Tré og vistfræði!

Hæ hæ.

Á mánudaginn vorum við að skoða þróunarskeið trjáa, (Hér er rosa flott síða með því.) hvaða tré væri stærst, er það kallað á ensku General Sherman en á íslensku Sherman hershöfðingi hér er grein um  það.                            Heimild myndar.     Einnig töluðum við um elstu trén sem eru – broddfurur.

 Sherman hershöfðingi

Skoðuðum við hvað væri inn í laufblaði og hvernig ljóstillifun virkaði hjá frumbjarga lífverum. Koldíoxíð fer inn og út fer súrefni. En líka fer vatn inn um rótina og með koldíoxíðinu, vatninu og sólarljósi, sem er orkan í ljóstillifuninni, framleiðir plantan með öllum þessum efnum sykur eða glúkósa og notar það sem orku. Þess vegna er það frumbjarga ekki ófrumbjarga því hún framleiðir þá orku sem hún þarf en ófrumbjarga lífverur þurfa að borða aðrar lífverur og sofa til að fá orku.

Hér er síðan þar sem þú getur skoðað alls kyns fróðleik um tré og ef þú ferð í linkana hægra meginn færðu meiri fróðleik. Smelltu svo á laufkrónuna á lauf trénu færðu upp flottan glugga sem sýnir þér hvernig ljóstillifun virkar og einnig auka frumurnar.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna þar sem við fórum út og gerðum alls kyns stöðvar tengdar vistfræði. Hér eru þær.

  1. Náttúrufæði hvað er það?
  2. Sumar eða haust?  ( Við strákarnir byrjuðum á því en kláruðum ekki. Snýst sú stöð um það að sjá hvaða vexumerki eru að það sé sumar eða haust. )
  3. Hvað einkennir líf? ( Mig minnir að þetta væri stöðinn sem við gerðum lista um 15 lifandi lífverur, 15 lífverur sem voru lifandi og 15 hluti sem voru aldrei lifandi. T.d. Gras, Rifsberjarunnar, Alaskaösp eru allt lifandi lífverur en egg, börkur, viðar plankar eru allt af eða voru dánar lífverur og að lokum er járn, kopar og gler hlutir sem aldrei hafa verið lifandi. Hve mikið getur þú fundið? )
  4. Eigin rannsókn
  5. Trjá greining ( Við kláruðum að greina 1 lauf tré sem var alaska ösp og 1 barrtré, samt gæti verið að við áttum að gera 2 lauftré en við vissum það ekki. )
  6. Trjámæling ( Ég var því miður dálítið smámuna samur þar og lét strákan fara á annan stað því 1 tréð var í halla en við tókum tré sem var minnir mig um 15 m hátt. )
  7. Samanburður á könglum
  8. Mosar
  9. Fléttur

Í lok tímans bárum allir hóparnir saman sín svör.

Hér er mynd af tré sem er lifandi en trégrindverkið var eitt sinn lifandi en steinninn í gangstéttinni hefur aldrei verið lifandi.   Heimild myndar.

Fréttir.

Grein frá vísindavefnum um elsta tré landsins, silfurreynir, alla vega þegar þessi grein var skrifuð.

Hér er mjög áhuga vert myndband af vísindamanni að halda fyrirlestur um hnatt hlýnunina og hvernig reynt var að grafa yfir hana.

Við byrjum í nýjum hlekk um dýrafræði næst og byrjum að vinna að ritgerð.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *