Vika 4. – CO2 og birkitré

Hæ hæ. Náttúrufræði síðan ( kennara blogg ). 10. bekkur. Blogg skólafélga minna.

Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og því var brugðið frá hinni hefðbundnu dagskrá. Við skiptum okkur í hópa og ég var með Einari Trausta og Håkoni Snæ í hóp. Við vorum send út og áttum að safna birki fræjum  í poka. við ætlum síðan að senda þau til Hekluskóga þar sem er verið að reyna að rækta upp Birkiskóga. Þetta var einnig keppni á milli bekkja á unglingastigi, 8. bekkur safnaði 200 – 250 gr., 9. bekkur 150 – 200 gr. en við, 10. bekkur söfnuðum 400 – 420 gr. Svo að við unnum og líka ef við myndum deila þessu og taka meðaltalið. Samtals söfnuðum við því um það bil 800 gr. af frækornum. Nú á bara eftir að senda Hekluskógum þau og þess vegna bíða þau nú í kæli.

Hekluskógar.

 Fróðleikur.

Vissu þið að við landnám á Íslandi var einn 1/4 landsins skógi vaxinn, í síðustu færslu sagði ég frá þessu nánar.

Birkiskógar Íslands. Íslenskt Birki kallast Ilmbjörk. Við ræktum mest af kvæminu Emblu. Önnur trjátegund sem er ein af þeim sem uppranalega á tímum landnámsmanna þakti landið er Björk, þessi tiltekna Björk heitir Fjalldrapi. Ilmbjarkir eru einu trén sem mynda náttúrulega skóga. Ef við látum Ilmbjörk og Fjalldrapa frjógvast saman fá um við út tegundina Skógarviðarbróðir, sem undarlega getur fjölgað sér náttúrulega með öðrum sinnar tegundar. Tegundir sem koma til sögunnar vegna tæknifrjógvunar manna og þess háttar get því miður oftast ekki fjölgvað sér eða ekki með sinni tegund. Eins og með Liger, sem er blanda Tígrisdýrs og ljóns var lengi talinn ófrjór en nýlega á síðasta ári var komist að því að kvenkyns Liger getur eignast afkvæmi með karlkyns ljóni sem er undraverð uppgvötun. kynblöndun.

Á fimmtudaginn var kynjaskipt og við strákarnir því einir. Það var hópavinna og unnum við að plakati. Ég var með Einari Trausta og Ágústi Guðmanni. Við studdumst við Heftið: CO2 eftir Einar Sveinbjarnarson sem frábært og mjög góðu miðill sem ég mæli með. Við gerðum Plakat um hringrás kolefnis. Þeir tveir skiptum textanum á milli sín og ég teiknaði útskýringar mynd. Ég ætlaði að taka mynd af því en það gleymdist í öllu fátinu. Í staðinn er hér fyrir neðan mynd af netinu af hringrás kolefnis. Kolefni er táknað í lotukerfinu CO2 það er bráð nauðsynlegt í vistkerfinu og eiginlega bara öllu. Ef ekkert kolefni væri væru engir menn né dýr og plöntur. Jörðin væri í allt annari mynd og hugsanlega óbyggileg. Sem dæmi þá binda plöntur kolefni ásamt vatni með orku sólar í sér sem glúkósa. Plöntur einnig losa sig við úrgangs efnið súrefni sem heldur í okkur lífi svo að ef ekkert kolefni væri – engar plöntur – ekkert súrefni og enginn bloggari til að skrifa þetta.

kolefnishringur_020804 Smelltu á myndina.

Fréttir.

Eintök frétt, vesalings stúlkan.

Þetta verðið þið að horfa á. Þetta er um hafmeyjur og sýnir fram á að þær séu til og þá á ég ekki við ungar fallegar konur með sporð heldur meira eins og marfólk. Horfðu á ef þú þorir!

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *