Vika 2. – Áfram gakk

Hæ hæ við þurftum ekki að klára síðustu bloggfærslu svo þess vegna er hún svona. við erum nú í náttúrufræði á mánudögum og fimmtudögum, en þá er kynjaskipt. Ykkur til stuðnings set ég hér inn náttúrufræði síðuna. sem er heima síða náttúrufræðinnar og er þar blogg kennarans um tímanna og margt fleira gagnlegt og skemmtilegt. Náttúrufræði síðan. Hér er einnig til viðmiðs hinar bloggsíður skólafélaga minna flokkaðar undir bekkjum ég er í 10. bekk.

Á mánudaginn eyddum við fyrri tímanum í að spjalla um hvernig veturinn ætti að vera. Einnig spjölluðum við um Danmerkurferðina sem við vorum að koma úr. Fyrsta færslan mín í vetur var um muninn á vistkerfunum á Íslandi og Danmerku. Kannski mun ég klára hana en við sjáum til.  Við munum gera ritgerð í vetur og erum við nú í Vistfræði en munum svo skipta yfir í erfðafræðina. Við erum að styðjast við bókina Maðurinn og náttúran sem mun vera okkur til hjálpar í hlekknum. Í seinni tímanum þá vorum við í tölvuveri og gerðum Danmerkur færsluna.

 

Á fimmtudaginn vorum við kynjaskipt og því vorum við strákarnir einir í tíma með Gyðu. Við töluðum um námsáætlunina og hlekkinn. við unnum í hugtakakortinu og fengum svo stuttan fyrirlestur úr hluta af glósunum sem við einnig fengum í tímanum. Töluðum við aðallega um vistfræði og er það sú grein vísinda sem sér um náttúruna, vistkerfi og jafnvægið þar. Það sem er áhrifa mesti hlutinn í vistkerfi er maðurinn. maðurinn hefur raskað ótal mörgum vistkerfum og er því valdur margra útdauða margra tegunda. Ef maðurinn myndi til dæmis byrja ofveiði á síld þá myndi fæða margra tegunda snarlega lækka og tegundir sem síldin hélt í jafnvægi myndi fjölga upp úr öllu valdi. Þar með væri maðurinn búinn að raska vistkerfinu og þess vegna eru til dæmis til friðunar lög og bann við ofveiði. Þennan fróðleik var að hluta til að finna í glósunum hennar Gyðu en sumt kom frá því sem ég hef lært í gegnum árin. Við fórum í stöðvavinnu í seinni tímanum. Ég og Bjarki unnum saman og við fórum á smásjár stöðina sem er lituð. okkur gekk ekkert allt of vel en við enduðum með að klára en þá var tíminn búinn.

  1. Mólikúl – Byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna… og stillum af.
  2. Laufblað – Skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna.
  3. Hringrás kolefnis – Teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
  4. Hvaðan fá plöntur næringu – Verkefnablað og pælingar
  5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
  6. Fæðukeðja – Fæðuvefur
  7. Orkusparnaður – Stærðfræði
  8. Flatarmál laufblaða – Lífið bls. 243
  9. Yrkjuvefurinn – Tölvustöð
  10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – Sjálfspróf  – Tölvustöð

Hér góð mynd sem Gyða sýndi okkur. Þetta er hugtakakort um hlýnun jarðar. Heimild.

hlynun

Fréttir.

Skemmtileg frétt um nýja tegund hákarla.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *