Lok dýrafræðinnar!

Hæ hæ.

Á mánudaginn var seinasti tími fyrir próf úr hlekknum svo að tíminn snérist aðallega um það að fara yfir aðalatriði og glósa þau inn á hugtakakortið okkar Megum við fara með hugtakakorrtið í prófið og er það stærsti svindlmiði sem við megum nokkurn tímann fara með í próf því það er 4 A4 blöð að stærð. Næst ætla ég að glósa aðalatriði á línurnar hliðina á glósunum og hreinskrifa það á hugtakakortið því kortið mitt var algjörlega í rugli þó svo að flest allar upplýsingarnar voru á því. Einnig skoðuðum við þessar fréttir: Frétt 1, mér fannst þetta áhugavert en ég hef aldrei trúað öðru en að líf fyrir finnist á öðrum hnöttum og ég hélt að það væri búið að sanna það með tunglinu Evrópu ( skoðið þriðja möguleika ) sem sagt er að hafi bakteríur á sveimi í ís yfirborði sínu. Frétt 2, Mér finnst þetta mjög sniðugt en eins og ég er þá finnst mér best að hafa bók í höndunum en ekki lesa af tölvuskjá. Frétt 3, Þetta var ótrúlegt afrek og einstaklega fallegt þegar kálfurinn sameinaðist móður sinni. Einnig skoðuðum við blogg sem eru hér og hér er náttúrufræðisíðan.

Á þriðjudaginn var prófið og gekk það ágætlega og fékk ég hæðstu einkunn í bekknum sem var 9,5.

Miðvikudaginn 31 október eigum við að vera búin að skila ritgerðinni okkar og er hún nú kominn inn á verkefna bankann. Ég ætla að skrifa smá fróðleik og setja inn linka tengda mínu efni, kómódó drekana:

Kómódó drekar eru stærstu núlifandi skriðdýr jarðar. Þeir hafa eiturkirtla sem eru þeirra skaðlegasta vopn. Þeir hafa litla útbreiðslu vegna minnkunar af búsvæði og bráð og ofsóknum manna. Þeir búa í hlíðum fjalla með runna gróðri og gisnum skógi. Þeir fyrir finnast einungis á eyjunum Komodo, Padar, Vestur Flores, Rinca og nokkrum öðrum smáeyjum í Indónesíu. Þeir eru aðallega hræætur en þeir veiða einnig og ráðast þá á bráðina úr launsátri. Hlaupa þeir hraðar en menn og geta synt en hafa lítið hlaupa þol. Eru þeir einu eðlur heims sem éta menn. Eru flest svæði þar sem drekarnir búa hluti af Komodo þjóðgarðinum sem var stofnaður árið 1980 og er hann á heimsminjaskrá UNESCO. Lengstu drekarnir eru 3 m. Hafa þeir einstakt lyktarskyn sem gerir þeim kleift að finna lykt af bráð í 5 km fjarlægð. Þeir setja út klofna tunguna og á hana setjast lyktaragnir  og svo setja þær tunguna við efri góm þar sem er líffæri Jacobs sem er ástæðan fyrir þessu magnaða lyktarskyni þeirra. Þeir eru einfarar og koma bara saman til að makast og þegar það er næg bráð á boðstólnum. Drekarnir eru alfriðaðir og að mínu mati eru ein áhugaverðustu dýr jaðar.

Grein um drekanna.

Myndband af drekunum að berjast. Annað um veiðar.

 Heimild myndar.

Ég mun ekki skrifa meira um ritgerðina því hér með er henni lokið.

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

 

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *