Vistkerfi Hvítár

Hæ hæ.

Á mánudaginn héldum við áfram með Hvítá og fengum nýjar glósur sem voru um líffræði.  Við rifjuðum upp hvað vistfræði væri, einnig um frumbjarga, ófrumbjarga lífverur, sunrendur og að lokum fæðukeðjur og fæðuvefi. Var þetta flest allt upprifjun og ég spurði til dæmis hvað formúlan fyrir ljóstillifun væri því ég mundi það ekki. Formúlan er orka + CO2 + H2O → C6 H12 O6 + O2 eða Orka + koldíoxíð + vatn → glúkósi ( sykur ) + súrefni. Vistkerfi er tengslin og kerfið milli lífvana hluta og lífvera. Fæðukeðja er hvernig nokkrar lífverur afla sér fæðu. Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast. Við fórum sérstaklega vel í Kerlingar fjöll.

Þetta er dæmi gerð fæðukeðja. Dádýrið étur grasið, úlfurinn étur dádýrið og þegar úlfurinn deyr verður hann að mold og út af sólinni sprettur gras úr moldinni.

Þetta er fæðuvefur og er hann myndaður úr fæðukeðjum sem skarast. Smelltu á myndirnar til að vita hvar þær koma.

Smá fróðleikur um líffræði.

 •  Vistfræði er fræðigrein sem er um samskipti lífvera og tengsl þeirra við umhverfið.
 • Vistkerfi er ein heild sem nær til alls innan þess, dauðra eða lifandi.
 • Vistkerfi eru mismunandi.
 • Allt innan vistkerfisins verður að starfa sem ein heild til að það raskist ekki.
 • Ef ég myndi girða skóg af og henda fullt af köttum inn í hann myndi ég raska vistkerfinu, kerfinu.
 • Frumbjarga lífverur ljóstillifa og framleiða sína orku sjálf. Plöntur t.d.
 • Ófrumbjarga lífverur verða að borða og sofa til að fá orku. Menn t.d.
 • Sundrendur eru þeir sem sundra dauðum leifum hinna flokkanna. Svo sem sveppir.
 • Vatn er ekki það sama og vatn. 
 • Vatn úr jökli er ekki líkt og vatn úr uppsprettu. Ís og fljótandi vatn er ekki eins.
 • Ólíkt eftir stöðum. Hvað er í því?
 • Kerlingafjöll eru eldfjöll. 
 • Þar er að finna eitt dæmi enn um sambýli fléttna, sveppa og þörunga.
 • Fléttur
 • Kerlingafjöll
 • Vistkerfi

Á þriðjudaginn kláruðum við í fyrri tímanum glærupakkann síðan í gær og fjölluðum um Þingvelli og fleira. Við fórum í stöðvavinnu í tölvuveri í seinni tímanum. Hér eru stöðvarnar. Ég gerði stöð 13 og er hún inn á verkefna bankanum.

 1. Vatnssýni – Skoðum í smásjá sýni úr lindá annars vegar og hver hins vegar.
 2. Flóra Kerlingarfjalla skoða plaköt og greiningarbætur. Plöntu vefsjá NÍ
 3. Þingvellir – Lífríki vatnsins.
 4. Þingvellir – Framtíð – Lesa í Þingvallar bókum.
 5. Hugtakakort og glósur – Betrumbæta og snurfusa.
 6. Frumbyggjar Íslands – C. islandicus og C. thingvallensis.
 7. Líffræðilegur fjölbreytileiki – Verkefni.
 8. Barrtré á Þingvöllum.
 9. Skoða frumbjarga lífverur sem lifa í vatni – Teikna – Læra.
 10. Hvað er jarðhiti – Jarðhitakort.
 11. Lífríki í vatnasviði Hvítár – Teikna og bæta við vegg í Háhnjúki.
 12. Ýmis fróðleikur um svæðið – Valdar bækur til að skoða.
 13. Heimsminjaskrá – Hvað er UNESCO og hvaða staðir eru á heimsminjaskrá?
 14. Vatnið Vesijärvi – Frá þörungasúpu til útivistarsvæðis.

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *