Category: 1. Hlekkur

Hæ hæ Þetta er síðasta blogg í dálítinn tíma því að í næstu viku erum við í skiptinema verkefni með dönskum krökkum. Þess vegna verðum við næstum því ekkert í skólanum nema hugsanlega gæti verið tími á fimmtudaginn við sjáum til. Svo falla nokkrir dagar úr svo að því miður er ekki mikið að Náttúrufræði tímum á næstunni. En nú hugsum við ekki meira um það. Hér er náttúrufræði síðan. Blogg kennara um okkur: 10. bekkur. Svo auðvitað blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við aðeins í það hvað við ættum kunna fyrir prófið og stuttur fyrirlestur úr restinni af glósunum. Við fórum síðan í Alias. Það er borðspil sem snýst um að lýsa orði sem þú færð. Fyrir rétt svar færðu stig og fyrir hvert stig fer kallinn þinn einn reit áfram á borðinu. Til eru svo kallaðir sérstöku reitir. Ef kallinn þinn lendir á þeim gerist eitthvað öðruvísi. Líkt og öll lið mega giska eða þú þarft að leika orðið. þetta er stór skemmtilegur leikur sem er frábær fyrir alla fjölskylduna. Gyða  breytti leiknum eilítið og setti miða með hugtökum tengd námsefninu. Þetta var stór skemmtilgt og lenti ég í frábæru liði: Elís Arnar, Guðleif Aþena, Einar Trausti, Selma Guðrún, Ninna Ýr. Vdið lentum í öðru sæti en á fölskum forsendum að mínu mati. Við svöruðum fyrst en Dómari dæmdi sigurliðinu í vil (vegna þess að kærastan hans var í hinu liðinu ).

Á fimmtudaginn gerðist voða lítið nema hvað við tókum prófið úr erfðafræðinni og lukum þar með hlekknum. Ég fékk 9,0. Einnig kíktum við í tölvuverið og skoðuðum þessa linka frá Gyðu.

Genatískur galli.

Harlequin.

Kínverji sem eldist um hálfa öld á nokkrum dögum. – Mögnuð frétt.

Ofur hrísgrjón.

Er kyn óþarfa stimpill.

Nú frá mér…

Fréttir.

Íslendingur að ná árangri í um heiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

Hæ hæ þetta var frekar róleg vika. Gyða var ekki á mánudaginn svo…

Hér er náttúrufræði síðan með blogggi kennarans. Einnig er blogg kennarans um okkar bekk: 10. bekkur. Svo er hér blogg skólafélga minna. Síðast en ekki síst grein dagsins. 

Á mánudaginn eins og ég var búin að útskýra var Gyða ekki. En í fyrri tímanum fengum við heimsókn frá konu sem fræddi okkur um reynslu sína um þunglyndi og almenna geðsjúkdóma. Hún hefur mikið unnið að því að losa samfélagið við fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Hún er búin að helda fyrirlestra í skólum, tala í sjónvarpi og tjáð sig um þetta á netinu. Þegar því var lokið var okkur sagt að fá okkur frískt loft og því fórum við út. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og unnum á nokkrum síðum í efni sem Gyða var búin að senda okkur. Hér er frábær pistill frá henni um málstað hennar.

Hér eru síðurnar:

Erfðir og þróun. – komst því miður ekki í það að skoða þessa síðu þá.

Erfðavísir. – Frábær vinnu og fræðslusíða. Við höfum unnið á henni áður en því miður ekki á mánudaginn.

Punnett ferningurinn. – Náði ekki alveg að klára en komst vel á veg sekmmtilega krefjandi verkefni.

Klónaðu mús. – Þetta er mjög skemmtilegur og fræðandi leikur.

Á fimmtudaginn var loksins Gyða kominn aftur og við fórum að plana næstu vikur í náttúrufræðinni. Því miður er ekki náttúrufræði í næstu viku vegna frís og annra mála.

En við vorum að hugsa um að sleppa prófinu í næstu viku en Gyða ákvað svo að það yrði próf. Næst fórum við í hefti sem við unnum saman. Ég var með Elísi og Helga. En annars var þetta líka unnið upp á töflu. Þetta var svona eins konar æfinga próf. Þetta voru alls kyns spurningar úr erfðafræðinni og til dæmis áttum við finna út hvort par hafi fengið rétt barn heim af fæðingar deildinni í gegnum plóðgreiningu. Við fundum út að það var ekki rétt par. Annað par var með þeirra barn. Smá fróðleikur um blóðflokka. Smá meira. Af hverju bara smá meira.

Fréttir.

 Það er alltaf gaman að sjá Íslendingum ganga vel í umheiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ minna núna en síðast (auðvitað).

Náttúrufræði síðan. Blogg skólafélga minna. 10. bekkur inn á náttúrufræði síðunni. Grein dagsins.

Á mánudaginn var mjög góður fyrir lestur frá Gyðu úr glósunum. Þetta voru sömu glósur og áður. Sem sagt úr erfðafræði. Við skoðuðum einnig greinar og fréttir og hérna eru nokkrar frá Gyðu og mér.

Vefur blóðbankans. – Frábær vefur fyrir allskyns fróðleik og upplýsingar í kringum blóð og fleira.

A eða B.

Smá mistök.

Sigðkornablóðleysi.

Gallar og sjúkdómar.

Ganga tvíburar í erfðir?

Uppruni hunda.

Svart og hvítt. – Algjörlega magnað. Þetta er að mínu mati hreint ótrúlegt.

Ríkjandi eða víkjandi?

Litblinda. – Gyða útskýrði fyrir okkur vel litblindu ssemm tengist því að það er galli í litning og afhverju þetta er tíðara hjá strákum. Besta leiðin til að skilja þetta er með punnett ferningum og að lesa greinina.

Tengt efni.

Hér er kona að útskýra hvernig Punnett ferningurinn virkar. Frábært myndband.

Fleiri myndbönd um líffræði. Einnig og þetta.

Erfðafræði.

Francis Crick.

Smá fróðleikur.

 • Gregor Mendel er kallaður faðir erfðafræðinnar.
 • Hann var austurrískur, kaþólskur munkur.
 • Hann byrjaði að skoða ríkjandi og víkjandi eiginleika plantna.
 • Hann ræktaði baunir fyrir tilraunir sínar, því þær eru einfaldar í ræktun og fínt viðfangs efni.
 • Hann fann út að ef þú paraðir saman alltaf stærstu plönturnar og síðan af afkomendum þeirra plantna líka stærstu afkomendurna og svo framvegis myndi einungis koma á endanum stórar plöntur en þær voru ríkjandi og hann fann út að ef 2 plöntur var arfblendnar myndi vera 1/4 líkur á því að einn afkomandi þeirra yrði víkjandi ( lítil ).
 • Þetta sýnir sig sjálft í ferningum sem Ronald Punnett bjó til og einfaldar erfðafræði dálítið fyrir okkur. Alla vega þegar við vinnum með arf gerðina.

Heimild punkta: Glósurnar hennar Gyðu og vísindavefurinn.

Á fimmtudaginn var heimsendir. Gyða var ekki og því fengum við að horfa á mynd. Hún hét: This is the end.  Heimsendir.

Fréttir.

Snjómaðurinn ógurlegi.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Þetta er hálfvandræðalegt. Eins og þið vitið þá gleymdi ég að blogga í síðustu viku. Ég hef ekki gleymt að blogga í 1 – 2 ár og því varð ég hálf vonsvikinn yfir sjálfum mér. En ég ætla að bæta fyrir það og blogga núna fyrir báðar vikurnar. Fyrst kemur bloggið sem átti að vera í síðustu viku og svo kemur bloggið fyrir þessa viku. Hér er Náttúrufræði síðan með bloggi kennara með ýmsu nytsamlegu. Ég vona að Gyða kennari geti fyrirgefið mér. Og ef ykkur finnst þetta eitthvað skrýtið gefið mér smá séns því ég er ekki vanur þessu. Síðast þegar ég gleymdi að blogga var í 8. bekk. Þá gleymdi ég þrjár vikur í röð og vegna einræðni minni varð þetta til: Meistaraverkið. 1054 orð. Blogg skólafélaga minna. 10. Bekkur.

Vika 6 – Hið seina. (7. og 10. febrúar)

Á mánudaginn var eflaust fyrsti alvöru erfðafræði tíminn. Við fengum glósurog nýtt hugtakakort frá Gyðu. En við erum þó enn í sama hlekk og áður. Gyða gaf okkur fyrirlestur úr glósunum og við glósuðum hjá okkur.

Hvað er erfðafræði? Svar: Fræðigrein þar sem rannsóknir eru gerðar á því hvernig eiginleikar erfast á milli kynslóða.

Hvað er D.N.A. í einföldu máli? Svar: D.N.A. er kjarnsýra sem myndar erfðaefni. Það er í tveimur helixum og þar á milli eru ,,bókstafir“ og röð þeirra myndar uppskriftina af lífverunni sem erfðaefnið tilheyrir. Ígegnum D.N.A. erfast eiginleikar foreldra til barnanna.

Gen? Svar: Þegar D.N.A. raðast saman myndar það gen. Þegar gen raðast saman myndar það litning. Við erum með 23 litninga pör. Í kjarnanum á hverri frumu eru 46 litningar, nema sáð –  og eggfrumum. Þær hafa 23 litninga ekki 46. Því að þegar sáðfruma sameinast eggfrumu og myndar fóstur þá eru 46 litningar í barninu. 50 % frá móðurinni og 50 % frá móðurinni.

Skemmtilegir linkar frá Gyðu:

Þú og genin.

Hárlokkur.

Stofnfrumur.

Frumustærðir.

Erfðavísindi hjá Lifandi vísindum.

Kynning á erfðum.

Man ekki alveg hvað við gerðum í tölvutímanum. Gæti verið að við höfum farið inn á spurningavef úr erfðafræði og unnið á honum. Já ég held að við höfum verið að vinna verkefnin hér, mæli með því.

Fréttir.

Skelfilegt.

Á fimmtudaginn var aftur frí eftir hádegi í skólanum og þá vorum bara við strákarnir í náttúrufræði, því það er kynjaskipt og stelpurnar eftir hádegi. Gyða sendi okkur út í hópum og við áttum að segja frá góðum og slæmum áhrifum mannsins. Sem dæmi fundum við…

Slæmt:

Breyttum farvegi árinnar.

Byggðum og nýttum land og þar með eyðilögðum fyrra vistkerfi á staðnum.

Hleyptum dýrum á beit.

Gott: 

Plöntuðum trjám.

Stundum garðyrkju.

vinnum á móti landrofi.

Svo komum við inn og ræddum um hvað aðrir og við fundum. Annars voru fleiri dæmi en þetta eru þau sem voru fyrst að koma í kollinn á mér.

Vika 7 – Á réttum tíma (14 0g 17 október).

Á mánudaginn var Gyða með meiri fyrirlestur úr glósunum síðan í síðustu viku. Við ræddum um arfblendinn og arfhreinn. Víkjandi og ríkjandi. Ég á dálítið erfitt með að útskýra þetta og ég vona að þið sýnið skilning. Bauna planta er há með fjólublá blóm, þetta er það sem við sjáum og því svipgerð. Arfgerð eru ,,bókstafirnir.“ Ef stórt há táknar háa plöntu en lítið há litla þá er það táknað svona: H og h. Ef plantan hefur HH þá er hún há og arfhrein. Þetta á einnig við hh nema þá er hún lítil. Hh og hH skiptir ekki máli hvort það er það sama. Það er arf blendið, blandað saman. Stóra háið er ríkjandi og litla háið er víkjandi. Það þýðir að ef planta er HH er hún stór en einnig ef hún er Hh eða hH því að H er ríkjandi og h er víkjandi og víkur því fyrir H. Svo að plantan er einungis lítil ef hún er arfhrein hh. Ef þú myndir para saman hh og HH Þá fengir 50 % líkur að afkvæmin væru arfblendin eða arfhrein en alltaf háar, því að H+H =HH, H+h= Hh og svo aftur. H er alltaf ríkjandi og því er enginn möguleiki á lítilli plöntu. Eina leiðin til að það komi lítil planta frá stórum plöntum er ef báðir foreldrarnir eru arfblendnir, Hh+Hh. Þá er 1/4 líkur á því að afkvæmið verði lítið eða báðir foreldrarnir eru arfhreinir lítil há eru öll afkvæmin lítil, hh+hh= bara hh.

Svona liti það út ef ég væri að para saman arfblendna foreldra: Í neðra hægra horninu er 1/4 möguleikinn.

Tafla vefja brjóta

 

Heimild myndar.

 

Í seinni tímanum gerðum við verkefni úr þessu.

Skemmtileg grein um föðir erfðafræðinnar. Gregor Mendel.

Á fimmtudaginn krufðum við nagdýr. Við fengum senda dauða tilraunarottu og áttum við að flá hana og krifja. Þetta mjög uppfræðandi reynsla og ég vil helst ekki reyna segja mikið frá þessu núna því að seinn í næstu viku kemurinn flott skýrsla um þetta inn á verkefnabankann. En hér er smá fróðleikur. Þó undarlegt sem það virðist þá eru rottur furðulega líkar mönnum inn í líkamanum. mínus kannski sem dæmi að við höfum ekki tennur sem við notum til að naga og vaxa um 15 cm á ári. Við tókum þó fullt af myndum versgú:

IMAG0409  Rottan.

IMAG0411  Byrja að flá.

 

IMAG0414 Byrja að opna belginn.

IMAG0428  Hvernig hún leit út eftir á.

.IMAG0426 Innviðin og skottið.

IMAG0429Belgurinn opinn.

Rottur á Íslandi.

Flott frétt.

Skuggaleg tíðindi.

Grein dagsins.

Nú er þessu mikla bloggi lokið það var í kringum : 900 orð.  Ég vil benda á að mikill fróðleikur kom frá glósunum hennar Gyðu og ég tek enga ábyrgð á því sem stendur á vikipedia linkunum hér fyrir ofan en þeir eru samt góðar upplýsingar en ekki áreiðanleg heimild.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

Hæ hæ. Náttúrufræði síðan ( kennara blogg ). Blogg skólafélga minna. Mjög góð síða sem svarar öllum spurningum ykkar. Vísindavefurinn. Það er lítið að segja frá sem ég get bloggað um vikuna.                          Síða vikunnar.

Á mánudaginn, í fyrri tímanum, vorum við að fara yfir hvað væri mikilvægt að læra fyrir prófið.

Þessir linkar eiga kannski ekki stundum mjög vel við en gef mér smá séns.

Í seinni tímanum blogguðum við.

Á fimmtudaginn var prófið: Ég fékk 9,5 😛 svo sýndi ‘Gyða okkur eitthver fræðslu myndbönd en því miður man ég ekki hvar svo…

Fréttir.

Verðið að lesa.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

 

Hæ hæ. Náttúrufræði síðan ( kennara blogg ). 10. bekkur. Blogg skólafélga minna.

Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og því var brugðið frá hinni hefðbundnu dagskrá. Við skiptum okkur í hópa og ég var með Einari Trausta og Håkoni Snæ í hóp. Við vorum send út og áttum að safna birki fræjum  í poka. við ætlum síðan að senda þau til Hekluskóga þar sem er verið að reyna að rækta upp Birkiskóga. Þetta var einnig keppni á milli bekkja á unglingastigi, 8. bekkur safnaði 200 – 250 gr., 9. bekkur 150 – 200 gr. en við, 10. bekkur söfnuðum 400 – 420 gr. Svo að við unnum og líka ef við myndum deila þessu og taka meðaltalið. Samtals söfnuðum við því um það bil 800 gr. af frækornum. Nú á bara eftir að senda Hekluskógum þau og þess vegna bíða þau nú í kæli.

Hekluskógar.

 Fróðleikur.

Vissu þið að við landnám á Íslandi var einn 1/4 landsins skógi vaxinn, í síðustu færslu sagði ég frá þessu nánar.

Birkiskógar Íslands. Íslenskt Birki kallast Ilmbjörk. Við ræktum mest af kvæminu Emblu. Önnur trjátegund sem er ein af þeim sem uppranalega á tímum landnámsmanna þakti landið er Björk, þessi tiltekna Björk heitir Fjalldrapi. Ilmbjarkir eru einu trén sem mynda náttúrulega skóga. Ef við látum Ilmbjörk og Fjalldrapa frjógvast saman fá um við út tegundina Skógarviðarbróðir, sem undarlega getur fjölgað sér náttúrulega með öðrum sinnar tegundar. Tegundir sem koma til sögunnar vegna tæknifrjógvunar manna og þess háttar get því miður oftast ekki fjölgvað sér eða ekki með sinni tegund. Eins og með Liger, sem er blanda Tígrisdýrs og ljóns var lengi talinn ófrjór en nýlega á síðasta ári var komist að því að kvenkyns Liger getur eignast afkvæmi með karlkyns ljóni sem er undraverð uppgvötun. kynblöndun.

Á fimmtudaginn var kynjaskipt og við strákarnir því einir. Það var hópavinna og unnum við að plakati. Ég var með Einari Trausta og Ágústi Guðmanni. Við studdumst við Heftið: CO2 eftir Einar Sveinbjarnarson sem frábært og mjög góðu miðill sem ég mæli með. Við gerðum Plakat um hringrás kolefnis. Þeir tveir skiptum textanum á milli sín og ég teiknaði útskýringar mynd. Ég ætlaði að taka mynd af því en það gleymdist í öllu fátinu. Í staðinn er hér fyrir neðan mynd af netinu af hringrás kolefnis. Kolefni er táknað í lotukerfinu CO2 það er bráð nauðsynlegt í vistkerfinu og eiginlega bara öllu. Ef ekkert kolefni væri væru engir menn né dýr og plöntur. Jörðin væri í allt annari mynd og hugsanlega óbyggileg. Sem dæmi þá binda plöntur kolefni ásamt vatni með orku sólar í sér sem glúkósa. Plöntur einnig losa sig við úrgangs efnið súrefni sem heldur í okkur lífi svo að ef ekkert kolefni væri – engar plöntur – ekkert súrefni og enginn bloggari til að skrifa þetta.

kolefnishringur_020804 Smelltu á myndina.

Fréttir.

Eintök frétt, vesalings stúlkan.

Þetta verðið þið að horfa á. Þetta er um hafmeyjur og sýnir fram á að þær séu til og þá á ég ekki við ungar fallegar konur með sporð heldur meira eins og marfólk. Horfðu á ef þú þorir!

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ, þetta er aðeins öðruvísi en vanalega en hér er náttúrufræði síðan með bloggi kennara og fleiru skemmtilega. Náttúrufræði síðans10. bekkur. Hér er einnig blogg skólafélga minna.

Á mánudaginn voru um ræður um vistkerfi og þess háttar. Við skoðuðum einnig fréttir og greinar. Eins og… Birkiskógar – mér finnst þetta sorglegt. Við komum til landsins og þá var 1/4 Íslands skógi vaxið. nú er ekki brotabrot af því eftir. Einungis 5 % flatamáls af birki vaxandi og á flatarmáli þess við landnám. 1.200 ferkílómetrar eru vaxnir birki, við landnám voru það 25 – 30.000 ferkílómetrar. Mér finnst frábært að þessi grein sé að reyna að endurheimta skógana og ég vona að það gangi vel. Súrnun hafsins – Þetta er varúðarlegt og ætti ekki að líta framhjá. Hér eru þrennir linkar sem við skoðuðum ekki en Gyða setti inn og mér finnst þeir mjög góðir og þess verðugir að skoða. Ramsarsamningur – Líffræðileg fjölbreytni Náttúra norðursins. Hér er ein frá mér.

Í seinni tímanum unnum við niðri í tölvuveri að spurningum sem eru hér inn á náttúrufræði síðunni ( neðsta færslan ) en best er bara sína ykkur svörin mín. Opnið PDF skjalið.

Nú kemur skrítni parturinn. Á fimmtudaginn var einungis skóli til hádegis vegna þess að margir fara á móti safni ( fjallsafninu, kindur ). Við erum kynjaskipt þá og seinni tímarnir eftir hádegi og þess vegna voru strákarnir þeir einu sem voru í náttúrufræði þann dag. Við horfðum á brot úr myndinni Avatar. Sem er vísindaskáld saga um hermann sem fer til fjarlægs tungls til að vinna þar í vísndalegu verkefni námu fyrirtækis þar. Á plánetunni eru infæddir sem kallast Na’vi. Þeir eru ,,Humanoids“ eða verur sem svipar til með mönnum. Þeir eru þriggja metra háir, bláan hörundlit og sterk byggðir. Þeir svipa til katta og manna. Þeir elska náttúruna og virða hana. Þeir hafa tengsl við aðrar lífverur í gegnum þræði sem eru í því sem við myndum kalla hár í tagli. Svona geta þeir bundist böndum við dýr og hálfgerðan guð þeirra sem er tré. Þetta tré þeirra er í raun vitsmuna vera og eiginlega plánetan: ,,Móðir jörð“. Ég ætla ekki að segja mikið meira frá söguþræðinum því ég vil ekki skemma myndina fyrir ykkur. Ef við horfum á myndina frá vísindalegu sjónarhorni þá sjáum við margt merkilegt. Til dæmis þessar spurningar…

…Eftir hverju eru mennirnir að sækjast eftir? SVAR: Þeir eru að sækjast eftir steinefni sem kallast Unobtainium, sem selst á 12 milljón dollara kílóið á jörðinni.

…Hverjir eru eiginlegar auðlindir tunglsins? Hafa menn og Na´vi búar sömu hugsun í því efni? SVAR: Nei Mennirnir og Na´vi fólkið hafa ekki sömu hugmyndir um það. Mennirnir hugsa um Unobtainium, við, kjöt, land og margt fleira en Na´vi fólkið hugsar um náttúruna, lífið og móður jörð sem auðlindir tunglsins.

…Hvernig tengjast Pandóubúar náttúrunni? SVAR: Hár þeirra endar í náttúrulegu tagli og í enda þess eru nokkrir þræðir og eru þeir hálfgerð innstunga. Öll dýr eru með svona og geta þannig íbúarnir tengst þeim og gert að félgöum því þeir deila tilfinningum og hugsunum. Þeir geta líka tengst plöntum en þær eru ekki með svona heldur taka bara beint í gegnum sig.

…Svipar líffríki Pandóru því sem við þekkjum á jörðinni? Hvað er líkt og ólíkt? SVAR: Já það er svipur með þeim. Til dæmis er Pandóra með mörg dýr sem svipar til annara dýra á jörðinni svo sem hesta, hunda og nokkara útdauðra tegunda svo sem nokkrar frá risaeðlum. Mikill munur er það að mikið af dýrunum á Pandóru hafa sex fætur. Plöntulífið er svipað á vissan hátt en mun öðruvísi. Sumar plöntur hafa vitund. Landslagið er mis líkt því að það er skógur einu megin en fljúgandi klettar á hinn veginn. Hér getið þið skoðað dýrin og plönturnar.

…Hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir? SVAR: Fljúgandi eyjar í himninum en svo sem allt getur gerst, alheimurinn er stór staður.

…Hve langt er til Pandóru? SVAR: Fimm ljósár.

…Er líklegt að slíkt tungl fyrir finnist í geimnum? Alveg eins, nei. Ekkert er nákvæmlega eins. Þetta er vísindalega sannað. Svo enginn pláneta er eins og Pandóra. En það erum mjög miklar líkur að mjög líkt tungl / pláneta finnist í alheiminum. Hann er það stór að llíkurnar eru frekar háar.

Hér er skemmtileg umræða: Líkist myndin ekki svolítið því þegar við námum land í Ameríku fyrr á öldum. Þegar við komum var allt stórhættulegt en síðar komumst við að því að svo var ekki. Við börðumst við Infædda indjána með byssum á móti örvum og spjótum. Við komum með hesta til að hjálpa okkur og voru þeir framandi infæddum. Við leituðumst eftir landi og verðmætum steinefnum. Indjánarnir áttum nó af því svo að við fjarlægðum þá og tókum það. Athyglisverð tilviljun, eða hvað? Söguþráðurinn líkist sögunni um Pocahantas. Infædd stúlka, sem elskaði náttúruna, varð ástfanginn af landnámsmanni þau börðust gegn landnáminu og lífðu sæl til æviloka. Já mér finnst þetta svolítið mikil tilviljun fyrir minn smekk.

Hér góð síða ef þið viljið fræðast meira um Avatar og greinin er um tunglið sjálft, vísindalega áhugaverðasta í myndinni.

q

Hér er verið að biðja ,,móðir jörð“ um að bjarga Sully úr klóm dauðans með því að yfirgefa veika mennska líkamann og flytja hug hans yfir í manngervilinn hans þar sem hann var fyrsta sinn lifandi. Hvað gerist?

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ við þurftum ekki að klára síðustu bloggfærslu svo þess vegna er hún svona. við erum nú í náttúrufræði á mánudögum og fimmtudögum, en þá er kynjaskipt. Ykkur til stuðnings set ég hér inn náttúrufræði síðuna. sem er heima síða náttúrufræðinnar og er þar blogg kennarans um tímanna og margt fleira gagnlegt og skemmtilegt. Náttúrufræði síðan. Hér er einnig til viðmiðs hinar bloggsíður skólafélaga minna flokkaðar undir bekkjum ég er í 10. bekk.

Á mánudaginn eyddum við fyrri tímanum í að spjalla um hvernig veturinn ætti að vera. Einnig spjölluðum við um Danmerkurferðina sem við vorum að koma úr. Fyrsta færslan mín í vetur var um muninn á vistkerfunum á Íslandi og Danmerku. Kannski mun ég klára hana en við sjáum til.  Við munum gera ritgerð í vetur og erum við nú í Vistfræði en munum svo skipta yfir í erfðafræðina. Við erum að styðjast við bókina Maðurinn og náttúran sem mun vera okkur til hjálpar í hlekknum. Í seinni tímanum þá vorum við í tölvuveri og gerðum Danmerkur færsluna.

 

Á fimmtudaginn vorum við kynjaskipt og því vorum við strákarnir einir í tíma með Gyðu. Við töluðum um námsáætlunina og hlekkinn. við unnum í hugtakakortinu og fengum svo stuttan fyrirlestur úr hluta af glósunum sem við einnig fengum í tímanum. Töluðum við aðallega um vistfræði og er það sú grein vísinda sem sér um náttúruna, vistkerfi og jafnvægið þar. Það sem er áhrifa mesti hlutinn í vistkerfi er maðurinn. maðurinn hefur raskað ótal mörgum vistkerfum og er því valdur margra útdauða margra tegunda. Ef maðurinn myndi til dæmis byrja ofveiði á síld þá myndi fæða margra tegunda snarlega lækka og tegundir sem síldin hélt í jafnvægi myndi fjölga upp úr öllu valdi. Þar með væri maðurinn búinn að raska vistkerfinu og þess vegna eru til dæmis til friðunar lög og bann við ofveiði. Þennan fróðleik var að hluta til að finna í glósunum hennar Gyðu en sumt kom frá því sem ég hef lært í gegnum árin. Við fórum í stöðvavinnu í seinni tímanum. Ég og Bjarki unnum saman og við fórum á smásjár stöðina sem er lituð. okkur gekk ekkert allt of vel en við enduðum með að klára en þá var tíminn búinn.

 1. Mólikúl – Byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna… og stillum af.
 2. Laufblað – Skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna.
 3. Hringrás kolefnis – Teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – Verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Fæðukeðja – Fæðuvefur
 7. Orkusparnaður – Stærðfræði
 8. Flatarmál laufblaða – Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – Tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – Sjálfspróf  – Tölvustöð

Hér góð mynd sem Gyða sýndi okkur. Þetta er hugtakakort um hlýnun jarðar. Heimild.

hlynun

Fréttir.

Skemmtileg frétt um nýja tegund hákarla.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Hæ hæ allir saman nú skólinn loksins byrjaður eftir mikið og gott sumarfrí. Við byrjuðum á að fara, í fyrstu vikunni, til Danmerkur. En nú er ég kominn heim og best er að koma sér að verki. Viðfangsefni vikunnar í dag er í raun og veru Danmörk og Ísland, vegna ferðarinnar. Í dag ætlum við að fjalla um muninn á Vistkerfi Danmörkur og Íslands, kannski bæti ég einhverju öðru við í kaupæti.

Danmörk hefur svipað vistkerfi og nágrannar þess. Íslandi er heldur ólíkara vistkerfi, aðal ástæða þess er það að Ísland er eyja á ,, hjara veraldar“.

Til dæmis eru stór landýr mjög ólík.

Danmörk hefur…

…spendýr:

 • Birni
 • Úlfa ( það eru einstaklega fáir í Danmerku en eru samt til )
 • Kýr
 • Refi
 • Minka
 • Kindur
 • Hesta
 • Svín
 • Íkorna
 • Kanínur

…fugla

 • Krákur
 • Hrafna
 • Fálka
 • Erni
 • Gæsir
 • Endur
 • Hrægamma
 • Storka
 • Næturgala
 • Dúfur
 • Spætur

…fiskar

 • Ég fer ekkert sérstaklega út í það, því að það er nokkuð svipað. Og þó þá er fiskar skyldur Pírana fiskum kominn til Danmerkur og Svíþjóðar kallast hann Pacus og ræðst hann sérstaklega á pung karlmanna.

Þetta voru bara nokkur dæmi, Ísland hins vegar…

…spendýr:

Hæ hæ.

Á mánudaginn vorum við að skoða þróunarskeið trjáa, (Hér er rosa flott síða með því.) hvaða tré væri stærst, er það kallað á ensku General Sherman en á íslensku Sherman hershöfðingi hér er grein um  það.                            Heimild myndar.     Einnig töluðum við um elstu trén sem eru – broddfurur.

 Sherman hershöfðingi

Skoðuðum við hvað væri inn í laufblaði og hvernig ljóstillifun virkaði hjá frumbjarga lífverum. Koldíoxíð fer inn og út fer súrefni. En líka fer vatn inn um rótina og með koldíoxíðinu, vatninu og sólarljósi, sem er orkan í ljóstillifuninni, framleiðir plantan með öllum þessum efnum sykur eða glúkósa og notar það sem orku. Þess vegna er það frumbjarga ekki ófrumbjarga því hún framleiðir þá orku sem hún þarf en ófrumbjarga lífverur þurfa að borða aðrar lífverur og sofa til að fá orku.

Hér er síðan þar sem þú getur skoðað alls kyns fróðleik um tré og ef þú ferð í linkana hægra meginn færðu meiri fróðleik. Smelltu svo á laufkrónuna á lauf trénu færðu upp flottan glugga sem sýnir þér hvernig ljóstillifun virkar og einnig auka frumurnar.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna þar sem við fórum út og gerðum alls kyns stöðvar tengdar vistfræði. Hér eru þær.

 1. Náttúrufæði hvað er það?
 2. Sumar eða haust?  ( Við strákarnir byrjuðum á því en kláruðum ekki. Snýst sú stöð um það að sjá hvaða vexumerki eru að það sé sumar eða haust. )
 3. Hvað einkennir líf? ( Mig minnir að þetta væri stöðinn sem við gerðum lista um 15 lifandi lífverur, 15 lífverur sem voru lifandi og 15 hluti sem voru aldrei lifandi. T.d. Gras, Rifsberjarunnar, Alaskaösp eru allt lifandi lífverur en egg, börkur, viðar plankar eru allt af eða voru dánar lífverur og að lokum er járn, kopar og gler hlutir sem aldrei hafa verið lifandi. Hve mikið getur þú fundið? )
 4. Eigin rannsókn
 5. Trjá greining ( Við kláruðum að greina 1 lauf tré sem var alaska ösp og 1 barrtré, samt gæti verið að við áttum að gera 2 lauftré en við vissum það ekki. )
 6. Trjámæling ( Ég var því miður dálítið smámuna samur þar og lét strákan fara á annan stað því 1 tréð var í halla en við tókum tré sem var minnir mig um 15 m hátt. )
 7. Samanburður á könglum
 8. Mosar
 9. Fléttur

Í lok tímans bárum allir hóparnir saman sín svör.

Hér er mynd af tré sem er lifandi en trégrindverkið var eitt sinn lifandi en steinninn í gangstéttinni hefur aldrei verið lifandi.   Heimild myndar.

Fréttir.

Grein frá vísindavefnum um elsta tré landsins, silfurreynir, alla vega þegar þessi grein var skrifuð.

Hér er mjög áhuga vert myndband af vísindamanni að halda fyrirlestur um hnatt hlýnunina og hvernig reynt var að grafa yfir hana.

Við byrjum í nýjum hlekk um dýrafræði næst og byrjum að vinna að ritgerð.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN