Daily Archives: febrúar 19, 2014

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fór Gyða því miður veik heim. Hún náði þó að setja okkur fyrir í tímanum og áttum við að gera upprifjunirnar úr 3. kafla úr bókinni Orkan. Við áttum að reyna að klára sem mest af upprifjunum, en þær voru: 3,1 – 3,2 – 3,3 – 3,4 – 3,5 – 3,6 – 3,7. En ég kláraði þær gulu. Við fengum 80 mínútur og unnum í hóp eða ein, ég flakkaðist undir hitt síðar nefnda. Þetta gekk bara vel hjá mér en misvel yfir bekkinn, sumir voru ekki alveg með athyglina í lagi. Þó að ég gerði ekkert sérstaklega mikið þá náði ég þó meirihlutanum af spurningunum., sem sagt 4. En ég veit um tvær stelpur sem voru að vinna saman og náði alveg inn í 3,7. Það voru þær Selma og Sesselja. En spurningarnar voru sem dæmi nokkuð að á þess leið:

Hverjar eru hlöðnu eindirnar í frumeind?

Svar: Raf- og róteindir, (rafeindir hafa neikvæðahleðslu en róteindir hafa jákvæða.).

Nefndu þrjá vegu sem hlutur getur orðið rafhlaðinn.

Svar: Núningur, leiðni og rafhrif.

Hvað er elding?

Svar: Elding grundvallat á rafhleðslu sem fylgjast hratt í gegnum ákveðið efni.

Við fengum einkunn fyrir þetta og því átti að skila í lok skóladags en ég gleymdi því og skilaði seinna. Við fengum einnig heimsókn frá íþróttakennurunum okkar í sambandi við undankeppni í skólahreysti, ég komst áfram í upphífingum og dífum.

Á fimmtudaginn var hálfur dagur því að við fórum í skíðaferð í bláfjöllum eftir hádegi. Það þýðir að, þar sem það er kynjaskipt, einungis strákarnir voru í náttúrufræði þann daginn og vorum við að gera ekkert frekar merkilegt. Við spjölluðum við Gyðu og skoðuðum blogg. Síðan fórum við snemma í mat, því við vorum orðinn svöng.

Við ræddum um í vikunni um gamla áætlun um að reisa kjarnorku ver á Vestmanneyjum. En sú hugmynd gleymdist, sem betur fer því nokkru seinna gaus í eyjum og ef þar hefði verið kjarnorkuver hefði allt farið til fjandans.

Hér er mynd af verkefninu mínu á mánudaginn og bókinn Orkan.

 

 

 

IMAG0527IMAG0525IMAG0526

 

 

Hér er mynd af rafmagnstöflunni heima hjá mér, ( við búum á garðyrkjustöð og því var úr mörgum að velja en hér er  ein góð. Inn í rauða hringnum er lekaliðinn og hann nemur útleiðslu í straumrásinn og rýfur á strauminn inn á hana frá rafveitunni. Á neðstu myndinni er vörin enhún sér um að rjúfa strauminn þegar lekaliðinn segir til. Meira um rafmagn húsa.

IMAG0522IMAG0521IMAG0523IMAG0524Fréttir.

Árans.

Ég deildi frétt um þennan fund fyrir nokkru en hér er nokkuð nýjar fréttir í málinu.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN