Þó að hlekkur ljúki þá mun annar alltaf fylgja á eftir

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrri hlekkurinn búin og næsti hlekkur formlega byrjaður. Við skoððum þó prófið úr dýrafræði hlekknum sem við tókum í síðustu viku og enn á eftir að skila ritgerðinni. Nýi hlekkurinn sem við erum að byrja í heitir kraftar og hreyfing og er hann um eðlisfræði. Tökum t.d. massa og þyngd og er það ekki það sama. Þegar við förum yfir glósurnar þá eigum við að bragð bæta þær með upplýsingum og er ég núna t.d. að gera það en ekki skrifa allt óskipulagt á hugtakakortið því seinast gerði ég það og var það hörmung. Einnig skoðuðum við fréttir en því miður er lélegt net í náttúrufræði stofunni og veldur það því oft að við getum ekki skoðað myndbönd eða fréttir og beini ég orðum mínum að Guðrúnu skólastjóra ef svo ólíklega vildi til að hún hafi ákveðið að skoða mitt blogg en ég verð að vona. Guðrún þú verður að bæta bæta Internetið í náttúrufræðistofunni með einhverjum ráðum því það er ógurlega leiðinlegt að geta ekki lengur séð öll flottu myndböndin og fréttirnar sem Gyða finnur handa okkur. Hér eru fréttirnar: 1 frétt, Sandy fellibylurinn er það sem við myndum kalla náttúruhamfarir og hefur austur strönd Bandaríkjanna verið nærri því lömuð á köflum. Hér er mjög góðar greinar um fellibylji. 1 grein, 2 grein.      2 frétt, þetta gátum við ekki séð vegna þess að kynningin vildi ekki spilast! En ég læt hana samt inn því þetta er magnað og sérstaklega það á hverjum degi verði svona svakalega mörg þrumuveður. Hér er grein um það hvernig veður verður til.

Fróðleikur

 •  Vísindaleg vinnu brögð saman standa af nokkrum hugtökum: Staðreynd – Ráðgáta – Tilgáta – Tilraun – kenning – Lögmál
 • Vísindalegar mælingar, hér eru nokkur dæmi um hvern mæli flokk.
 1. Lengd: m – cm – km
 2. Massi: kg – g
 3. Rúmmál: rúmsentimetrar – rúmmetrar
 4. Tími: sec. – klst. – mín.
 5. Þyngd: N = Newton
 6. Eðlismassi: Kg / Rúmsentimetrar
 7. Hiti: C° – K = Kelvin
 • 0 Kelvin = – 273 °C = Alkul
 • Massi er efnismagnið
 • Þyngd er kraftur – togkraftur t.d.
 • Eining SI- kerfisins er N = Newton
 • Newton var sá maður sem uppgvötvaði þyngdaraflið

Þessi fróðleikur er tekinn úr glósunum frá Gyðu Náttúrufræði kennara. Hér er einnig náttúrufræðisíðan og er þar margt áhugavert og einnig blogg kennara um tímana.

Á þriðjudaginn var meiri fyrirlestur um kraft og hreyfingu en einnig skoðuðum við fréttir en sumar gátum við ekki séð vegna lélegs Internets. Frétt 1, hér er NASA að segja frá Sandy fellibylnum en síðan hjá NASA er mögnuð og ég hvvet ykkur til að skoða hana hún er í dálki hægaramegin á bloggsíðunni minni. Frétt 2, mér finnst þetta ekki koma á óvart og vona að flestir hætti að reykja eftir að hafa lesið þetta. Einnig lét Gyða inn myndband sem ég hafði látið inn í september og er það frábært og er það um bráðgáfuð dýr og hvað dýrin geta sem við vissum ekki áður. Er myndbandið neðst í færslunni. Ástæðan fyrir því að myndbandið fékk meiri áhuga er það að þessi sjónvarpsþáttur var sýndur á RUV og er hann úr sömu seríu og myndbandið / þáttin minn er kominn annar þáttur svo þarna eru tvö.

Fréttir.

Hér er mögnuð frétt um það að í fyrsta skipti í skráðri sögu er búið að sjá hvalategund sem einungis hafði verið fundin 2 og það voru einungis beinagrindur og mér finnst þetta magnað og vona að ykkur finnist það líka.

Hér er frétt um að beinagrind að loðfíl hafi fundist fyrir utan París og er það magnað. Fyrir þá sem ekki vita hvað loðfílar séu þá voru það stórir fílar sem voru með stórar skögultennur og feld. Voru þeir uppi á seinustu ísöld fyrir nokkur hundruð þúsund árum. Eru þeir skildir fílum en nú útdauðir.

Loðfíll á sýningu í Þýsklalandi.

Heimild myndar.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *