Daily Archives: febrúar 4, 2014

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn byrjuðum við tíman á því að horfa á tvö heimildar myndbönd um straumrásir og muninn á hliðtengdu og raðtengdu. Hér eru ágætis glósur um rafrásir. Hér eru einnig glósur fyrir lengra komma.

Þetta er ekki myndbandið sem við horfuðum á en þetta útskýrir rað tengingu og hliðtengingu, raðtenging er series í myndbandinu og hlitenging er parallel. Við héldum síðan áfram að fara í gegnum glósu pakkann frá Gyðu og fórum við í lögmál, útreikninga, mælieiningar og þríhyrnings Ohms.

Fróðleikur.

Mælieiningar og tákn í rafeindafræði.

  •  Spenna (raf-) → Táknað – V → Mælieining – Volt – V → Sú orka sem hver rafeind býr yfir. Samkvæmt mynd 3-14 í bókinni Orkan, bls. 61 – Stærð/ magn þess sem kallarnir bera.
  • Straumur (raf) → Táknað – I → mælieining – amper – A → Hversu margar rafeindir ferðast framhjá skv. punkti í leiðara. Samkvæmt mynd 3-14 í bókinni Orkan, bls. 61- Fjöldi kalla.
  • Viðnám → Táknað – K → Mælieining – ohm – Ω → Hversu erfitt er fyrir rafeindir að ferðast.
  • Afl → Táknað – W → Mælieining – vött – P eða W → Kraftur inn sem kemur úr þessu.

Annað

  • Straumur rafeinda eftir vír kallast rafstraumur. Hann er táknaður með I  og er mældur í Amperum, sjá fyrir ofan. Eitt amper jafngildir streymi um 6×10 í 18 veldi rafeinda á sekúndu.
  • Spenna er mæld í voltum og  volt eru mæld með voltmæli.

Lögmál Ohms.

Þetta var það sem við lærðum helst í tímanum, um lögmál Ohms. 

lögmál Ohms er jafna sem sýnir tengslin milli spennu, viðnáms og rafstraums. Samkvæmt reglunni er Rafstraumur I, Spenna V og viðnám R. Sjá fyrir ofan. Hér er lögmálið.

images Heimild myndar.

EF þú þarft að finna spennu þá margfaldaru straumi sinnum viðnámi. Til að finna viðnám þá er það spenna deilt mað straumi. til að finna straum er það spenna deilt með viðnámi einfalt. Ef þú hylur með lófanum óþekkta hlutann þá sérðu hvernig hin tvö standa. Lárétt lína deiling og lóðrétt lína margföldun, einfalt.

Heimild fróðleiks: Glósurnar hennar Gyðu og fyrirlestrar. Bókin Orkan.

Síðan gerðum við verkefni með lögmál Ohms og sraumrásir við Einar sátum saman og því unnum við saman.

hér verður þetta dálítið flóknara. Það var svakaleg stöðvavinna þennan dag en ég tók ekki þátt í henni. Ástæðan er sú að ég og Håkon erum báðir í Lego vali hjá gyðu og um helgina var hin árlega keppni First Lego League. Þess vegna leyfði hún okkur að nýta tímann að gera kynningu á rannsóknar verkefninu fyrir keppnina og einnig dagbók okkar. Við þáðum þetta með þökkum því stutt var í keppnina og mikið að gera fyrir hana. þessi keppni snýst um það að byggja róbót úr Legói og forrita hann til að leysa ýmsar þrautir sem eru á brautinni í ár. Þetta er einfalt og skemmtilegt, einnig sýnir þetta fram á að Lego er ekki bara fyrir börn. Þetta er mikil nákvæmis vinna og stressandi því hin minnsta breyting á aðstæðum getur valdið því að forritið verki ekki sem skildi. Margar breytur geta valdið þessu svo sem: Hávaði, ljós og fleira. En þó að þetta sé stressandi er þetta einnig skemmtilegt. Það er ólýsanleg ánægja í því að sjá róbótinn leysa fullkomlega eitt verkefni og þú getur ekki annað en fyllst stolti. Hver sem gæti þetta og þarf ekki að fylgja einhverjum leiðbeiningum eða braut þú getur gert svo margt sem þér dettur í hug að möguleikarnir  eru endalausir. Sem dæmi er þetta róbót sem einhver gerði í gamni sínu.           Hér er heimasíða verkefnisins.        Hér útskýrir hönnuður brautarinnar í ár brautina: Natures fury.           Hér er brot úr RÚV fréttum um keppnina Það stendur Flúðaskóli á róbótnum okkar.       Hér er viðtal sem Nýherji tók við okkur,  við erum frá 27 sek til 42 sek. Liðið 0% Englar unnu keppnina en við lentum í 5 sæti af 14 og vorum nálægt 4 sætinu og undanúrslitum. Sigurliðið fer svo til Spánar að keppa fyrir Íslands hönd.

Hér eru stöðvarnar sem hinir bekkjafélagar okkar tóku.

Fréttir.

Ein góð.

Sorglegt.

Sannar að við erum sérstök.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN