Tilraun og skýrsla!

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestur um Krafta en er það eignlega: vinna, orka og afl. Mun ég segja betur frá þessu seinna í færslunni. Einnig skoðuðum við fréttir sem voru þessar. Frétt 1. Myndi ég halda að þetta gæti verið ein af ástæðum hnatthlýnunarinnar sem á sér nú stað. Ég trúi því samt ekki að þetta gæti verið ein ástæðan fyrir hlýnuninni en mengun er áreiðnlega stórhluti af henni og einnig hef ég þá kenningu um það að við séum að koma af svokölluðu kuldaskeiði því jörðin hefur verið að skiptast á um að hafa kaldara loftslag og heitara loftslag. Kenningin er sú að við séum enn að koma úr tíma ísaldarinnar sem lauk fyrir um 10.000 árum og er jörðin að færa sig á heitara tímabil. Mengunin spilar mikinn part í kenningunni því vegna aukinnar mengunar tel ég að hlýnunin hafi orðið hraðari og aukist. Hér er grein um ísöld og gróðurhúsaáhrif.  Frétt 2. Þetta er bráðskemmtileg kosning um það hver er að mati kjósenda mesti ævintýramaður ársins 2012. Er þetta 10 manneskjur sem allar eiga sæti sitt skilið á listanum. Á meðal þeirra eru Baumgartner sem var sá sem hoppaði í fallhllíf nærri því út í geim og Renan Ozturk sem er sá sem ég kaus. Renan er listamaður en einnig frábær klifrari og hefur hann í ár með sínu fólki klifið The Sharks Finn sem er í Garhwal Himalaya á Indlandi. Slasðist hann í skíða slysi fyrir nokkru og er þetta því mikið afrek. Hér er smá um ferð þeirra upp fjallið en er greinin á ensku en hún er góð svo ég set hana inn. Frétt 3. Hér er meira um Sandy en hann er ég mikið búin að fjalla um í seinustu færslum. Frétt 4. Þessi frétt var smá sjokk og ég fann fyrir dálitlu stolti þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að hugsa út í málið þá fannst mér þetta var dálítið skiljanlegt. Hawai og Ísland eru bæði eldfjallaeyjar og miðað við sýni CURIOSITY er Mars einnig með blágrýti sem myndast við eldgos svo að þetta passar í raun allt saman. Hér er smá um CURIOSITY geimvagninn: hér á þessari slóð eru margar greinar um vagninn. Hér er einnig grein um Mars. Síða nasa er hér hægra meginn undir heitinu tenglar og er þar hægt að fá að vita margt eins og um CURIOSITY.

 Mars í allri sinni dýrð.

Heimild myndar.

Á þriðjudaginn kláruðum við fyrirlestur gærdagsins og gerðum við tilraun um krafta sem snérist um það að hlaupa upp stiga og taka tíman. við unnum í hópum og var ég með Ninnu Ýr, Kristínu og Einari Trausta. Við vorum að finna þyngd, vinnu og afl. Til þess að finna þyngd þá gerirðu þyngd viðkomandi sinnum togkraftur jarðar = þyngd ( þyngd er mæld í N = Newton ). Til þess að finna vinnu er hins vegar nauðsynlegt að vita þyngd eins og það er nauðsynlegt að vita vinnu til að geta fundið afl. Vinna er fundin með því að taka þyngdina og hún sinnum hæð, í þessu tilfelli, stigans og þá færðu vinnu sem er mæld í Newton metrum / Newton kílómetrum / Newton sentimetrum o.fl. Að lokum finnurðu afl með því að gera: vinna deilt með tíma = afl. Samkvæmt SI eininga kerfinu er W = Wött mælieiningin fyrir afl. Þannig gerðum við útreikningana og held ég að þessi grein um annað lögmál Newtons útskýri þessi lögmál. Er skýrslan inn á verkefnabankanum mínum og er hægt að nálgast hana þar.

Fréttir.

Hér er frétt um mengun eins og ég var að tala um áðan.

Magnað myndband af veiði aðferð sem við menn notuðum en er nú nærri því útdauð.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *