Monthly Archives: desember 2013

Hæ hæ þetta er síðasta blogg þangað til í janúar þannig að ég óska ykkur gleðilegra jóla og nýárs. Þetta blogg verður þannig að fyrst kemur aðeins um vikuna og síðan kemur hálfgerð skýrsla úr tilrauna/stöðva -vinnu með þurrís.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var frekar léttur dagur og við fórum í efnfræði Alias.

Hér eru nokkur hugtök:

Ég tek ekki ábyrgð á að allir linkarnir séu réttir og hreinn sannleikur en ég get ábyrgst vísindavefinn.

 Jóla efnafræði og jóladagatal vísindanna. Playlist.

Nú kemur hálfgerð skýrsla sem er í raun og veru blogg. Þetta úr tilrauna stöðvavinnu. Svolítið öðruvísi, ég veit. Stöðvarnar eru 11 og hér er færsla Gyðu um þetta.

ÞURRÍS – TILRAUNIR

Inngangur / Fróðleikur

Hvað er Þurrís…

 • Þurrís er í raun CO2 í föstu formi.
 • Hann fer ekki í vökva ham heldur fer beint í gas.
 • Vegna undarlegra hamskipta hans þá kemur enginn bleyta þegar hann gufarupp/bráðnar.
 • Uppgufun hans hefur því fengið nafnið Þurrgufun.
 • Hann finnst ekki úti í náttúrunni á jörðinni heldur er hann búinn til af mönnum og er mjög mikið notaður í hreinsun og kælingu,
 • Hann er ekki eitraður.
 • Hann skilur ekki eftir sig leifar nema í gas formi.
 • Hann er náttúrulegt kæliefni.
 • Hann hefur bræðslumark við – 78,5 °C
 • Hann fæst ekki neins staðar annars staðar  en í ákveðnum fyrir tækjum svo sem AGA gas.
 • Þegar hann er látinn í vatn þurrgufar hann.
 • Gas form hans er ósýnilegt en hann breytir vatninu í vatnsraka eða gufu og því er eins og þoka eða reykur komi úr vatninu.
 • Þetta er nokkurskonar þoka, reykurinn.
 • Ferli Þurrgufunar er táknað:    CO2 (s) → CO2 (g).

 

Stöð 1. Þurrís og málmur.

Þetta var mjög áhugaverð stöð. Við vorum búnir að heyra skerandi ískur hljóð frá þessari stöð allan tímann. Þegar ég kom þangað prófaði ég ein og átti að gera að taka mismunandi stauta og tónkvísla og þrýsta þeim á þurrísinn. Fyrir vikið kom ískrið enn einu sinni og fer hluturinn í gegnum þurrísinn. Við prófuðum mismunandi hluti og fyrir vikið kom mismunandi og mis hátt ískur. Það heyrðist varla neytt í plast stautinum en hæst heyrðist í kopar stautinum. Tónkvíslarnar komu annan blæ á hljóðið heldur en stautarnir go var það áhugavert. Ástæðan fyrir þessum áhrifum er eflaust sú að tónkvílirnar og stautarnir voru geymd í heitu vatni. Fyrir vikið hitnaði málmurinn og sameindirnar fóru á fullt. Síðan þegar þú þrýstir hlutnum síðan á þurrísinn sem snögg kælir hann ærast sameindirnar og hljóðið kemur. Þess vegna fer hluturinn í gegnum þurrísinn eins og hann bræði hann.

 

Framkvæmd og áhöld:

 • Bakki
 • Tónkvíslar
 • Mismunandi málm stautar, ( litlir, eins og blýantar ). Einn plast.
 • Þurrís
 • Glas með heitum vatni.

Byrjað er á að láta þurrís í bakkann. Malmarnir eru geymdir í heytu vatni. Síðan er prófað að þrýsta í þurrísinn með mismunandi tónkvíslum og stautum. Skoða skal áhrifin.

 

Stöð 2. Þurrís og sápu kúlur.

 

Þetta var önnur stöðinn okkar og við fylgdum framkvæmdinni. Það var mjögt erfitt að fá sápukúlu til að verða til inn í búrinu því þær sprungu alltaf. En að lokum tókst það og við sáum að sápukúlan sem ætti að svífa að botni búrsins og springa stóð í stað. Hún rólega seig niður en snerti varla veggina. Að lokum komst hún í snertingu við þurrís og þá gerðist dálítið merkilegt, hún fraus. Sápan og vatnið sem hún samanstendur af frusu og féllu saman. Ástæðan fyrir þessum seinagangi er sá að uppgufun sem stafaði af þurrísnum fór upp á við og hélt sápukúlunni á lofti. Síðan þegar hún lendir kemst hún í snertingu við þurrís sem er með bræðslumark við – 78,5 °C sem leiddi til þess að vatnið og fraus því vatnið og sápan og eftir stóð sú beingrind kúlunnar.

Framkvæmd og áhöld:

 • Stórt ílát, lítið fiskabúr er fínt.
 • Sápukúlu glas/stautur
 • Þurrís

Byrjaðu á að setja þurrís í botninn á ílátinu. Síðan blæstu sápukúlu ofan í það og sérð áhrifinn.

 

Stöð 3. og 4. Þurrís í heitt og kalt vatn og sápa.

Inngangur: 

Framkvæmd og áhöld: 

 • Tvö glös.
 • Tuska.
 • Kalt vatn.
 • Heitt vatn.
 • Þurrís.
 • Teskeið.
 • Sápa.

Þú byrjar á að láta mismunandi heitt vatn í sitthvort glasið og síðan þurrís. Fyrir vikið sérðu að í sjóðandi vatninu gufaði þurrísinn mun hraðar uppog fyrir vikið kemur mun meiri vatnsraki eða gufa heldur en úr kalda vatnsglasinu. Ástæðan er sú að heita vatnið hefur sameindir sem eru á mun meiri hreyfingu og því eru mun meiri viðbrögð frá þeim heldur en kaldari sameindunum í hinu glasinu. Síðan prófuðum við að bleyta tusku og setja á hana sápu og renna henni svo eftir barmi glasanna. Fyrir vikið kemst uppgufunin ekki út svo hú ýtir á sápu hylmuna og býr til risastóra sápukúlu. Síðan ef einhver sápa verður eftir í glasinu þá kemur eins og eldgos af sápukúlum. Ástæðan fyrir þessu er ofur einföld og er einfaldlega að uppgufunin þarf að fara einhvert og því ýtir hún á veikt yfirborð sápunnar þangað til hún springur vegna þrýstings. Einnig á þessari stöð fundum við út að því meiri þurrís því meiri þurrgufun og vatnsgufa og raki.

 

Stöð 5. Þurrís og blöðrur.

Við setum þurrís í glas og sáum viðsíðan blörðuna tútna út og blásast upp. Ástæðan fyrir þessu er sú að við stofuhita, sem var hitastigið inn í stofunni, þurrgufar þurrís. Gastegudnin hefur hins vegar nærri því tífalt meira rúmmál en þurrís í föstu formi. Þessvegna blésu blöðrurnar upp og þegar við létum þurrís í þær og enginn leið var fyrir gasið að fara útú blöðrunni.

 

Framkvæmd og áhöld:

 • Tilraunaglös.
 • Tilraunglasarakki.
 • Blöðrur.
 • Þurrís.
 • Skeið.

Þú setur þurrís í blöðru og bindur fyrir og sérð áhrifin. Einnig geturðu látið þurrís í tilrunaglas og blöðru fyrir opið og skoðað áhrifin.

 

Stöð 6. Þurrís og eldur.

Útskýring: Við gátum ekki gert þessa stöð vegna skorts á áhöldum. WStöð ellefu er með gott myndband af þessu.

Framkvæmd og áhöld:

 • Kerti.
 • Þurrís.
 • Eldspýta.
 • skál eða annarskonar svipað ílát.

Þú setur kertið í ílátið og kveikir í því. Síðan dreifirðu  þurrís í kringum kertið. Þá sérðu að það sloknar á loganum. Sama hve oft þú reynir að kveikja aftur á honum með eldspýtu eða öðru eldfæri þá slokknar allt af eldurinn áður en þú kemst að kertinu.

 

Stöð 7.Þurrís og rauðkálssafi.

Útskýring: Ég sá Gyðu framkvæma þessa til raun en framkvæmdi hana ekki sjálfur en á stöð ellefu er flott myndband af þessu. Vísbending breytingin stafar af CO2.

Framkvæmd og áhöld:

 • Stór tilraunaglös
 • Rauðkál
 • Vatn
 • Basi
 • Sýra
 • Þurrís

Þú fyllir tilraunaglösinn af vatni og lætur rauðkálssafa með. Það litar vatnið. Síðan bætirðu bas og sýru í tvö til raun glös. Síðan bætirðu þurrís út í og skoðar áhrifin.

 

Stöð 8. Þurrís og plastpokar

Útskýring: Gyða var ekki með plastpoka sem er nauðsynlegur í þessa tilraun svo enginn gerði hana en hér er gott myndband af annari svipaðri.

Framkvæmd og áhöld:

 • Loftþéttur plastpoki.
 • Skeið.
 • Þurrís.

Þú tekur þurrís og lætur í plaspokann. Síðan lokarðu pokanum og  bíður. Vegna þess að þurrís verður ekki að vökva heldur þurrgufar þá verður hann við – 78,5 °C að gasi og þar með fær hann meira rúmmál. Þar af leiðandi þegar hann er í pokanum, við stofu hita, þá byrjar ferlið. rúmmálið eykst og á endanum þolir pokinn ekki meira heldur springur hann.

 

Stöð 9.

Efnajafnan fyrir Þurrgufun, eða hamskipti þurrís, er:   CO2 (s) → CO2 (g).

 

Stöð 10. fróðleikur.

Ég er búinn að fara vel í gegnum fróðleikinn í inngangnum en hér eru linkar sem Gyða setti með stöðinni, því að ,,inngangurinn“ er í raun þessi stöð en hér eru heimildir inngangsins:

Stöð 11. Sniðug brögð.

Myndband sem fylgdi stöðinni. Við horfðum á það í tímanum. Lítið sem ég get sagt um það. Hér annað myndband sem ég fann um þurrís tilraunir.

 

Fréttir.

Kannski lagar D-vítmín allt?

Vivala revelution!

Þau eru ekki bara bráð!

Hvað með Vatnajökul? Grín Gyða.

Fáránlegt, verðið að horfa á allt.

Myndir koma á morgunn.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta verður mjög stutt blogg þar sem ég hef ros lítið til að vinna úr. Þið munuð bara sjá.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var Gyða ekki og við horfðum því á einhverja mynd sem krakkarnir horfðu á í dönsku. Hins vegar í seinni tímanum var tími til að skrifa skýrslu úr sýrustigs tilrauninni. En eins og ég er búin að segja í síðasta bloggi þá var ég ekki í skólanum þegar hún var gerð. Ég var að taka 3 stigs próf í píanói. Þess vegna nýtti ég tíman og fékk leyfi til að fara heim og læra undir lokapróf í fjarnáminu sem ég er að taka. En hérna er myndband um hvernig á að mæla sýrustig. Bekkurinn minn notaði eflaust blöðin í byrjun. Áhugaverðasta í myndbandinu  sem tengist þessari tilraun hættir eftir 1 mín. og 11 sek. Skemmtileg frétt. Skólinn sem ég er í fjarnámi hjá.

Á fimmtudaginn var einnig lítið að gera því að þeir sem vildu máttu taka aftur skyndiprófið sem við tókum um daginn því það komu flestir ekki vel út úr því. En ég hafði fengið það háa einkunn að ég þurfti engan veginn að taka það aftur. Hafði held ég eina villu. Svo að á meðan strákarnir voru í prófi vorum við Helgi í efnafræðileikjum í i-pödunum. Hér eru mjög fínir leikir á netinu.

 Vitið þið afhverju vatnið okkar er svo gott? Ástæðan er af því að það er svo Basískt. Meira.

Fréttir.

Ógvekjandi!

 Heilabrot. Þetta er ósigrandi leikur þar sem þú þarft að hafa fáránlega góða rökhugsun. skora á þig Gyða, hve hátt kemstu.

Fréttir.

Kv.

STÆARÐFRÆÐINÖRDINN

hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. 10. bekkur. Blogg síður skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur frá Gyðu um sýrustig og jónir og við glósuðum inn á hugtaka kortið. Einnig tókum við örsnöggt skyndi próf úr því að stilla efnajöfnur og sætistölum og þess háttar. Vissuð þið að íslenska vatnið er svo gott af því það er svo basískt?

Jón er…

…Frumeind eða hópru frumeinda með rafhleðslu.

…Jákvætt hlaðinn jón hefur færri rafeindir en róteind. (katjón) T.d. Na+

…Neikvætt hlaðinn jón hefur fleiri rafeindir en róteind. (anjón) T.d. CI-

…Plús eða mínus gefa til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefnar eða teknar: SO3-2.

Sýra…

…Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnlausn.

….Því sterkari sem sýran er…

…Því meira er af H+

…Því rammari.

Heimild fróðleiks: Glósurnar hennar Gyðu.

Hér eru fínar glósur um Sýru og basa.

Jónir.

Því miður var ég ekki á fimmtudaginn þegar verið var að gera tilraun á sýrustigi, svo að ég get fátt sagt um það en hér er góð grein um sýrustig. Hvað Einar félagi minn segir um tíman.

Fréttir.

Stórmerkilegt.

phscale Heimild myndar.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN