Skordýr!!!

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestur um skordýr sem tilheyra liðdýrum ásamt áttfætlum, krabbadýrum og fjölfætlum. Skoðuðum við líka margar fréttir sem voru:

 • Bleikt vatn, fylgjandi slóð. Mjög áhugavert.
 • Vatna köngulær. Við því miður vegna þess að netið gekk svo hægt þá gátum við ekki skoðað þetta myndband, stelpurnar flestar voru svolítið ánægðar að þurfa ekki að sjá köngulær.
 • Tegundir í hættu. Ég vona innilega að hægt sé að bjarga þessum tegundum frá útrýmingu.
 • Diptera gallery. Mig grunar að við höfum ekki skoðað þessa síðu því ég man ekkert eftir henni ern ég læt hana þó inn.

Hér koma nokkrar greinar tengdar skordýrum.

 1. Hér er mjög góð grein um einkenni skordýra.
 2. Þessi grein er um stærsta skordýr jarðar og er það mjög umdeilt hvernig á það er litið því t.d. er sú stærsta sem hefur lifað á jörðinni tröllslenja. Miðað við heildar lengd er hún af ætt förustafa. Sú með lengsta búkinn er herkúlesarbjalla. Ef áætlað er með þyngd er golíatbjallan stærst. Sést á þessu að þetta tengis allt við gorfi. Greinin.
 3. Ef þú hugsar eftir á eftir að þú ert búin að lesa þetta er þá rétt að drepa flugur, orma og önnur skordýr ( ég veit það að ormar eru ekki skordýr eða liðdýr heldur sinn eigin flokkur. Greinin.  

Fróðleikur

Vissir þú að…

… Að búkur skordýra skiptist í aðalatriðum í þrennt: Haus, frambol og afturbol.

… Öll skordýr hafa sexfætur, depilaugu, samsett augu ( augu úr ekki einni heldur mörgum litlum linsum ) og flest hafa vængi.

… Skordýr hafi þannig blóðrásakerfi að það blóðið fer ekki allt eftir æðunum heldur líka í gegnum holrými líkamans. Það kallast Opið blóðrásakerfi.

… Vegna svokallaðra loftæða, sem eru staðsettar á síðunum, geta skordýr andað eiginlega í gegnum húðina.

… Fara þau sum í gegnum myndbreytingar sem skiptast í tvennt: Fullkomna og ófullkomna myndbreytingu. Fullkominn myndbreyting er: Egg – lirfa – púpa – fullvaxin lífvera. Ófullkominn myndbreyting er: Egg – ungi sem svipar til foreldranna en hefur hálfgerð hamskipti þangað til hún verður – fullvaxinn lífvera.

… Eru skordýr oftast ein á ferð en einnig eru til skordýr sem búa í þróuðum samfélögum og stéttaskiptingu ( svo sem maurar. Hér er grein um svolítið í maurum sem er svipað mönnum ). Þessi fróðleikur er tekinn upp úr glósunum.

 Hér er góð mynd sem sýnir innan í maura bú. Heimild myndar.

Á þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu en var ég með Erlu og nýja stráknum Bjarka. Því miður vegna misskilnings hjá okkur þá vissum við ekki að við ættum að gera blað með stöðinni sem við vorum að gera og þess vegna gerðum við bara eina stöð en við fengum samt A í einkunn.

 1. Teikning – Fullkominn og ófullkominn myndbreyting.
 2. Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir.
 3. Sjálfspróf 6-5 Krabbadýr, áttfætlurog fjölfætlur.
 4. Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
 5. Tölva – Sjálfspróf ú 6. kafla.
 6. Sjálfspróf 6-6 Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera.
 7. Víðsjá / Smásjá – Hvernig eru skordýr byggð? ( Við gerðum þessa stöð. )
 8. Tölva – Íslensk skordýr.
 9. Verkefni – Skordýr – Frá eggi til fullorðins dýrs.
 10. Krossgáta – Dýr með sex fætur.

Fréttir

Hér er frétt sem er þyngdar sinnar virði í demöntum.

Maður að nafni Baumgartner sló metið í hæsta fallhlífarstökki, rauf hljóðmúrinn, hraðasta frjálsa fall og sló öll met áhorfs á youtube.  Hér er myndband af stökkinu.

Erum við að gera ritgerð um dýr að eigin vali og eins og ég hef minnst á er ég að skrifa um kómódó dreka og eru þeir hryggdýr, í flokknum skriðdýr og undir því eðlur. Er ég búin að skrifa um Skriðdýr Almennt og Einkenni skriðdýra. Er ég að byrja að skrifa um eðlur. Hér er grein um Skriðdýr og

einkenni skriðdýra.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *