Eðlisfræði – Grunnur alls

Hæ hæ.

Við byrjuðum á nýjum hlekk í dag og erum við núna að fara í Eðlisfræði. Hlekkurinn heitir Varmi, orka og rafmagn. Eðlisfræði er sú grein sem ég á erfiðast með en ætla ég að gera eins vel og ég get og er ekki hægt að gera meira.

Á mánudaginn var fyrirlestur um varma ( varmi er ekki sama og hiti ). Við fengum glósur og hugtakakort. Við lærðum í hvaða myndum orka er til í heiti á mismunandi orku og staðreyndir um varma og hita.

Fróðleikur

 • Orka hefur mismunandi form, svo sem 
 1. Hreyfiorka – Orkan sem hlutur hefur sökum hreyfingar sinnar.
 2. Stöðuorka – Stöðuorka er orka sem kerfi hefur vegna mismunadi krafta. Hún því meiri stöðuorka með því hvað kerfi eða hlutur er hátt uppi.
 3. Varmaorka – Varmaorka er hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda. Því meiri hreyfing því meiri varmi.
 4. Efnaorka – Sú orka sem er í hlutum. Dæmi: orkan sem þú færð við að borða epli, líka olía.
 5. Rafsegulorka – Dæmi um þessa orku er rafmagn sem er framleitt með rafseglum.
 6. Kjarnorka – Sú orka sem leysist við það að við kljúfum kjarna efnis, við það sleppur út feyki mikil orka. Erfitt er að kljúfa kjarnann.
 • Varmi og hiti er ekki nálægt því að vera það sama. Jafn vel þó að enska orðið yfir hita / hlýju er warm.
 • Því heitari sem hlutur er því stærri er hann. Hiti hefur áhrif á þenslu.
 • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
 • Varmi er mældur í Kaloríum og júlum.
 • Varmi flyst um á þrennan máta.
 1. Varmaleiðing – Bein snerting.
 2. Varmaburður – Varminn beerst með straumi straumefnis. Á við þegar hann berst í gegnum vatn eða loft. Þetta tekur meiri tíma.
 3. Varmageislun – Varminn ferðast í gegnum rúm / tómarúm sem geisli. Þarf ekki efni. Svo sem sólarljós.
Á þriðjudaginn tókum við könnun úr fyrirlestrinum um varma. Við fengum fimm spurningar og eina auka spurningu.
 1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi? SVAR: Varmi flyst með varmaburði, varmileiðingu og varmageislun.
 2. Hvað er sameind? SVAR: Ég rétt svo slapp með þessa spurningu með því að fá 8 af 20 stigum, ég svaraði: Sameind samanstendur af róteind, nifteind og rafeind. Efni saman stendur af sameindum. Fyrri setningin er röng því þetta á við um frumeind en gyða ákvað að gefa fjögur stig fyrir þetta. Seinni hlutinn er réttur en það vantaði upp á svo að ég fékk bara fjögur stig.
 3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur? SVAR: Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku. Hann er mældur með hitamælum og í gráðum á celcius og Kelvin, ( Fahrenheit ).
 4. Teldu upp að minnsta kosti fimm tegundir orku. SVAR: Hreyfiorka, Stöðuorka, Efnaorka, Rafsegulorka, Kjarnorka og Varmaorka.
 5. Hver eru áhrif hita á sameindir / efni? Því heitari sem hlutur er því meiri þenslu hefur hann. Við hita hreyfast sameindir hraðar og við það þenst efnið út. Þegar efni kólnar koma þveröfug áhrif.
 6. Auka spurningunni svaraði ég ekki en hér er hún. Hví er auðveldara að þrýsta gasi saman en vatni.
Út af villunni í nr. 2 þá fékk 8,8.
Í seinni tímanum vorum við í tölvuverinu og áttum við að skoða þessi skemmtilegu myndbönd Eureka og Eureka. Þetta eru skemmtilegir og sniðugir þættir. þeir setja eðlisfræði í form sem allir geta skilið og mæli ég með þeim til allra. Hér eru fleiri: Eureka.
Hér er náttúrufræðisíðan sem er blogg kennarans um tímanna og er þar oft fullt af skemmtilegu efni handa öllum.
Fróðleikur um…
 Þett er mynd af sólarorku plötum og vindmyllu. Sólarorka er rafmagn sem er unnið úr varmaorku, sólarljósi.
Kv.
STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *