Daily Archives: febrúar 26, 2014

Hæ hæ, ég vil ekki vera leiðilegur en það er svo lítið sem við getum bloggað um að þetta verður stysta blogg mitt í 2 ár.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við í Alías eins og við erum vön að gera í lok sumra hlekkja. Við notuðum hugtök úr hlekknum sem orð og gekk það vel. Við lentum í þriðjasæti (af 4). Dæmi um hugtök er:

  • Rafhlaða – Í rafhlöðum er efnaorka.
  • Einangrari (2 málsgrein) – Það efni sem hleypir rafeindum ekki greiðlega í gegnum sig.
  • Lögmál Ohms. – Ohm var maður sem fann upp á ákveðnu lögmáli þar sem viðnám er = rafspenna deilt rafstraumi.

Heimild fróðleiks eru glósurnar hennar Gyðu og meðfylgjandi linkar.

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og fórum að lag til á bloggsíðunni okkar. Er hún ekki mun flottari en áður. Í lok tímans fengum við í hendurnar heimapróf sem virkar þannig að við eigum að gera það heima og megum nota alla hluti okkur til hjálpar. Svona próf eru vanalega erfiðri en önnur próf og þarf að skila inn fyrir ákveðinn tíma. Þetta var úr svipuðu efni og hlekkurinn fór í gegnum.

Á fimmtudaginn skiluðum við prófunum og hafði það verið mikil áskorun. Síðan vorum við bara að spjalla við Gyðu, skoða myndbönd og blogg. Þetta var mjög rólegur tími en skemmtilegur. Hér er eitt brjálað mynband sem við horfðum á.

download Þetta er Albert Einstein og er hann einn af frægustu og bestu eðlisfræðingum sögunnar. Heimild myndar.

Fréttir.

Gömul en viðeigandi.

Áhugavert.

Alveg einstakt.

Eitt gott blogg frá mér um eðlisfræði.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN