Vika 6 og 7 – Fyrirgefðu Gyða!

Hæ hæ.

Þetta er hálfvandræðalegt. Eins og þið vitið þá gleymdi ég að blogga í síðustu viku. Ég hef ekki gleymt að blogga í 1 – 2 ár og því varð ég hálf vonsvikinn yfir sjálfum mér. En ég ætla að bæta fyrir það og blogga núna fyrir báðar vikurnar. Fyrst kemur bloggið sem átti að vera í síðustu viku og svo kemur bloggið fyrir þessa viku. Hér er Náttúrufræði síðan með bloggi kennara með ýmsu nytsamlegu. Ég vona að Gyða kennari geti fyrirgefið mér. Og ef ykkur finnst þetta eitthvað skrýtið gefið mér smá séns því ég er ekki vanur þessu. Síðast þegar ég gleymdi að blogga var í 8. bekk. Þá gleymdi ég þrjár vikur í röð og vegna einræðni minni varð þetta til: Meistaraverkið. 1054 orð. Blogg skólafélaga minna. 10. Bekkur.

Vika 6 – Hið seina. (7. og 10. febrúar)

Á mánudaginn var eflaust fyrsti alvöru erfðafræði tíminn. Við fengum glósurog nýtt hugtakakort frá Gyðu. En við erum þó enn í sama hlekk og áður. Gyða gaf okkur fyrirlestur úr glósunum og við glósuðum hjá okkur.

Hvað er erfðafræði? Svar: Fræðigrein þar sem rannsóknir eru gerðar á því hvernig eiginleikar erfast á milli kynslóða.

Hvað er D.N.A. í einföldu máli? Svar: D.N.A. er kjarnsýra sem myndar erfðaefni. Það er í tveimur helixum og þar á milli eru ,,bókstafir“ og röð þeirra myndar uppskriftina af lífverunni sem erfðaefnið tilheyrir. Ígegnum D.N.A. erfast eiginleikar foreldra til barnanna.

Gen? Svar: Þegar D.N.A. raðast saman myndar það gen. Þegar gen raðast saman myndar það litning. Við erum með 23 litninga pör. Í kjarnanum á hverri frumu eru 46 litningar, nema sáð –  og eggfrumum. Þær hafa 23 litninga ekki 46. Því að þegar sáðfruma sameinast eggfrumu og myndar fóstur þá eru 46 litningar í barninu. 50 % frá móðurinni og 50 % frá móðurinni.

Skemmtilegir linkar frá Gyðu:

Þú og genin.

Hárlokkur.

Stofnfrumur.

Frumustærðir.

Erfðavísindi hjá Lifandi vísindum.

Kynning á erfðum.

Man ekki alveg hvað við gerðum í tölvutímanum. Gæti verið að við höfum farið inn á spurningavef úr erfðafræði og unnið á honum. Já ég held að við höfum verið að vinna verkefnin hér, mæli með því.

Fréttir.

Skelfilegt.

Á fimmtudaginn var aftur frí eftir hádegi í skólanum og þá vorum bara við strákarnir í náttúrufræði, því það er kynjaskipt og stelpurnar eftir hádegi. Gyða sendi okkur út í hópum og við áttum að segja frá góðum og slæmum áhrifum mannsins. Sem dæmi fundum við…

Slæmt:

Breyttum farvegi árinnar.

Byggðum og nýttum land og þar með eyðilögðum fyrra vistkerfi á staðnum.

Hleyptum dýrum á beit.

Gott: 

Plöntuðum trjám.

Stundum garðyrkju.

vinnum á móti landrofi.

Svo komum við inn og ræddum um hvað aðrir og við fundum. Annars voru fleiri dæmi en þetta eru þau sem voru fyrst að koma í kollinn á mér.

Vika 7 – Á réttum tíma (14 0g 17 október).

Á mánudaginn var Gyða með meiri fyrirlestur úr glósunum síðan í síðustu viku. Við ræddum um arfblendinn og arfhreinn. Víkjandi og ríkjandi. Ég á dálítið erfitt með að útskýra þetta og ég vona að þið sýnið skilning. Bauna planta er há með fjólublá blóm, þetta er það sem við sjáum og því svipgerð. Arfgerð eru ,,bókstafirnir.“ Ef stórt há táknar háa plöntu en lítið há litla þá er það táknað svona: H og h. Ef plantan hefur HH þá er hún há og arfhrein. Þetta á einnig við hh nema þá er hún lítil. Hh og hH skiptir ekki máli hvort það er það sama. Það er arf blendið, blandað saman. Stóra háið er ríkjandi og litla háið er víkjandi. Það þýðir að ef planta er HH er hún stór en einnig ef hún er Hh eða hH því að H er ríkjandi og h er víkjandi og víkur því fyrir H. Svo að plantan er einungis lítil ef hún er arfhrein hh. Ef þú myndir para saman hh og HH Þá fengir 50 % líkur að afkvæmin væru arfblendin eða arfhrein en alltaf háar, því að H+H =HH, H+h= Hh og svo aftur. H er alltaf ríkjandi og því er enginn möguleiki á lítilli plöntu. Eina leiðin til að það komi lítil planta frá stórum plöntum er ef báðir foreldrarnir eru arfblendnir, Hh+Hh. Þá er 1/4 líkur á því að afkvæmið verði lítið eða báðir foreldrarnir eru arfhreinir lítil há eru öll afkvæmin lítil, hh+hh= bara hh.

Svona liti það út ef ég væri að para saman arfblendna foreldra: Í neðra hægra horninu er 1/4 möguleikinn.

Tafla vefja brjóta

 

Heimild myndar.

 

Í seinni tímanum gerðum við verkefni úr þessu.

Skemmtileg grein um föðir erfðafræðinnar. Gregor Mendel.

Á fimmtudaginn krufðum við nagdýr. Við fengum senda dauða tilraunarottu og áttum við að flá hana og krifja. Þetta mjög uppfræðandi reynsla og ég vil helst ekki reyna segja mikið frá þessu núna því að seinn í næstu viku kemurinn flott skýrsla um þetta inn á verkefnabankann. En hér er smá fróðleikur. Þó undarlegt sem það virðist þá eru rottur furðulega líkar mönnum inn í líkamanum. mínus kannski sem dæmi að við höfum ekki tennur sem við notum til að naga og vaxa um 15 cm á ári. Við tókum þó fullt af myndum versgú:

IMAG0409  Rottan.

IMAG0411  Byrja að flá.

 

IMAG0414 Byrja að opna belginn.

IMAG0428  Hvernig hún leit út eftir á.

.IMAG0426 Innviðin og skottið.

IMAG0429Belgurinn opinn.

Rottur á Íslandi.

Flott frétt.

Skuggaleg tíðindi.

Grein dagsins.

Nú er þessu mikla bloggi lokið það var í kringum : 900 orð.  Ég vil benda á að mikill fróðleikur kom frá glósunum hennar Gyðu og ég tek enga ábyrgð á því sem stendur á vikipedia linkunum hér fyrir ofan en þeir eru samt góðar upplýsingar en ekki áreiðanleg heimild.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *