Vikublogg og frumverur

Hæ hæ. ég ætla ekki að skrifa mikið í þessu bloggi því að ég skrifaði svo mikið í Frosen Planet blogginu sem er einnig fyrir þessa viku.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur frá Gyðu um frumverur sem er risastór flokkur lífvera. Þú skiptir þeim í frumdýr og frumþörunga seinna ljóstillifar en fyrra er ófrumbjarga.Stundum eru frum verur bæði frumbjarga og ófrumbjarga Eina sem frumverur eiga sameiginlegt er að þær eru einfruma og með afmarkaðan kjarna og því eru þær svo ólíkar.

Fróðleikur.

Frumverur –

 • komu til sögunnar fyrir 1,5 milljörðum ára.
 • voru fyrstu lífverurnar sem voru með kjarna.
 • eitt af ríkjunum 5.
 • flestar búa í vatni því þær hafa ekki blóð eða æðakerfi og því fá þær allt í gegnum frumuvegginn og því virkar vatn mjög vel að koma efni til skila.
 • 2 megin hópar þeirra eru frumdýr og frumþörungar.

Frumdýr –

 • eru slímdýr, bifdýr, svipudýr, gródýr.
 • líkjast dýrum að lifnaðar háttum.

Frumþörungar –

 • framleiða 60 -70 % af súrefni jarðar.
 • kallast oft plöntusvif.
 • eru t.d. augnglennur, kísilþörungar, skoruþörungar, gulþörungar og grænþörungar.
 • eru undirstaða allrar fæðu á jörðinni ( ekki kanski á landi og ég er aðallega að tala um plöntusvif ).

Fróðleikur úr glósunum hennar Gyðu.

Frumdýr.  Plöntusvif. Grænþörungar.

Heimild myndar: frumveru. Held að þetta sé þörungur.

Heimild myndar: Bifdýr.

Fréttir.

Hér er skemmtileg grein.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *