Vika 3 – Avatar – Landnám í nýja Ameríku?

Hæ hæ, þetta er aðeins öðruvísi en vanalega en hér er náttúrufræði síðan með bloggi kennara og fleiru skemmtilega. Náttúrufræði síðans10. bekkur. Hér er einnig blogg skólafélga minna.

Á mánudaginn voru um ræður um vistkerfi og þess háttar. Við skoðuðum einnig fréttir og greinar. Eins og… Birkiskógar – mér finnst þetta sorglegt. Við komum til landsins og þá var 1/4 Íslands skógi vaxið. nú er ekki brotabrot af því eftir. Einungis 5 % flatamáls af birki vaxandi og á flatarmáli þess við landnám. 1.200 ferkílómetrar eru vaxnir birki, við landnám voru það 25 – 30.000 ferkílómetrar. Mér finnst frábært að þessi grein sé að reyna að endurheimta skógana og ég vona að það gangi vel. Súrnun hafsins – Þetta er varúðarlegt og ætti ekki að líta framhjá. Hér eru þrennir linkar sem við skoðuðum ekki en Gyða setti inn og mér finnst þeir mjög góðir og þess verðugir að skoða. Ramsarsamningur – Líffræðileg fjölbreytni Náttúra norðursins. Hér er ein frá mér.

Í seinni tímanum unnum við niðri í tölvuveri að spurningum sem eru hér inn á náttúrufræði síðunni ( neðsta færslan ) en best er bara sína ykkur svörin mín. Opnið PDF skjalið.

Nú kemur skrítni parturinn. Á fimmtudaginn var einungis skóli til hádegis vegna þess að margir fara á móti safni ( fjallsafninu, kindur ). Við erum kynjaskipt þá og seinni tímarnir eftir hádegi og þess vegna voru strákarnir þeir einu sem voru í náttúrufræði þann dag. Við horfðum á brot úr myndinni Avatar. Sem er vísindaskáld saga um hermann sem fer til fjarlægs tungls til að vinna þar í vísndalegu verkefni námu fyrirtækis þar. Á plánetunni eru infæddir sem kallast Na’vi. Þeir eru ,,Humanoids“ eða verur sem svipar til með mönnum. Þeir eru þriggja metra háir, bláan hörundlit og sterk byggðir. Þeir svipa til katta og manna. Þeir elska náttúruna og virða hana. Þeir hafa tengsl við aðrar lífverur í gegnum þræði sem eru í því sem við myndum kalla hár í tagli. Svona geta þeir bundist böndum við dýr og hálfgerðan guð þeirra sem er tré. Þetta tré þeirra er í raun vitsmuna vera og eiginlega plánetan: ,,Móðir jörð“. Ég ætla ekki að segja mikið meira frá söguþræðinum því ég vil ekki skemma myndina fyrir ykkur. Ef við horfum á myndina frá vísindalegu sjónarhorni þá sjáum við margt merkilegt. Til dæmis þessar spurningar…

…Eftir hverju eru mennirnir að sækjast eftir? SVAR: Þeir eru að sækjast eftir steinefni sem kallast Unobtainium, sem selst á 12 milljón dollara kílóið á jörðinni.

…Hverjir eru eiginlegar auðlindir tunglsins? Hafa menn og Na´vi búar sömu hugsun í því efni? SVAR: Nei Mennirnir og Na´vi fólkið hafa ekki sömu hugmyndir um það. Mennirnir hugsa um Unobtainium, við, kjöt, land og margt fleira en Na´vi fólkið hugsar um náttúruna, lífið og móður jörð sem auðlindir tunglsins.

…Hvernig tengjast Pandóubúar náttúrunni? SVAR: Hár þeirra endar í náttúrulegu tagli og í enda þess eru nokkrir þræðir og eru þeir hálfgerð innstunga. Öll dýr eru með svona og geta þannig íbúarnir tengst þeim og gert að félgöum því þeir deila tilfinningum og hugsunum. Þeir geta líka tengst plöntum en þær eru ekki með svona heldur taka bara beint í gegnum sig.

…Svipar líffríki Pandóru því sem við þekkjum á jörðinni? Hvað er líkt og ólíkt? SVAR: Já það er svipur með þeim. Til dæmis er Pandóra með mörg dýr sem svipar til annara dýra á jörðinni svo sem hesta, hunda og nokkara útdauðra tegunda svo sem nokkrar frá risaeðlum. Mikill munur er það að mikið af dýrunum á Pandóru hafa sex fætur. Plöntulífið er svipað á vissan hátt en mun öðruvísi. Sumar plöntur hafa vitund. Landslagið er mis líkt því að það er skógur einu megin en fljúgandi klettar á hinn veginn. Hér getið þið skoðað dýrin og plönturnar.

…Hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir? SVAR: Fljúgandi eyjar í himninum en svo sem allt getur gerst, alheimurinn er stór staður.

…Hve langt er til Pandóru? SVAR: Fimm ljósár.

…Er líklegt að slíkt tungl fyrir finnist í geimnum? Alveg eins, nei. Ekkert er nákvæmlega eins. Þetta er vísindalega sannað. Svo enginn pláneta er eins og Pandóra. En það erum mjög miklar líkur að mjög líkt tungl / pláneta finnist í alheiminum. Hann er það stór að llíkurnar eru frekar háar.

Hér er skemmtileg umræða: Líkist myndin ekki svolítið því þegar við námum land í Ameríku fyrr á öldum. Þegar við komum var allt stórhættulegt en síðar komumst við að því að svo var ekki. Við börðumst við Infædda indjána með byssum á móti örvum og spjótum. Við komum með hesta til að hjálpa okkur og voru þeir framandi infæddum. Við leituðumst eftir landi og verðmætum steinefnum. Indjánarnir áttum nó af því svo að við fjarlægðum þá og tókum það. Athyglisverð tilviljun, eða hvað? Söguþráðurinn líkist sögunni um Pocahantas. Infædd stúlka, sem elskaði náttúruna, varð ástfanginn af landnámsmanni þau börðust gegn landnáminu og lífðu sæl til æviloka. Já mér finnst þetta svolítið mikil tilviljun fyrir minn smekk.

Hér góð síða ef þið viljið fræðast meira um Avatar og greinin er um tunglið sjálft, vísindalega áhugaverðasta í myndinni.

q

Hér er verið að biðja ,,móðir jörð“ um að bjarga Sully úr klóm dauðans með því að yfirgefa veika mennska líkamann og flytja hug hans yfir í manngervilinn hans þar sem hann var fyrsta sinn lifandi. Hvað gerist?

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *