Boltar!!!

Hæ hæ.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að í helmingnum af tímanum horfðum við á hluta fræðsluþáttar en hinn helminginn fengum við að fara í tölvuverið til að klára skýrsluna sem var um tilraunina sem við gerðum vikuna áður um þyngd, vinnu og afl. Er sú skýrsla inn á verkefna bankanum. Þátturinn minnir mig að hafi haft nafnið kraftar hafsins en það sem við sáum af honum var verið að fjalla um miðbaug, eyjar þar og áhrifin sem hafstraumarnir hafa á eyjarnar. Fyrst var fjallað um eina af Galapagos eyjunum sem eru við miðbaug. Var á þeirri eyju að hluta til held ég svolítið eyðiland en samt eru þar miklar gnægtir af öllu ef þú kannt að leita þeirra. Þar voru eðlur sem hétu sjávarfrýnur eða sjávardrekar, ég man ekki hvort það var, en nýta þessar eðlur sér sjóinn og hafa þannig gnægtir matar. Hér er grein um þær. Einnig eru þar mörgæsir og er sjórinn nógu kaldur fyrir þær. Síðan var byrjað að fjalla um Palmyra eyju Þar sem einu landýrin eru kókoskrabbar og er þeirra aðal fæða kókoshnetur sem ekki skortir á eyjunni en borða þeir samt eiginlega hvað sem er. Þar sem þeir eru einu landdýrin á eyjunni þá stafar að þeim engin ógn nema við aðra kókoskrabba. Ég held að í þættinum hafi verið sagt að kókoskrabbar séu stærstu núlifandi hryggleysingjar í heimi. Þó að krabbarnir ráði landi þá ráða 30 fuglategundir lofti og eru það aðallega hafsúlur. Ef ungi dyer hjá hafsúlu þá eignast foreldrarnir ekki annan fyrr en eftir ár. Hér er grein um súlur en ég veit ekki hvort þær séu þær sömu og hafsúlurnar.Skógurinn þarf á fugllunum að halda vegna fugladrits þeirra sem er hin besti áburður og einnig þarfnast hann hinnar geysimiklu rigningar sem hann fær á hverjum degi. Einnig er sjórinn þakklátur fyrir fugladrit fuglanna því það lendir á yfirborði eyjarinnar og ferðast niður í gegnum eyjuna og niður í sjó og verður áburður fyrir kóralrifin. Í kóralrifi eru um milljón dýr og eru þar gott dæmi um samlífi: kórala og þörunga, þörungarnir ljóstillifa. Páfagaukafiskar eru hjá rifunum og eyðileggja þeir margt en byggja þeir samt margt einnig upp. Eru þar margar tegundir fiska, t.d. 18 tegundir fiðrildafiska. Fær eyjan 12 tíma af sólskini á dag og þegar það kemur nótt þá breytist lítið á landi en mikið breytist í sjó. Þegar nótt kemur þá koma djöflasköturnar á kreik og borða það sem er á botninum í miklum dansi. Við kláruðum ekki nærri því þáttinn en flest allt sem ég er búin að telja upp lifir vegna hafstraumanna við miðbaug.

 Palmyra í allri sinni dýrð.

Heimild myndar → Flott síða.

Á þriðjudaginn gerðum við tilraun og hvað er betri leið til að segja ykkur frá henni en að sýna ykkur skýrsluna. Skýrslan verður svo inn á verkefnabankanum. En vegna þess að ég er veikur get ég ekki nálgast skýrsluna en hún kemur inn eftir 3 daga inn á vekefnabankann. Til að þið vitið svona nokkurn veginn hvernig þetta virkar þá var þetta tilraun um hröðun og við mældum 25 metra langa braut úti á malbiki við merktum inn 5, 10, 15, 20, 25 metra millibilin og tókum tíma á bolta. Við köstuðum bolta og í hvert sinn sem boltinn fór framhjá merkjunum var merktur inn millitími og þannig gátum við fundið út hröðunina með útreikningum sem byggðust á vegalengdum og tíma. En vegna þess að lang best er að sýna ýtarlega hvernig tilraunin virkaði þá bið ég ykkur að skoða skýrsluna þegar hún kemur inn en ekki á morgun því þá er frí í skólanum og ég kemst ekki að henni því hún er vistuð í skólanum svo að þið skuluð skoða verkefnabankann eftir 2, 3 daga.

Fréttir.

Hér eru 3 myndbönd um hin 3 lögmál Newtons. Nr. 1     Nr. 2     Nr. 3

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *