Hvítá

Hæ hæ við byrjuðum á mánudaginn í nýjum hlekk, nr. 7. Þessi hlekkur fjallar um hvítá og flest allt tengt henni. Svo sem jarðfræði og vistkerfi. Við vorum í fríi á þriðjudaginn svo að ég blogga bara um mánudaginn og þess vegna mun þessi blogg færsla vera styttri en flestar aðrar.

Á mánudaginn byrjuðum við í hlekknum og fengum glósur og hugtakakort. Glósurnar sem við fengum voru um jarðfræði og voru þær, þær sömu og við fengum þegar við fórum í hlekk um Hvítá í sjöunda bekk. Ekki voru allir í Flúðaskóla í bekknum okkar þá svo að fyrir utan þau var þetta upprifjun. Við ræddum líka um efnið og sérstaklega það að Hvítá hafi flætt yfir bakka sína fyrir stuttu og Auðsholt bæirnir lokuðust af á hæðinni sinni. Ég og mamma fórum að nýju Hvítár brúnni og tókum myndir og ég hef aldrei séð svona áður. Einnig fórum við að veginum til Auðsholts og var Auðsholt á lítilli eyju í miðju fllóðinu, það var svakalegt. Hér á eftir kemur svo lítill fróðleikur um jarðfræðina upp úr glósunum sem við fengum og einnig myndir af ánni sem við tókum.

Fróðleikur um Hvítá

 • Hvítá er jökulá.
 • Þriðjalengsta á landsins.
 • Upptökin við Langjökul.
 • Oft koma mikil flóð í Hvítá.
 • Sogið er lindá sem kemur úr Þingvallavatni.
 • Þingvallarvatn er stærsta náttúrulega vatn landsins.
 • Mest allt vatn þess kemur út uppsprettum.
 • Sogið er stærsta lindá Íslands.
 • Þegar Sogið rennur út í og blandast við Hvítá kallast hún eftir það til hafs Ölfusá.

Einnig fórum við vel í jökla o.fl.

Fróðleikur – Jarðfræði

 • Ytri öfl jarðar eru:

 

  1. Vindur
  2. Öldugangur
  3. Jöklar
  4. Frost
  5. Úrkoma
  6. Vatnsföll

 

 • Innri öfl jarðar eru:

 

  1. Eldgos
  2. Jarðskjálftar
  3. Skorpuhreyfingar

 

 • Innri og Ytri öfl jarðar eru þau sem hafa áhrif á jörðina. Innri koma úr iðrum jarðar. Ytri koma ekki úr iðrum jarðar.
 • Til eru þrír megin flokkar fljóta eða ára.
  • Dragár
   1. upptök þeirra eru óglögg.
   2. Veðrið ræður rennsli og hitastigið sveiflar til og frá. Oft frjósa þær alveg.
   3. Stóra og litla lax – á sem dæmi.
  • Lindár
   1. upptökin sjást glöggt, upp úr lindum eða uppsprettum.
   2. Vegna þess að þær koma upp úr uppsprettum og lindum hafa þær jafnt rennsli ( stjórnast ekki af veðri ) og jafnt hitastig.
   3. Sogið sem dæmi.
  • Jökulár
   1. Koma úr jöklum.
   2. Rennsli háð veðri og mikil dægursveifla.
   3. Óhreinar af framburði. Gruggugar og skítugar.
 • 4 tegundir jökla eru til og eru þær:
  • Hjarnjöklar
   • Allir stærstu jöklar landsins. T.d. Vatnajökull.
  • Skriðjöklar
   • Afrennsli stærri jökla. ( Skríða áfram ).
  • Daljöklar
   • Fáir á Íslandi.
  • Skálar og hvilftarjöklar
   • Algengastir í Eyjafjarðarhálendinu.

Hér eru nokkrar myndir frá mér af flóðinu.

    

  

 

Fréttir.

Fréttir af Hvítá.

Hvítá.

Lækning við HIV

Vel gengur hjá EVE online sem er íslenskur tölvuleikur sem hefur breiðst um heiminn.

Kv.

 

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *