Vika 9 – Gyða er í húsinu!

Hæ hæ þetta var frekar róleg vika. Gyða var ekki á mánudaginn svo…

Hér er náttúrufræði síðan með blogggi kennarans. Einnig er blogg kennarans um okkar bekk: 10. bekkur. Svo er hér blogg skólafélga minna. Síðast en ekki síst grein dagsins. 

Á mánudaginn eins og ég var búin að útskýra var Gyða ekki. En í fyrri tímanum fengum við heimsókn frá konu sem fræddi okkur um reynslu sína um þunglyndi og almenna geðsjúkdóma. Hún hefur mikið unnið að því að losa samfélagið við fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Hún er búin að helda fyrirlestra í skólum, tala í sjónvarpi og tjáð sig um þetta á netinu. Þegar því var lokið var okkur sagt að fá okkur frískt loft og því fórum við út. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og unnum á nokkrum síðum í efni sem Gyða var búin að senda okkur. Hér er frábær pistill frá henni um málstað hennar.

Hér eru síðurnar:

Erfðir og þróun. – komst því miður ekki í það að skoða þessa síðu þá.

Erfðavísir. – Frábær vinnu og fræðslusíða. Við höfum unnið á henni áður en því miður ekki á mánudaginn.

Punnett ferningurinn. – Náði ekki alveg að klára en komst vel á veg sekmmtilega krefjandi verkefni.

Klónaðu mús. – Þetta er mjög skemmtilegur og fræðandi leikur.

Á fimmtudaginn var loksins Gyða kominn aftur og við fórum að plana næstu vikur í náttúrufræðinni. Því miður er ekki náttúrufræði í næstu viku vegna frís og annra mála.

En við vorum að hugsa um að sleppa prófinu í næstu viku en Gyða ákvað svo að það yrði próf. Næst fórum við í hefti sem við unnum saman. Ég var með Elísi og Helga. En annars var þetta líka unnið upp á töflu. Þetta var svona eins konar æfinga próf. Þetta voru alls kyns spurningar úr erfðafræðinni og til dæmis áttum við finna út hvort par hafi fengið rétt barn heim af fæðingar deildinni í gegnum plóðgreiningu. Við fundum út að það var ekki rétt par. Annað par var með þeirra barn. Smá fróðleikur um blóðflokka. Smá meira. Af hverju bara smá meira.

Fréttir.

 Það er alltaf gaman að sjá Íslendingum ganga vel í umheiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *