Daily Archives: mars 5, 2014

Hæ hæ bloggin virðast alltaf að minnka hjá mér en það er vegna þess að mikið er búið að vera um frí undanfarið og styttist í skólaslit. T.d. falla margir tímar út eftir páska.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var vetrarfrí og því enginn skóli. Því miður, en hér er góð frétt í staðinn.

Á fimmtudaginn hins vegar lukum við fullkomlega hlekk 5 um eðlisfræði og hófum hlekk 6 sem er þemaverkefni um Ísland, meira hér. En við heimaprófin til baka: fékk 9 og fórum aðeins saman yfir svörin, rétt eða röng. Síðan fórum við í eitthvað nýtt og skemmtilegt. Við fórum í heimspeki, sem er uppruninn úr forn Grikklandi. Meira. Hvernig tengjast heimspeki og vísindi, hvorugt gæti verið án hvors annars. Við völdum okkur spurningar sem tengdust náttúrufræði, Íslandi og voru heimspekilegar. Þær voru:

  • Hvað er náttúra? eftir einstaklingi en í grunnin er allt sem er komið frá móður jörð en ekki mönnum., mitt svar.
  • Hvað er umhverfi? Allt sem skapar þig sem manneskju fyrir utan erfðir.
  • Er íslenskt vatn íslenskt? Nei vatn úr skýjum kemur hvaðan að úr heiminum.
  • Hvernig mótar maður landið? Með því að vera til.
  • Menningarlandslag hvað er það? Lanslag mótar menningu og menningin myndar landslagið.
  • Hver á Dettifoss? Enginn en við Íslendingar sem þjóð komust næst því.
  • Á ég að hreinsa fjöruna? Já en til þess þarftu að hreinsa hafið.

Við vorum 7 og því vorum við hver með okkar surningu, kynjaskipt. Næst fórum við upp á bókasafn og fundum okkur bækur um efnið sem við ætlum að skrifa ritgerð um. Ég ætla að skrifa um Leonardo Da Vinci, hafði hugsað mér að skrifa um Archimedes en hætti við vegna skorts á upplýsingum. Ég tók fjórar bæku og þar á meðal: Mannkynsaga eftir Bergstein Jónsson.

Fréttir.

Skelfilegt.

Svakalegt.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN