Froskar!!!

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestur og erum við kominn í hryggdýr og tókum við froskdýr, fiska og skriðdýr. Skoðuðum við líka fréttir: Júpíter en ég man ekki eftir þessari frétt. Um Baumgartner sem ég setti inn í síðustu viku. Einnig norðurljósaspá en er spáin á mánudaginn þannig að það er líklegast að við sjáum norðurljós þá.

Hér er grein um:

Froskdýr

Skriðdýr

Fiskar

Það eru til fiskar sem geta verið á yfirborðinu í einhvern tíma. Hér er grein þar sem er smávegis minnst á þannig fiska. Hér er einnig myndband um ótrúlegar tegundir dýra sem eru búin að aðlagast þorstanum og hafa einstaka hæfileika til að ná sér í raka, vökva eða bara halda öllum raka sem það á til aðlifa og að lokum leið til að bíða eftir því að það geti komist í vatn. Hér er myndbandið.

Vissir þú að …

… fiskar

… hafa:

… hrygg og eru því hryggdýr.

… Ugga sem eru nokkurskonar stýritæki.

… Stirtlu og sporð sem eru  aðal sundfæri fisksins.

… tálkn svo þeir geti unnið súrefni úr vatninu.

… kalt blóð eða heitt blóð og lokað blóðrása kerfi.

… þróuð líffærakerfi.

Eru þeir elstu hryggdýr jarðar.

Froskdýr

Froskar …

… eru mjög líkir fiskum á tímabili en enda með því að verða nærri algjör andstæða.

… eru rándýr.

… eins og birnir fara í vetrardvala.

Salamöndrur … 

… eru ásamt froskum stærsta tegund froskdýra.

… eru mun háðari vatni og froskar og svipar til eðlna því með styttri fætur en froskar, hala og lengri búk.

Skriðdýr … 

… hafa misheitt blóð.

… eru með hreistur, anda með lungum og verpja aðallega eggjum en alltaf ala unga sína á landi.

… eru flestar kjötætur.

Þessi fróðleikur er úr glósunum frá Gyðu.Hægt er að sjá þær í síðunni glósur.

Hér er náttúrufræði síðan þar sem Gyða kennari bloggar fyrir alla tímana líka.

Hér er góð mynd af öllum aðal líkamspörtum sem froskar hafa. Heimild myndar.

Hér er myndband um stökk froska og leyndina á bak við það. Hér er annað um það að ,, Bullfrog “ éti allt sem þeir sjái hreyfast, gæti verið að myndbandið sé bilað og ef svo er biðst ég afsökunar.

Á þriðjudaginn sýndi Gyða okkur hluti sem hún vildi í ritgerðinni okkar, svo sem heimildaskrá. En fljótlega fórum við niður í tölvuver og fórum að vinna í henni. Kómódó drekar eru mjög áhugaverðir og er því mikið af myndböndum og allskyns greinum um þá. Hér er myndband um veiði aðferðir þeirra og hér er smá um þá.

Vissir Þú að …

… kómódó drekar séu stærstu núlifandi skriðdýr jarðar.

… þeir eru kjötætur.

… hlaupa þeir hraðar en menn og getur mönnum vel staðið hætta af þeim.

… þurfa þeir aðeins að bíta bráðina örlítið, bara gera varla sár þá munu þeir bíða rólegir þangið dýrið deyr því eftir bitið eru kannski nokkrar vikur í mesta lagi þangað til það deyr. Á því stigi er það að þrotum komið og getur enga vörn sér veitt.

… var talið að munnvatn þeirra væri svo sýkt út af sýklum að það væri ástæðan fyrir lömunar árás þeirra en nýlega var komist að því að þeir voru með eiturkirtla eins og margar slöngur.

… þeir búa á mjög litlu svæði með nokkrum eyjum í Indónesíu þar á meðal eyjunni Komodo.

Þessi fróðleikur er tekinn beint upp úr upplýsingum sem ég man eftir að hafa lesið eða heyrt en ábyrgist ég að þær séu sannar.

Fréttir.

Tunglið var áður hluti af jörðinni.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *