Miðvikudagur 14.01.15- Á miðvikudaginn vorum við að setja allt saman í eitt myndband en við náðum ekki alveg að klára það svo að við kláruðum það heima.

Fimmtudagur 15.01.15- Á fimmtudaginn átti að sýna myndbandið/tilraunina en við fengum að fá að gera það næsta mánudag vegna tæknilega örðuleika.

TILRAUNIN OKKAR

Áhöld

 • Lampi
 • Skál
 • Mæliglas
 • Krukka
 • Skeið

Efni

 • Borðedik
 • Yfirstrikunarpenni
 • Egg

Hver var rannsóknarspurningin?

Er hægt að búa til sjálflýsandi egg með yfirstrikunarpenna og ediki? Svarið er já það er hægt.

Það sem gerðist var að edikið brýtur niður eggjaskurnina og eftir verður egg sem hefur dregið í sig blönduna sem við bjuggum til og settum í krukkuna með egginu. Í blöndunni var blek úr yfirstrikunarpenna og edik. Í staðin fyrir skurnina myndast þunn húð í kringum eggið sem er samt það sterk að það er hægt að skoppa egginu úr lítilli hæð.

Fréttir!

Hvítur ís á rauðu reikistjörnunni

Skemmtileg YouTube channel með fullt af tilraunum

Heimildir:

Youtube.com

Mbl.is

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 3 vika 4 – Þurrís

Miðvikudaginn 10. desember gerðum við margar tilraunir. Það voru fullt af stöðvum í boði til þess að gera tilraunir með þurrís og ég ætla að segja frá þeim stöðvum sem ég fór á í þessu bloggi.

Fróðleikur um þurrís

 • Mun kaldari en venjulegur klaki þannig að það er ekki í lagi að snerta hann eða setja hann upp í sig
 • Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi
 • Þurrís er með mjög lágt hitastig -79°C
 • Breytist beint í gas án þess að fara í vökvaham með þurrgufun og gufar upp án þess að skilja eftir sig ummerki
 • Efnið fer úr storkuham yfir í gasham (CO2 (s) -> CO2 (g))
 • Þurrís breytist í gas við -78,5°C
 • Þurrís er framleiddur úr koltvísýringsgasi í þar til gerðum vélum.
 • Þurrís finnst ekki út í náttúrunni á jörðinni heldur á öðrum plánetum þar sem aðstæður eru öðruvísi, t.d. Mars pólhettur.
 • Hvíta gufan sem þurrísinn gefur frá sér þegar hann er settur í vatnsglas er úr andrúmsloftinu og gufa úr vatninu í glasinu.
 • Þurrís er notaður í alls kyns kælingu, t.d. halda matvælum köldum og fleira.

1.Þurrís og rauðkál

Áhöld og efni

 • Þurrís
 • 3 mæliglös
 • Áhaldabakki
 • 3 tilraunaglös
 • Glasastatíf
 • Rauðkálssafi
 • Basi
 • Sýra

Það er sett þurrís ofan í tilraunarglös með sýru, basa og rauðkálssafa. Eftir það breytist þurrísinn úr föstuformi yfir í gas. Svo er helt rauðkálssafa ofaní glösin og skráð svo niðurstöður.

Niðurstöður –

 • Basi= Varð grænn eftir að við settum rauðkálssafan ofaní.
 • Sýra= Varð bleik eftir að við settum safan ofaní
 • Rauðkálssafi= Hélt sama lit

IMG_4591

 

 

 

 

 

 

2. Þurrís og sápa

Áhöld og efni

 • Skál
 • Tuska
 • Sápa
 • Þurrís
 • Volt vatn

Byrjað er á því að setja u.þ.b botnfylli af volgu vatni ofan í skál og setja svo sápu á brúnina á skálinni og passa að sápan fari ekki ofan í skálina. Svo er helt þurrís í skálina og byrjað að strjúka tusku yfir skálina þannig að það myndast stór sápukúla sem á svo að springa þegar hún er orðin full af vatnsgufu.

Niðurstöður –

Þurrísinn myndar vatnsgufu sem fyllir sápukúluna og svo springur hún.

IMG_4598 IMG_4599

 

 

 

 

 

 

 

3. Þurrís og málmur

Áhöld og efni

 • Áhaldabakki
 • Þurrís
 • Tónhvísl (úr málmi)
 • Glas
 • Heitt vatn

Þurrísinn er látin ofan í bakka og svo á að setja tónhvísl eða eittvað annað úr málmi í heitt vatn. Svo á að þrýsta tónhvísli að þurrísnum.

Niðurstöður –

Þegar tónhvíslið er þrýst að þurrísnum myndast afar mikið hljóð vegna hitabreytinga útaf því að tónhvílin voru í glasi með heitu vatni.

IMG_4608

 

 

 

 

 

 

 

4. Þurrís og sápukúlur (a)

Áhöld og efni

 • Sápukúlur
 • Fiskabúr
 • Þurrís

Byrjað er á því að blása sápukúlum ofan í fiskabúr með þurrís og reyna að láta sápukúluna sitja kyrra í búrinu.

Niðurstöður –

Við náðum að láta sápukúluna sitja í búrinu og það gerist vegna þess að kemur mikill þrýstingur frá þurrísnum sem veldur því að hún fellur ekki á botninn heldur situr kyrr í miðju búrinu.

IMG_4619

 

 

 

 

 

 

 

5. Þurrís og sápukúlur (b)

Áhöld og efni

 • Sápukúlur
 • Þurrís
 • Skál

Byrjað er á því að blása sápukúlu og svo á að reyna að láta hana setjast í skálina með þurrísnum og láta kúluna frosna og skreppa svo saman.

Niðurstöður-

Tilraunin virkaði ekki hjá okkur vegna þess að við náðum ekki að láta kúluna setjast á þurrísinn og þar af leiðandi frosnaði hún ekki.

Fréttir!

Þurrís að hörðu gleri?

Hvernig virkar þurrís?

Sniðugir hlutir sem hægt er að gera með þurrís

App gegn ebólu

Heimildir:

Youtube.com

mbl.is

Vísindavefurinn.is

Aga.is

Myndir úr símanum mínum

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 3 vika 1

Mánudagur 10.11.14 – Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Efnafræði. Við fengum glósur hjá Gyðu og rifjuðum upp lotukerfið og hugtök eins og massi, þyngd, frumefni, efnasamband, bræðslumarg, suðumark, storkunun og fleira. Við fórum yfir glósurnar inn í Nearpod og það var fínt.

IMG_3389

Sígrettan þegar við vorum búin að slökkva undir henni

Miðvikudagur 12.11.14 – Á miðvikudaginn gerðum við tilraun sem var að eima sígrettu. Ég var með Viktori og Antoni í hóp. Við fundum allt til fyir eiminguna og byrjuðum svo og allt gekk vel. Í lokin þegar við höfðum slökkt á spritt lampanum skrifuðum við niðurstöður í stílabók vegna þess að við eigum að búa til skýrslu um eiminguna. Í skýrslunni verður bein lýsing á því hvernig við framkvæmdum tilraunina og skýrslan verður inn á verkefnabankanum á mánudaginn 24.11.14.

 

 

 

Fimmtudagur 13.11.14 – Á fimmtudaginn var ekki tími vegna skólaþings.

Fróðleikur upp úr glósum frá kennara

 • Efnafræði er sú grein eðlisvísinda sem segir til um úr hverju efni eru, hvernig þau breytast og sameinast hvert öðru.
 • Frumefni  er efni (sameind) sem er fert úr frumeindum sem eru allar af sömu gerð. Dæmi: Nitur (N2) Súrefni (O2)
 • Efnasamband kallast það þegar sameind er samsett úr ólíkum frumefnum – minnst tveimur tegundum. Allar sameindir eru eins í efnasambandinu og í sömu hlutföllum. Dæmi: vatn (H2O) og ammóníak (NH3)
 • Frumeind (atóm) er minnsta efniseind hvers frumefnis.
 • Sérhvert atóm er samsett úr kjarna og rafeindum.
 • Í kjarnanum eru jákvætt hlaðnar róteindir (p+) og óhlaðnar nifteindir (n°).
 • Rafeindir sveima á hvolfum kringum kjarnan og eru neikvætt hlaðnar (e-).

lotukerfiðFréttir!

Hin óhugnalega mannfjöldaþróun

Ísbjörnum hríðfækkar

Fyndnustu sambandslyt allra tíma

Heimildir:

Mynd lotukerfið

mbl.is

pressan.is

bleikt.is

 

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 3

Mánudagur 27.10.14 Á mánudaginn var fyrirlestur um erfðir blóðflokkana og við fórum vel yfir það. Við kíktum líka síðu Blóðbankans og skoðuðum hana.

Miðvikudagur 29.10.14 Á miðvikudaginn var stöðvavinna þar sem margar stöðvar voru í boði. Ég byrjaði á stöð 9 þar sem ég fékk nokkur verkefni um kynbundnar erfðir og í því var ég að svara spurningum um það og búa til töflur. Þegar ég var búin með þetta verkefni var lítið eftir af tímanum og ég fór í tölvu verkefni þar sem ég var að athuga hvort ég væri litblind.

Fimmtudagur 30.10.14 Á fimmtudaginn var próf upp úr erfðarfræði og mér gekk ágætlega í því. Á meðan Gyða var svo að fara yfir prófin horfðum við á fræðslu mynd um erfðafræðina og svo fengum við prófin til baka.

Fróðleikur úr glærum.

Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum: H fyrir háan vöxt plantna.

Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum: h fyrir lágan vöxt plantna.

Erfðir manna 

 • Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri.
 • Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eiga að framleiða, hvernig og hvenær.

Fjölgena erfðir

 • Flestir eiginleikar hjá hverjum einstakling ráðast af mörgum genasamsætum.
 • Sumir eiginleikar lífvera byggjast líka á samspili milli gena og umhverfis.
 • Húðlitur ræðst t.d. á samstarfi fjögurra genapara, hvert í sínu sæti á litningasamstæðu.
 • Mismunandi möguleikar á samsetningu þessara átta stöku gena leiða til allra þeirra mismunandi afbrigða af húðlit sem að þekkjist hjá fólki.

Litningar

 • Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum.
 • Stýra starfsemi frumunar.
 • Miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrra frumu.
 • Stórar flóknar sameindir- efnasambönd sem nefnast kjarnsýrur.

Fréttir!

„Dáin“ hjörtu grædd í fólk

Blóðsugu-hjörtur

Gamlar auglýsingar sem væru líklegast bannaðar í dag

Heimildir:

bleikt.is

pressan.is

mbl.is

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 2

Mánudagur 20.10.14 Á mánudaginn var fyrirlestur um erfðirmanna og frumur. Við merktum við glærur sem voru mjög mikilvægar og glósuðuðum á hugtakakortin okkar það sem Gyða fór yfir upp á töflu.

Miðvikudagur 22.10.14 Á miðvikudaginn var stöðvavinna um erfðafræði (stöðvar sem voru í boði). Ég fór fyrst á stöð 11 þar sem ég vara að leira DNA til þess að átta okkur betur á DNA, þessi stöð var skemmtileg.

10799804_771928976197916_135435191_n

Þetta er DNA sem að ég leiraði

 

 

 

 

 

 

 

Næst fór ég á stöð 4 sem að var verkefni- lausn erfðarfræðidæma. Á þeirri stöð lærðum við vel um arfgerð, svipgerð, arfblendni og arfhrein og við svörumðum spurningum og fyltum inn í töflur úr því.

Fimmtudagur 23.10.14 Á fimmtudaginn fengum við bækling um mannerfðafræði og í honum vorum við mest að vinna með hugtökin rískjandi og víkjandi. Við fylltum upp í töflur þar sem við vorum að vinna með litblinu í erfðum og við lærðum mikið af því.

Fréttir

Arfgerð og svipgerð

Erfðir skipta máli varðandi kynhneigð

Ljóskurnar lifa af

Heimildir

mbl.is

gen.is

Mynd: Frá símanum mínum

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 2 vika 1

Mánudagur 13.10.14

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem er erfðarfræði. Það var fyrirlestur um erfðarfræðihugtök og lögmál erfðarfræðinnar. Við fórum yfir mikið í þessum tíma og lærðum mikilvæg hugtök sem þarf að vita í erfðarfræðinni.

Miðvikudagur 15.10.14

Á miðvikudaginn var stöðvavinna þar sem stöðvarnar voru um erfðarfræði. Áður en við byrjuðum í stöðvavinnuni fór Gyða yfir helstu hugtökin sem við höfðum farið yfir á mánudaginn og svo byrjuðum við. Ég var að vinna með Brynju og Þórdísi og við byrjuðum á því að fara á stöð þar sem við lærðum um hugtökin, ríkjandi, víkjandi, arfblendinn, arfhreinn, arfgerð og svipgerð með því að nota dæmi um svarta sauði og doppótta hunda. Næst fórum við á stöð þar sem við vorum að vinna með sömu hugtök og spjölluðum um þau til þess að láta þau festast í höfðinu á okkur.

Fimmtudagur 16.10.14

Á fimmtudaginn fórum við yfir blogg og skoðuðum fréttir allan tíman af því að við höfum eiginlega ekki fengið neinn tíma til þess síðustu vikur.

Fréttir!

Yfir 350 Íslendingar eiga rætur að rekja til indíána

Kona eyddi viku á KFC

Könguló jafn þung og hvolpur

Heimildir:

Bleikt.is

Mbl.is

Pressan.is

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 1 vika 6

Mánudagur – Á mánudaginn fengum við að vita það að prófið sem við fórum í um mann og náttúru gekk ekki nógu vel. Við töluðum um hvernig námsmatið ætti að vera og svo fengum við verkefni til þess að geta bætt einkunina okkar, við vorum tvö saman í hóp og ég var með Antoni og við áttum að svara 10 ritgerðar spurningar og það gekk bara ágætlega.

Miðvikudagur – Á miðvikudaginn var norræna skólahlaupið haldið í skólanum og þá féll tíminn niður. Í hlaupinu fann ég fyrir brennisteinsmenguninni vegna gosins í Holuhrauni í hálsinum og lungunum og  það var frekar óþæginlegt en svo lagaðist það þegar ég var búin að hlaupa. Það sem en við áttum að vera að gera í tímanum var að skoða nautasæði og í stöðvavinnu.

Fimmtudagur – Við fengum prófin og verkefnin til baka og fórum vel yfir þau með Gyðu sem mér fannst mjög þæginlegt. Svo skoðuðum við nokkrar fréttir.

Frétttir!

Blóðmáninn

Mynd dagsins: Besta myndin af holuhrauni

Tíu ára drengur myrti níræða konu eftir að hún öskraði á hann

Heimildir:

Pressan.is

Mbl.is

 

 

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment

Hlekkur 1 vika 4 og 5

Í þessu bloggi fer ég yfir einn dag í viku vegna þess að í þeirri viku voru samræmdupróf og við fórum bara í aðeins einn tíma þar sem var farið afar hratt í stutta upprifjun og skoðað hugtök. Svo er öll vika 5 fyrir utan fimmtudag þar sem það var kennaraþing.

Vika 4

Fimmtudagur- Við vorum að rifja upp hugtök vegna könnunar sem var í viku 5 og fórum mjög hratt yfir það.

Fróðleikur

 • Ósonlagið – Náttúruleg sólarvoörn jarðar. Það verndar menn dýr og gróður gegn skaðlegri útfjólublárri geislun sólar.
 • Aðlögun – Þegar einhver tegund eða stofn er búin að aðlaga sig að eitthverju ákveðnu umhverfi.
 • Tvær lofttegundir í andrúmsloftinu sem valda gróðurhúsaáhrifum – Köfnunarefni og súrefni.
 • Ísland væri óbyggilegt vegna kulda án Golfstraumsins.
 • Ljóstillifun er í grænukornunum í plöntum.

Vika 5 

Mánudagur– Við fengum að velja á milli tveggja hluta, að skoða fréttir og myndbönd um líffræðilegan fjölbreytileika eða halda áfram að vinna í heftinu sem við fengum til að svara spurningum um myndbandið Loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Ég valdi að klára að svara spurningunum en ég náði ekki alveg að klára.

Miðvikudagur–  Í fyrsta tíma fórum við að undir búa okkur fyrir próf með því að fara í alíans þar sem við lýstum hugtökum upp úr kaflanum fyrir bekkjafélaga okkar. Í tíma tvö var próf upp úr kaflanum sem við erum búin að vera í sem heitir Maður og náttúra.

Fimmtudagur– Það var ekki skóli eftir hádegi þennan dag vegna kennaraþings.

Fréttir!

Blóðmáninn

Öfund eykur líkur á Alzheimer

Myndband – Gróðurhúsaáhrif 

Myndband – Heimurinn án mannsins

Heimildir:

Mbl.is

Youtube.com

Posted in Náttúrufræði | Leave a comment