Monthly Archives: mars 2014

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var fyrirlestur frá Gyðu og héldum við áfram að nota forritið nearpod. Hélt gyða frábæran fyrirlestur úr kynningu sem hún var byrjuð að vinna á í forritinu. Forritið gerir kennara og nemendum kleift að taka þátt í skemmtilegumverkefnum í tengslum við glærurnar og er kennarinn svolítið að stjórna ferðinni. Í seinni tímanum vorum við í tölvuveri að nýtast við vef náttúrufræði stofnunnar Íslands

Á fimmtudaginn héldum við áfram í nearpod og vorum að kynna okkur llífríki Íslands og vorum við að uppgvötva ýmsa hluti því stutt er síðan ákveðið var að nota forritið. Hér er smá fróðleikur um lífríki Íslands:

Fróðleikur –

Það sem við höfum nokkurn veginn fengið að læra í tímum.

 • Ísland er sérstakt.
 • Það hefur sérstöðu sem ekki nokkrunstaðar í heiminum er hægt að finna.
 • Ísland er meira en sérstakt það er stórmerkilegt.
 • Við liggjum á flekaskiljum jarðar og erum á heitum reit.
 • Ísland er fjölbreytt.
 • Þá horfum við kannski ekki til þessarar staðreyndar að refur er merkilegasta land spendýrið okkar. Heldur frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Lífríkið virðist fábreytt en það þarf að horfa nánar til að sjá hversu merkilegt það er. Við erum á freðmýri og barrskógabeltinu. heimskauta og kald tempraða loftslags beltinu. Það eru jöklar og eldfjöll. Það er stærsta varpsvæði heiðagæsinnar.
 • Þó við’ virðumst lítil og ómerkileg þá erum við svo miklu meria og ættum að vera stolt af því að vera Íslendingar.
 • Heimild ég – Gyða.

Við áttum að blogga um hugtak sem við veljum úr hinni ,,þekktu“ Hvítbók. Sem gefin er út af ríkinu og er skrifuð af mörgum fræðimönnum frá öllum hlutum landsins og vísindanna. Bókin er um Ísland frá náttúrufræðilegu sjónarmiði og er frábært rit og hefur Gyða verið að hugsa um að biðja Sigurð Inga ráðherra og hreppamann um að útvega nokkur eintök til að gagnast við kennslu. Hér er Hvítbókin í stafrænuformi. Ég mun minna skrifa aukalega um hugtökin heldur en hugtökin sjálf heldur

Ég valdi Vistkerfi.

Í grunninn er skilgreiningin sú að viskerfi sé samansafn allra lífvera á ákveðnu svæði. Öll þau verk og gjörðir sem lífverurunar taka sér fyrir hendur og aðrar (þar á meðalþeirra fyrir utan vistkerfið)  innan vistkerfisins, fæðukeðjur og vefir.. Einnig tengsl lífveranna við lífræna og ólífræna þætti líkt og plöntur sem lífræna og steina og mold sem ólífræna, þau eru ekki lifandi. Mikilvægustu þættirnir eru loft, vatn, jarðvegur og sólarljós ( orka, önnur málsgrein ). Vistkerfi geta verið risastór, t.d. allt lífríki og dauðir hlutir í heilum dal, eða það getur verið pínulítið, í einum vatnsdropa eða nöglinni þinni. Vistkerfi eru tengsl lífvera og dauðra hluta í umhverfinu, sólarljóss og vatns, líkaminn er eitt vistkerfi og hann þarfnast vatns. Meira segi ég ekki en skoðið linkanna.

234 Snartartunga Hestar Reksturinn

Hér er mynd af hestum á stökki, hversu mörg vistkerfi ætli séu á þessari mynd. Innan hestanna jafnt sem utan?

Heimild myndar.

Nokkrar random Fréttir.

Kjúklingar.

Flugvélin: Nr 1. og Nr. 2.

Skrítninr Svíar: Nr. 1. og Nr. 2.

Kanada í vondum málum.

Goðsögn.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn  var þræl góður fyrilestrar tími hjá Gyðu úr glósunum og svo flakkaði hún um víðan völl í tengdu efni. Hún talaði um Hreppaflekann, Miðfell og fleira og fleira.  Sem dæmi skal ég hér nefna tvo mikilvægustu menn sem tengjast jarðfræði hrepparins og alls Íslands.  Þeir eru þeir Dr. Helgi péturson og Guðmundur kjartanson. Nota sömu heimildir og Gyða því þær eru annað hvort bestar: Helgi eða ekki úr miklu að velja: Guðmundur. Þegar ég tala um hreppaflekann vitið þið eflaust ekki hvað ég er að tala um.

Jardfraedikort_islenskatgHér sjáið þið mynd af sprungunni sem liggur í gegnum Ísland. hún er það skyggða. Þetta eru flekaskilinn sem Ísland liggur á. Til vinstri er norður Ameríku flekinn og til hægri er Evróasíu flekinn. En það sem ekki margir vita er að það er lítill fleki þar á milli. Þið sjáið hvernig skilinn hvíslast. Á milli þessa hvísla er lítill fleki sem er kallaður Hreppaflekinn. Hrunamannahreppur er á þessum fleka ásamt mörgum öðrum. Þannig að þetta svæði er hálfgerð heimsálfa þar sem flestar heimsálfur eru á sér fleka. En þetta er mjög umdeilt efni og við skulum ekki fara út í það nánar. En ég minntist á Hrunamannahrepp hér áðan, gullhreppinn, og er hann dálítið sérstakur. Það er eitt þorp í hreppnum og er það við rætur gamals eldfjalls sem heitir Miðfell. Þetta fjall er eitt þriggja í hreppnum og eitt aðal kennileiti hans. En það sem er sérstakt við þetta er að Miðfell er úr móbergi. Vísindavefurinn hefur þetta að segja um móbergs myndun: ,,Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.“ Móberg myndast oftast við gos undir jökli og er eitt af því sem gerir Ísland svo sérstakt. Fyrr nefndur Dr. Helgi rannsakaði lengi vel jarðfræði Íslands. Gerði hann margar merkar uppgvötanir og tengdist ien móberg. Minnir að hann hafi lagt fram kenninguna af því hvernig móberg myndast. Mikið af rannsóknum hans fórum fram hér í hreppnum við miðfellið góða og getum við verið stolt af því. Hins vegar er Guðmundur Kjartanson heima maður og bjó til ýtarlega skýrslu um jarðfræði hreppsins.

Seinni tímanum eyddum við í ritgerðar vinnu og ég vil benda á að þetta var eini tíminn sem við fengum í tölvuverinu við vinnuna. En ég er með Leonardo Da Vinci og hans helstu verk, (á vegum vísindanna). Hesturinn hans Leo. Leonardo Da vinci.

Á fimmtudaginn var hörð stöðvavinna tengd steindum hún er hér á verkefnabankanum. Undir Stöðvavinna steindir.

Fréttir.

Miklihvellur.

Mosi.

HIV

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ við erum núna byrjuð á hlekk 6 og er hann um Ísland: Jarfræði, líffræði, umhverfi og

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var Gyða ekki en ég nýtti tímann til að vinna í fjarnáms áföngunum mínum, við FÁ.

Á fimmtudaginn var Gyða sem betur fer og var mjög góður tími. Þá var tæknilega séð sem við byrjuðum í hlekk 6. þó formlega hafi það verið í síðustu viku. Gyða lét okkur hafa hugtaka kort og við glósuðum allt sem við mundum úr jarfræði Íslands. Hér er það og smá af því sem ég glósaði í tímanum.

 • Ytri öfl jarðar:
  • Haf
  • Vindar
  • Ár
  • Frost
  • Jöklar
  • Veðrun
  • Rof
  • Set
 • Innri öfl jarðar:
  • Flekaskil
  • Orka jarðar
  • Heitur reitur
  • Jarðskjálftar

Ytri og innri öflin eru áhrifavaldar jarðar og eru sífelt að breyta henni og því heldur jörðin og lífverurnar á henni ávalt áfram að þróast og aðlagast.

Gróðurhúsaáhrif:

 • Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhiti jarðar ekki 15°C heldur -18°C. Við heldur lífi á jörðinni.

Lífríki:

 • Flóra – gróður – plöntur
 • Fána – dýr

Ósonlagið er sirka í 20 – 30 km hæð og þess vegna eru gróðuhúsaáhrifin… Ég er að grínast Gyða, gróðurhúsaáhrifin tengjast ekkert ósonlaginu.

Ljósár: Sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári.

Förum í:

 • Veðurfræði
 • Haffræði
 • Jarðefnafræði
 • Jarðfræði
 • Jarðeðlisfræði

Jörðin er, frá kjarna til skorpu:

 1. Innri kjarni
 2. Ytri kjarni
 3. Möttull
 4. Deighvel
 5. jarðskorpan. Jarðskorpan skiptist í fleka og eru þeir einir af innri öflum og á stöðugri hreyfingu.

Sérstaða Íslands er minnst í lífríkinu, ég á við merkasta landspendýrið okkar er refur. Heldur liggur það mest í jarðfræðinni: Sem dæmi er 1/3 alls hrauns(lags) á jörðinni, síðasta árþúsund á Íslandi.

Heimild Gyða.

Einnig töluðum við um Pangea.

Skoðuðum einnig fréttir og greinar.

innri_gerd_jardar

Mynd af niðurskorinni jörð, heimild.

icelandmap

Jarðfræðilegt kort af Íslandi, heimild.

Iceland - Volcano and Mid-Atlantic Ridge

Ísland heitur reitur, heimild. 

Fréttir.

Smá um wikileaks, tengist kannski ekki alveg, en mikilvægt. W1 og W2

Fílar eru undraverðir einstaklingar.

Félagi minn Einar minntist á þetta atvik í seinustu færslu hans og hér er smá ,,update.“

Alltaf gaman að sjá fólk furða sig á Íslandi.

Ég hef oft talað um þetta viðfangsefni, og minni ég á Berlínar sjúklinginn sem dæmi.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ bloggin virðast alltaf að minnka hjá mér en það er vegna þess að mikið er búið að vera um frí undanfarið og styttist í skólaslit. T.d. falla margir tímar út eftir páska.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var vetrarfrí og því enginn skóli. Því miður, en hér er góð frétt í staðinn.

Á fimmtudaginn hins vegar lukum við fullkomlega hlekk 5 um eðlisfræði og hófum hlekk 6 sem er þemaverkefni um Ísland, meira hér. En við heimaprófin til baka: fékk 9 og fórum aðeins saman yfir svörin, rétt eða röng. Síðan fórum við í eitthvað nýtt og skemmtilegt. Við fórum í heimspeki, sem er uppruninn úr forn Grikklandi. Meira. Hvernig tengjast heimspeki og vísindi, hvorugt gæti verið án hvors annars. Við völdum okkur spurningar sem tengdust náttúrufræði, Íslandi og voru heimspekilegar. Þær voru:

 • Hvað er náttúra? eftir einstaklingi en í grunnin er allt sem er komið frá móður jörð en ekki mönnum., mitt svar.
 • Hvað er umhverfi? Allt sem skapar þig sem manneskju fyrir utan erfðir.
 • Er íslenskt vatn íslenskt? Nei vatn úr skýjum kemur hvaðan að úr heiminum.
 • Hvernig mótar maður landið? Með því að vera til.
 • Menningarlandslag hvað er það? Lanslag mótar menningu og menningin myndar landslagið.
 • Hver á Dettifoss? Enginn en við Íslendingar sem þjóð komust næst því.
 • Á ég að hreinsa fjöruna? Já en til þess þarftu að hreinsa hafið.

Við vorum 7 og því vorum við hver með okkar surningu, kynjaskipt. Næst fórum við upp á bókasafn og fundum okkur bækur um efnið sem við ætlum að skrifa ritgerð um. Ég ætla að skrifa um Leonardo Da Vinci, hafði hugsað mér að skrifa um Archimedes en hætti við vegna skorts á upplýsingum. Ég tók fjórar bæku og þar á meðal: Mannkynsaga eftir Bergstein Jónsson.

Fréttir.

Skelfilegt.

Svakalegt.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN