Vísindavaka!!!

Hæ hæ allir saman það er gott að vera kominn aftur! Nú er fríið búið og erum við búin að vera í mögnuðum hlekk. Þetta blogg er fyrir þær tvær vikur sem við vorum í þessum hlekk. Hlekkurinn heitir Vísindavaka er hann eflaust með þeim skemmtilegustu á árinu. Í þesssum hlekk eigum við að velja okkur tilraun til að gera. Við getum búið til okkar eigin tilraun eða gert einhverja tilraun sem við vitum um.Við megum vera í hópum núna var ég í hóp með Elísi Arnari og HelgaValdimar. Við ákváðum að gera tilraun sem heitir Svifnökkvinn. Við fundum þessa tilraun inni á jóladagatali vísndanna. Jóladagatal vísindanna sjá nemendur á verkfræði og náttúruvísnindasviði. Þeir eru með jóldagatal sem gerir nýja, skemmtilega og einfalda tilraun og þegar ellefu dagar voru til jóla gerðu þeir svifnökkvann. Þetta er mjög sniðug síða og hvet ég alla til að nýta sér hana og prófa að gera tilraunir. Hér eru tvær slóðir úr dagatalinu: Jóladagatal vísindanna og eldri tilraunir

Þetta eru nokkur hugtök í vísindum:

  • Staðreynd
  • Ráðgáta
  • Tilgáta
  • Tilraun

                Samanburðartilraun 

                Breyta

  • Kenning
  • Lögmál

Svona er þetta með vísindi.

Fyrst hefurðu staðreynd, t.d. allt sem fer upp kemur að lokum niður.

Næst kemur ráðgáta: Afhverju kemur allt sem fer alltaf aftur niður?

Svo tilgáta: Kannski er einhver kraftur sem dregur það niður.

Tilraun: Samanburður: Gá hvort að ef þú kastar einhverju upp í loftið mis fast, ser einhver munur á köstunum?

Kenning: Kraftur inn sem ég nota við að kasta hlutnum upp er sterkari en sá sem dregur það niður. En með tímanum minnkar krafturinn sem þú notaðir og hinn krafturinn verður sterkari og því fer hluturinn aftur niður.

Lögmál: Þyngdarkrafturinn dregur allt að jörðinni og því detta hlutir niður. Ef þú kastar hlut upp er krafturinn sem hluturinn hefur yfir sterkari þyngdarkraftinum en orka hlutsins tæmist ólíkt orku þyngdarkraftsins og því verður þyngdar krafturinn að lokum yfirsterkari og hluturin fer niður.

Tilraunin sannreynir tilgátuna og verður tilgátan þá að kenningu sem verður lögmál ef hún er rétt. Við þurfum því að framkvæma tilraun til að finna út hvort við höfum rétt fyri okkur. Sýni dæmið að ofan var búið til með Newton í huga.

Þessi fróðleikur er upp úr glósunum frá Gyðu náttúrufræði kennara en einnig hluti hans upp úr mér sjálfum. 

Hér er glærukynningin okkar um tilraunina og útskýri ég frekar niðurstöðuna hér fyrir neðan. Einnig verður glærukynningin inni á verkefnabankanum mínum. visindavaka.2013pdf

Í tilrauninni okkar bjuggum við til svifnökkva sem átti að svífa yfir borðið. Niðurstaða okkar varð þessi eftir að við gerðum tilraunina og skoðuðum hvað upprunalegu heimildarmenn okkar sögðu um ástæðu þess að nökkvinn svifi. Við héldum að ástæðan væri sú að loftið úr blöðrunni myndi mynda loftmótstöðu við borðið og svifi hann því. Við komust að því að við vorum nokkuð nálægt sannleikanum. Þegar loftið fer úr blöðrunni í gegnum tappann myndast um það bil eins millimeters bil milli borðsins og geisladisksins , því svífur nökkvinn. við minnstu snertingu skýst hann um borðið líkt og í þythokkí.

Heimild í tilraun: Jóladagatal vísindanna / Svifnökkvinn ( 11 dagar til jóla )

Hér koma nokkrar slóðir frá bekkjar félögum mínum sem vísa inn á þeirra snilldar tilraunir: Arnþór, Håkon og Ágúst: El Tornadao. — Bjarki: Reyksprengja — Ninna, Sesselja, ylfa og Selma: Köku bakstur ( ótrúlega fyndið ).

Fréttir.

Rannsókn á reykingum.

Svifnökkvinn fullgerður

Er Coca cola krabbameinsvaldandi?

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *