Vika 10 – Leiðarlok.

Hæ hæ Þetta er síðasta blogg í dálítinn tíma því að í næstu viku erum við í skiptinema verkefni með dönskum krökkum. Þess vegna verðum við næstum því ekkert í skólanum nema hugsanlega gæti verið tími á fimmtudaginn við sjáum til. Svo falla nokkrir dagar úr svo að því miður er ekki mikið að Náttúrufræði tímum á næstunni. En nú hugsum við ekki meira um það. Hér er náttúrufræði síðan. Blogg kennara um okkur: 10. bekkur. Svo auðvitað blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við aðeins í það hvað við ættum kunna fyrir prófið og stuttur fyrirlestur úr restinni af glósunum. Við fórum síðan í Alias. Það er borðspil sem snýst um að lýsa orði sem þú færð. Fyrir rétt svar færðu stig og fyrir hvert stig fer kallinn þinn einn reit áfram á borðinu. Til eru svo kallaðir sérstöku reitir. Ef kallinn þinn lendir á þeim gerist eitthvað öðruvísi. Líkt og öll lið mega giska eða þú þarft að leika orðið. þetta er stór skemmtilegur leikur sem er frábær fyrir alla fjölskylduna. Gyða  breytti leiknum eilítið og setti miða með hugtökum tengd námsefninu. Þetta var stór skemmtilgt og lenti ég í frábæru liði: Elís Arnar, Guðleif Aþena, Einar Trausti, Selma Guðrún, Ninna Ýr. Vdið lentum í öðru sæti en á fölskum forsendum að mínu mati. Við svöruðum fyrst en Dómari dæmdi sigurliðinu í vil (vegna þess að kærastan hans var í hinu liðinu ).

Á fimmtudaginn gerðist voða lítið nema hvað við tókum prófið úr erfðafræðinni og lukum þar með hlekknum. Ég fékk 9,0. Einnig kíktum við í tölvuverið og skoðuðum þessa linka frá Gyðu.

Genatískur galli.

Harlequin.

Kínverji sem eldist um hálfa öld á nokkrum dögum. – Mögnuð frétt.

Ofur hrísgrjón.

Er kyn óþarfa stimpill.

Nú frá mér…

Fréttir.

Íslendingur að ná árangri í um heiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *