Category: Mannréttindi

Bully

Hæ hæ.

Við horfðum á heimildarmynd um daginn að nafni Bully. Hún er um einelti. Þetta er besta mynd sem ég hef séð um einelti ( 3 málsgrein ) og snerti hún mig mjög mikið. Ég hafði að vísu séð hana áður en hún var samt sem áður enn mjög sorgleg. Hún segir frá lífi nokkra krakka og unglinga og líf þeirra í dag og áður. Öll hafa þau lent í miklu og hræðilegu ofbeldi. Einn lendir í miklu líkamlegu ofbeldi frá þeim sem hann heldur að séu vinir sínir. Ein stelpan lendir í svo miklu ofbeldi að hún hótar skólabíl með byssu og fyrir það þurfti hún að vera í fangelsi í marga mánuði þó hún hafi verið að verja sig. Önnur stelpa tilkynnti það að hún væri lesbía og samfélagið snéri baki við henni. Kennarar sögðu frá morðum á samkynhneigðum og fólk sagði að hún væri ógeðsleg. hún reyndi að fremja sjálfsmorð nokkrum sinnum. Foreldrar hennar voru áður á móti samkynhneigðum en þegar þeir sáu hvað það var hræðilegt fyrir samkynhneigða. Þau buðu henni að þau myndu flytja en hún sagði nei því þá hefðu þau unnið.Sagt er frá tveimur strákum sem frömdu sjálfsmorð vegna ofbeldis. Qute: ,,Ef þú drepur sjálfan þig til að tryggja að hlutirnir geti ekki orðið verri þá tryggir þú líka að hlutirnir geti ekki batnað“. Það er sagt frá lífi þeirra og hvernig pabbi eins þeirra bjó til samtök sem eru alþjóðleg og vinna gegn einelti. Of fá eru þau samtök og stofnanir sem vinna gegn einelti og til að hlutirnir batni þurfa skólarnir, kennararnir og samfélagið að batna. Vilt þú að barnið þitt lendi í einelti? Upplýstu börnin þín um hve hræðilegt og ófyrirgefanlegt einelti er og hjálpaðu að gera heimnn að betri stað. Bully trailer.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta er mannréttindafræði blogg.

Við fórum mjög snemma á árinu í tíma í mannréttindafræði sem snerist um það að spila olsen olsen. Þó að þetta hljómi ekkert illa þá bjó meira undir en svo. Kolbrún, kennari, kom til mín fyrir tíman og spurði mig hvort að ég vildi gera henni greiða. Ég sagði auðvitað já og og lét hún mig draga einn af miðunum sem hún var með. Miðinn sem ég dró hafði staerfsheiti kog leiðbeiningar kolbrún sagði mér að þar sem starfsheitið var reglumeistarinn. þá ætti ég að búa til bull reglur sem voru í raun ekki til. Átti ég að halda því svo fram, eins vel og ég heiti Rúnar, að reglurnar væri raunverulegar reglur. Þegar að spilinu var komið þá gerði ég fátt í byrjun en þegar dróst á spilið þá byrjaði ég einkaleikinn minn. É g bjó til maragar reglur og stundum hélt ég því fram að mér hafi verið kennt þetta og að kennarinn væri amma mín. Þetta gekk illa því enginn vildi trúa mér. Sá sem tók þesu verst var Þröstur í 10. Bekk. Þröstur var fyrst pirraður en þegar dróst á langinn þá þá grunar mig að Þröstur hafi orðið brjálaður því nokkur merki sýndu það, eins og að við byrjuðum að öskra á hvorn annan með hverri gervi reglu. Aðriri voru líka orðnir reiðir og verð ég að segja að mér var ekki skemmt því þessi greiði við Kolbrúnu kostaði mig ánægjuna af spilinu. Ég veit ekki almennilega hvernig þessi tími tengdist mannréttindum. Grunar mig þó að það tengist því að Kolbrún hafi verið að reyna í okkur þolrifin og að tengis tþetta því að mannréttindi snúast um lýðræðisleg gildi og umburðarlyndi sem voru klárlega ekki sýnd í þessum tíma. Ef ég vitna í 19. grein mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna þá sýni ég fram á hvað Kolbrún var að reyna að sjá hvort við myndum gera. ,, Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra. “

Heimild greinar: glósur, Kolbrún. Mannréttindasáttmáli sameinuðu þjóðanna.

Hæ hæ.

Við bloggum smá á næstu vikum um mannréttindi og hér er fréttir og greinar. Hér er góð grein um það hvað Mannréttindi séu og hvað þau snúast um. Þessi síða er um mannréttindi á heimsvísu og berst hún fyrir mannréttindum og er þetta heimasíða mannréttindastofu og þar sem hún er það mannréttindanna alla. Unisef er að safna peningum handa fólkinu á átakasvæðinu í Sýrlandi Þar sem er brotið á mannréttindum íbúanna á hverjum degi vonandi verður stríðið við einræðisstjórn sýrland brátt búið og fólk fái sín réttmætu lífskjör.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN