Miðvikudaginn 10. desember gerðum við margar tilraunir. Það voru fullt af stöðvum í boði til þess að gera tilraunir með þurrís og ég ætla að segja frá þeim stöðvum sem ég fór á í þessu bloggi.
Fróðleikur um þurrís
- Mun kaldari en venjulegur klaki þannig að það er ekki í lagi að snerta hann eða setja hann upp í sig
- Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi
- Þurrís er með mjög lágt hitastig -79°C
- Breytist beint í gas án þess að fara í vökvaham með þurrgufun og gufar upp án þess að skilja eftir sig ummerki
- Efnið fer úr storkuham yfir í gasham (CO2 (s) -> CO2 (g))
- Þurrís breytist í gas við -78,5°C
- Þurrís er framleiddur úr koltvísýringsgasi í þar til gerðum vélum.
- Þurrís finnst ekki út í náttúrunni á jörðinni heldur á öðrum plánetum þar sem aðstæður eru öðruvísi, t.d. Mars pólhettur.
- Hvíta gufan sem þurrísinn gefur frá sér þegar hann er settur í vatnsglas er úr andrúmsloftinu og gufa úr vatninu í glasinu.
- Þurrís er notaður í alls kyns kælingu, t.d. halda matvælum köldum og fleira.
1.Þurrís og rauðkál
Áhöld og efni
- Þurrís
- 3 mæliglös
- Áhaldabakki
- 3 tilraunaglös
- Glasastatíf
- Rauðkálssafi
- Basi
- Sýra
Það er sett þurrís ofan í tilraunarglös með sýru, basa og rauðkálssafa. Eftir það breytist þurrísinn úr föstuformi yfir í gas. Svo er helt rauðkálssafa ofaní glösin og skráð svo niðurstöður.
Niðurstöður –
- Basi= Varð grænn eftir að við settum rauðkálssafan ofaní.
- Sýra= Varð bleik eftir að við settum safan ofaní
- Rauðkálssafi= Hélt sama lit

2. Þurrís og sápa
Áhöld og efni
- Skál
- Tuska
- Sápa
- Þurrís
- Volt vatn
Byrjað er á því að setja u.þ.b botnfylli af volgu vatni ofan í skál og setja svo sápu á brúnina á skálinni og passa að sápan fari ekki ofan í skálina. Svo er helt þurrís í skálina og byrjað að strjúka tusku yfir skálina þannig að það myndast stór sápukúla sem á svo að springa þegar hún er orðin full af vatnsgufu.
Niðurstöður –
Þurrísinn myndar vatnsgufu sem fyllir sápukúluna og svo springur hún.

3. Þurrís og málmur
Áhöld og efni
- Áhaldabakki
- Þurrís
- Tónhvísl (úr málmi)
- Glas
- Heitt vatn
Þurrísinn er látin ofan í bakka og svo á að setja tónhvísl eða eittvað annað úr málmi í heitt vatn. Svo á að þrýsta tónhvísli að þurrísnum.
Niðurstöður –
Þegar tónhvíslið er þrýst að þurrísnum myndast afar mikið hljóð vegna hitabreytinga útaf því að tónhvílin voru í glasi með heitu vatni.

4. Þurrís og sápukúlur (a)
Áhöld og efni
- Sápukúlur
- Fiskabúr
- Þurrís
Byrjað er á því að blása sápukúlum ofan í fiskabúr með þurrís og reyna að láta sápukúluna sitja kyrra í búrinu.
Niðurstöður –
Við náðum að láta sápukúluna sitja í búrinu og það gerist vegna þess að kemur mikill þrýstingur frá þurrísnum sem veldur því að hún fellur ekki á botninn heldur situr kyrr í miðju búrinu.

5. Þurrís og sápukúlur (b)
Áhöld og efni
Byrjað er á því að blása sápukúlu og svo á að reyna að láta hana setjast í skálina með þurrísnum og láta kúluna frosna og skreppa svo saman.
Niðurstöður-
Tilraunin virkaði ekki hjá okkur vegna þess að við náðum ekki að láta kúluna setjast á þurrísinn og þar af leiðandi frosnaði hún ekki.
Fréttir!
Þurrís að hörðu gleri?
Hvernig virkar þurrís?
Sniðugir hlutir sem hægt er að gera með þurrís
App gegn ebólu
Heimildir:
Youtube.com
mbl.is
Vísindavefurinn.is
Aga.is
Myndir úr símanum mínum