Daily Archives: mars 12, 2014

Hæ hæ við erum núna byrjuð á hlekk 6 og er hann um Ísland: Jarfræði, líffræði, umhverfi og

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var Gyða ekki en ég nýtti tímann til að vinna í fjarnáms áföngunum mínum, við FÁ.

Á fimmtudaginn var Gyða sem betur fer og var mjög góður tími. Þá var tæknilega séð sem við byrjuðum í hlekk 6. þó formlega hafi það verið í síðustu viku. Gyða lét okkur hafa hugtaka kort og við glósuðum allt sem við mundum úr jarfræði Íslands. Hér er það og smá af því sem ég glósaði í tímanum.

 • Ytri öfl jarðar:
  • Haf
  • Vindar
  • Ár
  • Frost
  • Jöklar
  • Veðrun
  • Rof
  • Set
 • Innri öfl jarðar:
  • Flekaskil
  • Orka jarðar
  • Heitur reitur
  • Jarðskjálftar

Ytri og innri öflin eru áhrifavaldar jarðar og eru sífelt að breyta henni og því heldur jörðin og lífverurnar á henni ávalt áfram að þróast og aðlagast.

Gróðurhúsaáhrif:

 • Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhiti jarðar ekki 15°C heldur -18°C. Við heldur lífi á jörðinni.

Lífríki:

 • Flóra – gróður – plöntur
 • Fána – dýr

Ósonlagið er sirka í 20 – 30 km hæð og þess vegna eru gróðuhúsaáhrifin… Ég er að grínast Gyða, gróðurhúsaáhrifin tengjast ekkert ósonlaginu.

Ljósár: Sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári.

Förum í:

 • Veðurfræði
 • Haffræði
 • Jarðefnafræði
 • Jarðfræði
 • Jarðeðlisfræði

Jörðin er, frá kjarna til skorpu:

 1. Innri kjarni
 2. Ytri kjarni
 3. Möttull
 4. Deighvel
 5. jarðskorpan. Jarðskorpan skiptist í fleka og eru þeir einir af innri öflum og á stöðugri hreyfingu.

Sérstaða Íslands er minnst í lífríkinu, ég á við merkasta landspendýrið okkar er refur. Heldur liggur það mest í jarðfræðinni: Sem dæmi er 1/3 alls hrauns(lags) á jörðinni, síðasta árþúsund á Íslandi.

Heimild Gyða.

Einnig töluðum við um Pangea.

Skoðuðum einnig fréttir og greinar.

innri_gerd_jardar

Mynd af niðurskorinni jörð, heimild.

icelandmap

Jarðfræðilegt kort af Íslandi, heimild.

Iceland - Volcano and Mid-Atlantic Ridge

Ísland heitur reitur, heimild. 

Fréttir.

Smá um wikileaks, tengist kannski ekki alveg, en mikilvægt. W1 og W2

Fílar eru undraverðir einstaklingar.

Félagi minn Einar minntist á þetta atvik í seinustu færslu hans og hér er smá ,,update.“

Alltaf gaman að sjá fólk furða sig á Íslandi.

Ég hef oft talað um þetta viðfangsefni, og minni ég á Berlínar sjúklinginn sem dæmi.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN