Monthly Archives: febrúar 2014

Hæ hæ, ég vil ekki vera leiðilegur en það er svo lítið sem við getum bloggað um að þetta verður stysta blogg mitt í 2 ár.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við í Alías eins og við erum vön að gera í lok sumra hlekkja. Við notuðum hugtök úr hlekknum sem orð og gekk það vel. Við lentum í þriðjasæti (af 4). Dæmi um hugtök er:

 • Rafhlaða – Í rafhlöðum er efnaorka.
 • Einangrari (2 málsgrein) – Það efni sem hleypir rafeindum ekki greiðlega í gegnum sig.
 • Lögmál Ohms. – Ohm var maður sem fann upp á ákveðnu lögmáli þar sem viðnám er = rafspenna deilt rafstraumi.

Heimild fróðleiks eru glósurnar hennar Gyðu og meðfylgjandi linkar.

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og fórum að lag til á bloggsíðunni okkar. Er hún ekki mun flottari en áður. Í lok tímans fengum við í hendurnar heimapróf sem virkar þannig að við eigum að gera það heima og megum nota alla hluti okkur til hjálpar. Svona próf eru vanalega erfiðri en önnur próf og þarf að skila inn fyrir ákveðinn tíma. Þetta var úr svipuðu efni og hlekkurinn fór í gegnum.

Á fimmtudaginn skiluðum við prófunum og hafði það verið mikil áskorun. Síðan vorum við bara að spjalla við Gyðu, skoða myndbönd og blogg. Þetta var mjög rólegur tími en skemmtilegur. Hér er eitt brjálað mynband sem við horfðum á.

download Þetta er Albert Einstein og er hann einn af frægustu og bestu eðlisfræðingum sögunnar. Heimild myndar.

Fréttir.

Gömul en viðeigandi.

Áhugavert.

Alveg einstakt.

Eitt gott blogg frá mér um eðlisfræði.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fór Gyða því miður veik heim. Hún náði þó að setja okkur fyrir í tímanum og áttum við að gera upprifjunirnar úr 3. kafla úr bókinni Orkan. Við áttum að reyna að klára sem mest af upprifjunum, en þær voru: 3,1 – 3,2 – 3,3 – 3,4 – 3,5 – 3,6 – 3,7. En ég kláraði þær gulu. Við fengum 80 mínútur og unnum í hóp eða ein, ég flakkaðist undir hitt síðar nefnda. Þetta gekk bara vel hjá mér en misvel yfir bekkinn, sumir voru ekki alveg með athyglina í lagi. Þó að ég gerði ekkert sérstaklega mikið þá náði ég þó meirihlutanum af spurningunum., sem sagt 4. En ég veit um tvær stelpur sem voru að vinna saman og náði alveg inn í 3,7. Það voru þær Selma og Sesselja. En spurningarnar voru sem dæmi nokkuð að á þess leið:

Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind?

Svar: Raf- og róteindir, (rafeindir hafa neikvæðahleðslu en róteindir hafa jákvæða.).

Nefndu þrjá vegu sem hlutur getur orðið rafhlaðinn.

Svar: Núningur, leiðni og rafhrif.

Hvað er elding?

Svar: Elding grundvallat á rafhleðslu sem fylgjast hratt í gegnum ákveðið efni.

Við fengum einkunn fyrir þetta og því átti að skila í lok skóladags en ég gleymdi því og skilaði seinna. Við fengum einnig heimsókn frá íþróttakennurunum okkar í sambandi við undankeppni í skólahreysti, ég komst áfram í upphífingum og dífum.

Á fimmtudaginn var hálfur dagur því að við fórum í skíðaferð í bláfjöllum eftir hádegi. Það þýðir að, þar sem það er kynjaskipt, einungis strákarnir voru í náttúrufræði þann daginn og vorum við að gera ekkert frekar merkilegt. Við spjölluðum við Gyðu og skoðuðum blogg. Síðan fórum við snemma í mat, því við vorum orðinn svöng.

Við ræddum um í vikunni um gamla áætlun um að reisa kjarnorku ver á Vestmanneyjum. En sú hugmynd gleymdist, sem betur fer því nokkru seinna gaus í eyjum og ef þar hefði verið kjarnorkuver hefði allt farið til fjandans.

Hér er mynd af verkefninu mínu á mánudaginn og bókinn Orkan.

 

 

 

IMAG0527IMAG0525IMAG0526

 

 

Hér er mynd af rafmagnstöflunni heima hjá mér, ( við búum á garðyrkjustöð og því var úr mörgum að velja en hér er  ein góð. Inn í rauða hringnum er lekaliðinn og hann nemur útleiðslu í straumrásinn og rýfur á strauminn inn á hana frá rafveitunni. Á neðstu myndinni er vörin enhún sér um að rjúfa strauminn þegar lekaliðinn segir til. Meira um rafmagn húsa.

IMAG0522IMAG0521IMAG0523IMAG0524Fréttir.

Árans.

Ég deildi frétt um þennan fund fyrir nokkru en hér er nokkuð nýjar fréttir í málinu.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ létt og góð vika og því verður dálítið minna blogg en í síðustu viku.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við í gegnum glósu pakkann frá Gyðu, sem við fengum í byrjun hlekksins. Við fórum í gegnum straumrásir,rafgeyma- hlöður og fleira. Fróðleikur um rafhlöður: Hlaðinn rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðinn, samkvæmt jöfnu frá Albert Einstein: E=mc2. E er heildar orka, massi og c harði ljóss í lofttæmi. Samkvæmt jöfnunni hefur hún meiri massa. Munur á hlaðinni go óhlaðinni er e/c2, e er mismunurinn á orkunni. Í seinni tímanum fórum við svo niður í tölvuver og fórum að leika okkur í Phet forritium  um rafmagn og BBC verkefni, einfalt.

Fróðleikur, straumrásir:

 • Raðtenging: Rafeindir komast aðeins eina leið. Ef einn hlekkur rofnar opnast öll straumrásinn. Jólaseríur eru oft raðtengdar.
 • Hliðtenging: Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir. Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar. Sem dæmi er rafmagn á heimilum hliðtengt.

Á fimmtudaginn byrjuðum við á léttri könnun, hún saman stóð af 3 reiknings dæmum og 26 krossaspurningum. Ég hafði allt rétt fyrir utan eina krossaspurningu: Dæmi um eldingarvara (8 málsgrein, linkur) er járnstöng vafinn með einangruðum vír sem leiddur er niður í jörðina. Ég veit að þetta er augljóst en var stressaður og svaraði því vitlaust. Auðvitað er svarið… (skrifvarið). Síðan var frekar rólegur tími og við skoðuðum blogg og fréttir. Hér eru 3 góð blogg. Ég fékk 9,71 á prófinu en það námundaðist niður í 9,5, en samt er ég ekki með sömu einkunn og Elís þó hann haldi því fram. Ég svaraði fleiri rétt þó að niður skrifuð einkunn sé 9,5 þá veit ég hvernig ég stóð mig.

Árans.

 Ég hef séð þetta.

 Magnað.

 Risi.

Mig langar í þetta.

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn byrjuðum við tíman á því að horfa á tvö heimildar myndbönd um straumrásir og muninn á hliðtengdu og raðtengdu. Hér eru ágætis glósur um rafrásir. Hér eru einnig glósur fyrir lengra komma.

Þetta er ekki myndbandið sem við horfuðum á en þetta útskýrir rað tengingu og hliðtengingu, raðtenging er series í myndbandinu og hlitenging er parallel. Við héldum síðan áfram að fara í gegnum glósu pakkann frá Gyðu og fórum við í lögmál, útreikninga, mælieiningar og þríhyrnings Ohms.

Fróðleikur.

Mælieiningar og tákn í rafeindafræði.

 •  Spenna (raf-) → Táknað – V → Mælieining – Volt – V → Sú orka sem hver rafeind býr yfir. Samkvæmt mynd 3-14 í bókinni Orkan, bls. 61 – Stærð/ magn þess sem kallarnir bera.
 • Straumur (raf) → Táknað – I → mælieining – amper – A → Hversu margar rafeindir ferðast framhjá skv. punkti í leiðara. Samkvæmt mynd 3-14 í bókinni Orkan, bls. 61- Fjöldi kalla.
 • Viðnám → Táknað – K → Mælieining – ohm – Ω → Hversu erfitt er fyrir rafeindir að ferðast.
 • Afl → Táknað – W → Mælieining – vött – P eða W → Kraftur inn sem kemur úr þessu.

Annað

 • Straumur rafeinda eftir vír kallast rafstraumur. Hann er táknaður með I  og er mældur í Amperum, sjá fyrir ofan. Eitt amper jafngildir streymi um 6×10 í 18 veldi rafeinda á sekúndu.
 • Spenna er mæld í voltum og  volt eru mæld með voltmæli.

Lögmál Ohms.

Þetta var það sem við lærðum helst í tímanum, um lögmál Ohms. 

lögmál Ohms er jafna sem sýnir tengslin milli spennu, viðnáms og rafstraums. Samkvæmt reglunni er Rafstraumur I, Spenna V og viðnám R. Sjá fyrir ofan. Hér er lögmálið.

images Heimild myndar.

EF þú þarft að finna spennu þá margfaldaru straumi sinnum viðnámi. Til að finna viðnám þá er það spenna deilt mað straumi. til að finna straum er það spenna deilt með viðnámi einfalt. Ef þú hylur með lófanum óþekkta hlutann þá sérðu hvernig hin tvö standa. Lárétt lína deiling og lóðrétt lína margföldun, einfalt.

Heimild fróðleiks: Glósurnar hennar Gyðu og fyrirlestrar. Bókin Orkan.

Síðan gerðum við verkefni með lögmál Ohms og sraumrásir við Einar sátum saman og því unnum við saman.

hér verður þetta dálítið flóknara. Það var svakaleg stöðvavinna þennan dag en ég tók ekki þátt í henni. Ástæðan er sú að ég og Håkon erum báðir í Lego vali hjá gyðu og um helgina var hin árlega keppni First Lego League. Þess vegna leyfði hún okkur að nýta tímann að gera kynningu á rannsóknar verkefninu fyrir keppnina og einnig dagbók okkar. Við þáðum þetta með þökkum því stutt var í keppnina og mikið að gera fyrir hana. þessi keppni snýst um það að byggja róbót úr Legói og forrita hann til að leysa ýmsar þrautir sem eru á brautinni í ár. Þetta er einfalt og skemmtilegt, einnig sýnir þetta fram á að Lego er ekki bara fyrir börn. Þetta er mikil nákvæmis vinna og stressandi því hin minnsta breyting á aðstæðum getur valdið því að forritið verki ekki sem skildi. Margar breytur geta valdið þessu svo sem: Hávaði, ljós og fleira. En þó að þetta sé stressandi er þetta einnig skemmtilegt. Það er ólýsanleg ánægja í því að sjá róbótinn leysa fullkomlega eitt verkefni og þú getur ekki annað en fyllst stolti. Hver sem gæti þetta og þarf ekki að fylgja einhverjum leiðbeiningum eða braut þú getur gert svo margt sem þér dettur í hug að möguleikarnir  eru endalausir. Sem dæmi er þetta róbót sem einhver gerði í gamni sínu.           Hér er heimasíða verkefnisins.        Hér útskýrir hönnuður brautarinnar í ár brautina: Natures fury.           Hér er brot úr RÚV fréttum um keppnina Það stendur Flúðaskóli á róbótnum okkar.       Hér er viðtal sem Nýherji tók við okkur,  við erum frá 27 sek til 42 sek. Liðið 0% Englar unnu keppnina en við lentum í 5 sæti af 14 og vorum nálægt 4 sætinu og undanúrslitum. Sigurliðið fer svo til Spánar að keppa fyrir Íslands hönd.

Hér eru stöðvarnar sem hinir bekkjafélagar okkar tóku.

Fréttir.

Ein góð.

Sorglegt.

Sannar að við erum sérstök.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN