Monthly Archives: maí 2013

Bully

Hæ hæ.

Við horfðum á heimildarmynd um daginn að nafni Bully. Hún er um einelti. Þetta er besta mynd sem ég hef séð um einelti ( 3 málsgrein ) og snerti hún mig mjög mikið. Ég hafði að vísu séð hana áður en hún var samt sem áður enn mjög sorgleg. Hún segir frá lífi nokkra krakka og unglinga og líf þeirra í dag og áður. Öll hafa þau lent í miklu og hræðilegu ofbeldi. Einn lendir í miklu líkamlegu ofbeldi frá þeim sem hann heldur að séu vinir sínir. Ein stelpan lendir í svo miklu ofbeldi að hún hótar skólabíl með byssu og fyrir það þurfti hún að vera í fangelsi í marga mánuði þó hún hafi verið að verja sig. Önnur stelpa tilkynnti það að hún væri lesbía og samfélagið snéri baki við henni. Kennarar sögðu frá morðum á samkynhneigðum og fólk sagði að hún væri ógeðsleg. hún reyndi að fremja sjálfsmorð nokkrum sinnum. Foreldrar hennar voru áður á móti samkynhneigðum en þegar þeir sáu hvað það var hræðilegt fyrir samkynhneigða. Þau buðu henni að þau myndu flytja en hún sagði nei því þá hefðu þau unnið.Sagt er frá tveimur strákum sem frömdu sjálfsmorð vegna ofbeldis. Qute: ,,Ef þú drepur sjálfan þig til að tryggja að hlutirnir geti ekki orðið verri þá tryggir þú líka að hlutirnir geti ekki batnað“. Það er sagt frá lífi þeirra og hvernig pabbi eins þeirra bjó til samtök sem eru alþjóðleg og vinna gegn einelti. Of fá eru þau samtök og stofnanir sem vinna gegn einelti og til að hlutirnir batni þurfa skólarnir, kennararnir og samfélagið að batna. Vilt þú að barnið þitt lendi í einelti? Upplýstu börnin þín um hve hræðilegt og ófyrirgefanlegt einelti er og hjálpaðu að gera heimnn að betri stað. Bully trailer.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ. Þetta er síðasta blogg vetrarins, því miður. :( Þetta verður stutt og lag gott.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur um sveppi. Smá fróðleikur: Sveppir eru ekki frumbjarga heldur lifa á því að sundra leifum lífvera en stundum lifandi. Það sem við sjáum vanalega og köllum svepp. Sveppurinn eru fjölmargir þæðir, eiginlega rætur, og það sjáanlegan sem er einungis aldinið. Sveppir eru rotverur og stuðla að rotnun. Sveppum er skippt í 5 flokka. Við skoðuðum þetta, þetta og hér er grein um berserkjasvepp. Hér er einnig skemmtilegt myndband af býflugu.

Fróðleikur – Gyða, glósur.

Hér er mjög áhugaverð frétt um sólar orku í arabalöndunum. Þetta er um risastórar áætlanir um kjarnorkuver og mikið um risastór sólarorkuver og því hreina orku. Eru þeir að byggja umhverfivæna framtíðar borg. Aðrar þjóðir gagnrýna þetta og segja að með þessu auki Arabalöndin olíuframleiðslu og olíu útflutning. Mér finnst að þeir eigi ekki að kvarta. Þeir eru að kaupa olíuna og af hverju eiga Arbalöndin frekar að nota olíuna og fá mengunina. sólar og vind orka. Einnig staðsetning. Kjarnorka.

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í Flúðasveppi og gerðum skýrslu varðandi þá ferð hér er hún: skyrslasveppirpdf

Fréttir og náttúrufræði síðan

Takk fyrir annan frábæran vetur og vil þakka Gyðu fyrir frábært ár. Við sjáumst aftur á næsta ári. Takk fyrir mig.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ. Við vorum mjög lítið að gera í síðustu viku og var þetta því mjög róleg vika. Þess vegna verður þetta stutt blogg.

Á mánudaginn var umræðu tími og skoðuðum við blogg og fréttir og því eru hér öll bloggin og ein frétt. Þessi frétt er búinn að gjör byllta öllum læknaheiminum. Læknar eru ósammála með hve mikið sé til í þessu og er mikil umræða farinn af stað. Þetta á vel við hlekkinn sem við erum í og einnig hefur pabbi minn mikinn bakverk svo að þetta er líka persónulegt. Pabbi talaði um það að í útvarpinu var umræða um þetta og sagði hann að þetta virkaði ekki á eitthvað líkt og Brjóstklos heldur frekar á Kónískar bólgur sem eru líklegri að valdar þeirra séu bakteríur og að bakteriur auki vandann. Þetta virkar að vísu ekki í hans tilfelli en hjá mörgum öðrum. Þessi meðferð virkar í 40 % tilvika og er auðvitað enn á byrjunar stigi og á eftir að þróast mjög mikið en þetta opnar alveg nýjan ókannan kafla í lækna vísindum og við vitum aldrei hvað gæti gerst! Sýklalyf ( ég tek enga ábyrgð hvort að þessi grein sé rétt en hún er það besta sem ég fann ). Fréttin aftur.

Á þriðjudaginn skðuðum við þessi mynd bönd og þessa linka. VisteyMyndbandHverastrýturSvifþörungarKalksvifþörungurFlokkunarfræði, frumverur. Við nýttum seinni tímann í það að klára skýrsluna. Gyða mér þykir það ægilega leitt að hún sé ekki kominn inn á verkefnabankann. Ég held að ég hafi gleymt að savea hana eða þá alla vega ekki fundið hana. Á morgun mun ég reyna eins og ég get að finna hana í tölvukerfinu í skólanum því ég held að ég hafi svaveað hana einhvers staðar en ég bara fann hana ekki. Ekki láta það heldur bitna á Einari sem var með mér í hóp að ég sé ekki búinn að láta hann hafa skýrslu til að láta inn á verkefnabankann.

Fréttir.

Náttúrufræðisíðan – kennara blogg.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN