Bully

Hæ hæ.

Við horfðum á heimildarmynd um daginn að nafni Bully. Hún er um einelti. Þetta er besta mynd sem ég hef séð um einelti ( 3 málsgrein ) og snerti hún mig mjög mikið. Ég hafði að vísu séð hana áður en hún var samt sem áður enn mjög sorgleg. Hún segir frá lífi nokkra krakka og unglinga og líf þeirra í dag og áður. Öll hafa þau lent í miklu og hræðilegu ofbeldi. Einn lendir í miklu líkamlegu ofbeldi frá þeim sem hann heldur að séu vinir sínir. Ein stelpan lendir í svo miklu ofbeldi að hún hótar skólabíl með byssu og fyrir það þurfti hún að vera í fangelsi í marga mánuði þó hún hafi verið að verja sig. Önnur stelpa tilkynnti það að hún væri lesbía og samfélagið snéri baki við henni. Kennarar sögðu frá morðum á samkynhneigðum og fólk sagði að hún væri ógeðsleg. hún reyndi að fremja sjálfsmorð nokkrum sinnum. Foreldrar hennar voru áður á móti samkynhneigðum en þegar þeir sáu hvað það var hræðilegt fyrir samkynhneigða. Þau buðu henni að þau myndu flytja en hún sagði nei því þá hefðu þau unnið.Sagt er frá tveimur strákum sem frömdu sjálfsmorð vegna ofbeldis. Qute: ,,Ef þú drepur sjálfan þig til að tryggja að hlutirnir geti ekki orðið verri þá tryggir þú líka að hlutirnir geti ekki batnað“. Það er sagt frá lífi þeirra og hvernig pabbi eins þeirra bjó til samtök sem eru alþjóðleg og vinna gegn einelti. Of fá eru þau samtök og stofnanir sem vinna gegn einelti og til að hlutirnir batni þurfa skólarnir, kennararnir og samfélagið að batna. Vilt þú að barnið þitt lendi í einelti? Upplýstu börnin þín um hve hræðilegt og ófyrirgefanlegt einelti er og hjálpaðu að gera heimnn að betri stað. Bully trailer.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *