Daily Archives: apríl 16, 2013

Hæ hæ.

Á mánudaginn fengum við glósur um veirur og bakteríur og fyrirlestur frá Gyðu um efnið. Við fórum í eftir farandi sem dæmi: Stærðir. Hve margar bakteríur séu í líkamanum, ( frumurnar eru 10 í þrettánda veldi en bakteríurnar 10 í fjórtánda veldi ). – Samanburður á veiru og bakteríu, veira telst ekki til líffvera en baktería gerir það. Gyða setti þetta blogg vegna uppbyggingu lífvera. – Hvernig virkar pensillín? Pensillín virkar þannig að þú ert sprautaðir með meinlausu magni af veirunni sem verið er að bólusetja fyrir.  Veiran getur ekki gert þér mein en þegar ónæmiskerfið verður vart við hana reynir það alls kyns leiðir til að drepa hana og þegar hún finnur mótefnið og drepur veiruna þá mun mótefnið vera enn til í ,, minninu ´´ og þegar veiran ræðst á þig þá veit ónæmiskerfið hvernig á að drepa hana. Þetta er svolítið svona að nýr skriðdreki ræðst á þig þú þróar með þér vopn sem getur eytt honum og setur það svo í vopnageymsluna þína og þegar árás er gerð nærðu í vopnið og sigrar.

Fróðleikur

 • Veirur eru sníklar og því skaða hýsil frumur sýnar.
 • Meginhlutar veira er erfðaefni og hjúpur úr prótíni.
 • Veirur teljast ekki til lífvera. Ástæður:
  1. Þær eru ekki úr frumum.
  2. Hafa ekki sjálfstæð efnaskipti.
  3. Þær eru háðar öðrum líffverummeð fjölgun.
  4. Nærast ekki og þurfa ekki orku.
  5. Lifa ekki utan fruma.
  6. Veirur eru agnarsmáar mun minni en bakteríur.
 • Veirur fjölga sér í lifandi frumum.
 • Veiran festir sig við frumuna og sprautar erfðaefni inn í frumuna. Erfðaefnið tekur yfir frumuna margfaldast og að lokum springur fruman og heil ný kynslóð af veirum til árásar.

Á þriðjudaginn vorum við í plakata vinnu. Við gerðum plaköt um kynsjúkdóma. Ég og Bjarki vorum með HIV veiruna sem verkefni. Við fjölluðum um sjúkdóminn en ég gerði ýtarlega grein um fólk sem læknaðist af veirunni ég ætla lítið að tala um þetta því að ég mun láta hana inn einhvern tímann í næstu viku. en hér eru nokkrar síður þar sem þú getur fræðst um sjúkdómana: Ástráður, doktor.is, HPV, Landlæknis embættið, Kynfræðsluvefurinn. Um HIV lækningar: Mr. Brown     Stúlka

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta er ekki vikublogg heldur blogg þar sem við bloggum um fræðsluheimildar mynd sem við sáum í dag. Myndin hét Frosen Planet út sett af David Attenborough en af því þetta er íslensk útgáfa var Íslendingur að segja frá. Ég ætla einugnis aðeins að segja frá því helsta en einnig  láta inn linka og myndir. Myndin var um Suður  go Norður heimsskautið að sumri til.

Við byrjum í noðri. Vegna sólarinnar myndast skapandi landslag í ísbreiðu sem er búin að haldast óbreytt í allan vetur. Á þessari 250 km löngu íslengju mynduðust margir fallegir fossar. Á hverju ári leysist hin mikla ísbreiða upp og mikið landflæmi kemur í ljós.

við fylgjumst fyrst með Hvítabjarna fjölskyldu. Húnarnir eru 6 mánaða en verða háðir mömmu sinni í 2 ár enn. Síðan förum við og fylgjumst með karldýri sem er að reyna að veiða sel en ísinn heldur þessum 1/2 tonna dýri uppi og því þarf hann að synda og hefur þá selurinn yfirhöndina.Ylur sólarinnar á sumrin vekur heimsskautið aftur til lífsins eftir dvalann sem það var í um veturinn.

Ísbreiðan hopar og efitr er gróðusrsælt land en trjálaust. Margar fuglategundir koma hér um sumarið og verpa. Þar á meðal Þórshanar sem verpa leita sér að æti þarna eftir ferð þeirra frá hitabeltinu. 1800 kríur hafa komið um langan veg til að verpa. Æðarfuglinn er sniðugur og notar kríurnar sem verði og verpir mitt á meðal þeirra. Björn nálgast kríu byggðina og hann getur á einum degi eytt 100 hreiðrum en kríurnar reka hann á brott. Kríurnar veiða allan daginn til að gefa ungunum og byggja upp forða fyrir veturinn og förina suður.

Ísinn inni í landi er horfinn og þar er Snæuglu fjölskylda og faðirinn stoppar aldrei að veiða því hann þarf að veiða 1000 fyrir fjölskylduna á ákveðnum tíma. Seinna eru ungarnir orðnir stærri og eru stórir dúnboltar sem eru háðir foreldrum sínum. Ískjói er ógn við ungana en uglurnar reka hann burt og þá kemur matartími. Nú þarf fleiri en einn læmingja í ungana.

Úlfa fjölskylda með 6 vikna ylfinga sem eru alltaf svangir en foreldranir geta sjaldan gefið þeim nóg. Foreldranir reyna að afla matar með því að veiða sauðnaut sem eru á leið í grösugri haga í dölunum. Úlfarnir þurfa að ferðast 130 km á dag til að ná sauðnautunum. Nautin eru hættuleg, sterk og með horn. Úlfarnir reyna við kálf og nota þróaða veiðitækni og tvístara hópnum og einangra kálfinn en sauðnautin koma honum til bjargar og halda hlífisskildi yfir honum. Úlfarnir hafa ekki orku í aðra árás og fara því vonsviknir heim.

Suðurskautið

náttúran á Suðurskautinu er svipað noðrinu nema hvað það eru önnur dýr þar.Við hittum fyrst 400.000 konungs mörgæsir á strönd suður Georgíu. U miðjan dag getur hitinn farið upp 17° og mikil hætta er að dýr of hitni. Stóru nágrannar þeirra eru sæfílar sem nota blautan sand sem sólarvörn. Mikil hætta er fyrir ungana að of hitna. Þeir byrja ekki að synda fyrr en eftir tvo mánuði frá þessum punkti. Ungar mörgæsanna hafa ráð og er það að vaða og leggjast í drullupoll sem á svona stundum verður að hinni fínustu heilsulind. Fullorðnu mörgæsirnar hafa betri, árángursríkari og þrifalegri leið til að kæla sig heldur en ungarnir. Þeir stinga sér til sunds í sjónum.

Strönd suður Georgíu er 160 km löng strandlengja á norður strönd suðurskautslandsins. Þar er stærsta spendýra byggð á þessum hluta jarðar. Það eru loðselir og eru þeir 5 milljónir. Hver brimill hefur 15 urtur og eignast þær ungana á 10 degi og eru þá strax aftur tilbúnar til mökunar aftur. oft berjast brimlar um urtu hópa og oft í hamaganginum verða kópar viðskila frá mæðrum sínum.

Suðurskautið bráðnar fyrst á norð vestur skaga landsins og kemur þar í ljós 800km strönd sem hefur ekki sést í 7 mánuði. undir ísbreiðunni eru þörungar á ísnum og fiskitegundinn kríli eða áta eru þar einnig og eru borðaðar af selunum. Þörungar eru uppistaðan í fæðu krílanna og eru krílinn uppistaða alls dýralífs á þessum slóðum. Hnúfubakar veiða þau t.d. þeir sía þau frá vatninu á yfirborðinu. refnur koma einnig í veisluna og einnig háhyrningar með 2 m bakugga og með kálf með sér. Ein hrefna var ein á ferð og háhyrninga hópur sá hana og notaði herkænsku til að ná henni og á endanum náðu þeir henni.

Að lokum sáum við aðalsmörgæsir og borða þær samtals 1,5 tonn af kríli sem er megin uppistaðan í fæðu þeirra. Ungunum þeirra stafar hins vegar ógn af suðurpóls skúmnum sem reynir að ná þeim.

Þetta var allt sem gerðist í myndinni og var hún mjög heillandi. Kuldi. Meginland. Fréttir. Gott eldgos.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN