Stjörnufræði!!!

Hæ hæ.

Við erum byrjuð í nýjum hlekk sem heitir stjörnufræði og er hlekkur 4. Í þessum hlekk munum við ekki taka próf heldur munum við eyða seinni tímanum á þriðjudögum í glærukynningu um eitthvað tengt stjörnufræði. Ég er að fjalla um svarthol og eru það að mínu mati örugglega það áhugaverðasta í geimnum vegna eignleika sinna, en þess vegna er það einnig mjög þungt umfjöllunarefni. Glærukynningarnar verða það sem við fáum einkunn fyrir í lok hlekkjarins og gildir hún 30 % af annar einkunn. Einkuninni er skipt í þrjáhluta: 10 % gefa foreldrar, 10 % gefur bekkurinn þinn og 10 % gefur kennarinn þinn. Mér finnst þetta mjög skemmtilega uppsett og mér finnst gaman að vinna að þessu. Stjörnufræði er skemmtileg og mjög áhugaverð grein að mínu mati og ætli ástæðan fyrir því er eflaust að við vitum svo lítið um alheiminn ennþá og ég hef alltaf hafið gaman að leyndardómum og hinu óþekkta.

Fróðleikur um stjörnufræði

Stjörnufræði hefur verið stunduð í aldanna rás af mönnum og hafa stjörnur, tungl og sólin alltaf verið okkur mikilvægar hvort sem það sé í fræðilegum eða trúarlegum skilningi.

Á fornöld trúðu margir menn því að þegar þú myndir deyja myndir þú verða stjarna á himninum en með öldunum fóru menn að gera kenningar og uppgvötanir í stjörnufræði og þróaðist stjörnufræði þangað til hún varð ein af virtustu vísindagreinum sögunnar. 

Jafnvel þó að menn fyrr á öldum höfðu ekki tæknina sem við höfum í dag þá voru það þeir sem byggðu allt sem stjörnufræðingar á okkar tíma stiðjast við og hefur það hjálpað þeim að gera ótrúlegar uppgvötanir með nýjustu tækni og upplýsingum.

Jafnvel þó að við menn höfum víkkað skilning okkar mann á alheiminum þá eru við enn ekki komin nálægt því að vita eitthvað meira en agnarögn af leyndardómum hans.

Fróðleikur þessi er upp úr mér sjálfum en ég ábyrgist að allt þetta er satt.

Á mánudaginn fengum við hugtakakort og þar skrifuðum við allt sem við vissum um stjörnufræði, t.d. stjörnur, sólkerfi, vetrarbrautir…

Þessi tími var spjall tími og ákváðum við um hvað við ætluðum að búa til glærusýningu um. Kynnti Gyða einnig fyrir okkur bækur og vefi sem við gætum stuðst við. Fengum við bókina Sól, tungl og stjörnur í hendurnar og fjallar hún vel um stjörnufræði og ég mæli með henni fyrir alla.

Við skoðuðum minnir mig engar fréttir en Gyða lét samt inn mjög margar skemmtilegar fréttir og myndbönd á bloggið sitt um þennan tíma hér er það blogg. Hér er einnig náttúrufræði síðan og er þar fullt af flottum krækjum og blogg kennara fyrir tímana. Ég mæli eindregið með því að þið skoðið vel blogg bekkjarfélaga minna á næstunni því ég held að bloggin þeirra verði mjög áhugaverð í þesum hlekk og þið ættuð að leitast eftir því hvort glærukynningarnar verði komnar inn.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna í fyrri tímanum og ég var með Einari í hóp. Vinna í kynningunni í tölvuverinu í þeim seinni.

Hér er stöðvavinnan.

 1. Stjörnuhnötturinn, bókin Alheimurinn – stjörnumerkin. Skoða sérstaklega vel stjörnumerkin á Suðurhveli.
 2. Bók – STS – Verkefni bls. 44
 3. Tölva – Stjörnufræði
 4. Bók – Alheimurinn – Skoða – Hvað er áhugavert?
 5. Tölva – Planet 10 ( Tvær stöðvar ) – ( Við Einar gerðum þessa stöð og hún er stór skemmtileg en plánetan okkar var með 100 °C í yfirborðshita og aðeins bakteríur af ákveðinni tegund gátu lifað af. Einnig var þörf á öðrum geimverum utan úr geimnum og fólk lifði í sérútbúnum skýlum neðanjarðar. Plánet lifði ekki af.)
 6. Bók – Geimurinn – Sólin bls. 14 – 15
 7. Lifandi vísindi 2011 nr. 12 – Umhverfis jörðina…
 8. Bók – Jarðargæði – Orkulind stjarna bls. 48
 9. Bók – STS – Verkefni bls.51.
 10. Teikna – Stjörnufræði fyrir byrjendur bls. 16 – 17 – Flokkun vetrarbrauta – Teikna upp skyringarmyndir.
 11. Lifandi vísindi 2011 nr. 10 – Svipmyndir frá tunglinu…
 12. Galíleió Galílei – Sjónaukinn – Lærum að nota – Skoðum…
 13. Lifandi vísindi – 2010 nr. 1 – Hvernig varð alheimurinn… ( Við Einar byrjuðum á þessari en kláruðum aldrei tíminn var eiginlega búinn um leið og við byrjuðum.)
 14. Bók – Jarðargæði – Verkefni bls. 70

Hér er fróðleikur um svarthol

Svarthol eru stjörnur á lokastigi.

Þær stjörnur sem haf mikinn masa í upphafi verða sprengistjörnur og skiptast þær þá tvo flokka: nifteindastjörnru og svarthol. Þær sem hafa mikinn massa verða nifteindastjörnur og stjörnur sem hafa mjög mikinn massa verða svarthol.

Svarthol hafa mesta þyngdarkraft sem við menn vitum um.

Þyngdarkraftur inn er svo sterkur að ekki einu sinni ljós kemst burt eftir að það fer inn svo að tæknilega séð sogar það í sig ljós. Til að yfir vinna þyngdarkraftinn og komast út í geim frá jörðinni þarf farartæki sem fer 11,2 km/s. Þyngdarkrafturinn hjá svartholum er svo sterkur að hann er sterkari en hraða ljóssins sem er 300.000 km/s og ljós er það fljótasta í alheiminum sem við þekkjum þá hlýtur það að gefa til kynna að ekkert geti sloppið frá svartholi sem fer einhvern tíman inn í það. 

Þyngdarkraftur svarthola er svo mikill að hann meira að segja sveigir tímarúmið.

Þetta er mynd sem sýnir svarthol vera að sveigja tímrúmið.

Heimild myndar.

Hér eru nokkrar góðar slóðir um stjörnufræði

Stjörnufræðivefurinn.

Vísindavefurinn – greinar.

Myndir úr HUBBLE.

Stærðir í alheiminum. Við gerum okkur betur grein fyrir stærð okkar í alheiminum og hér er magnað myndband um það.

NASA.

Fréttir.

Hér er frétt um svarthol.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *