Category: 3. Hlekkur

Hæ hæ.

Á mánudaginn var Gyða ekki svo að í helmingnum af tímanum horfðum við á hluta fræðsluþáttar en hinn helminginn fengum við að fara í tölvuverið til að klára skýrsluna sem var um tilraunina sem við gerðum vikuna áður um þyngd, vinnu og afl. Er sú skýrsla inn á verkefna bankanum. Þátturinn minnir mig að hafi haft nafnið kraftar hafsins en það sem við sáum af honum var verið að fjalla um miðbaug, eyjar þar og áhrifin sem hafstraumarnir hafa á eyjarnar. Fyrst var fjallað um eina af Galapagos eyjunum sem eru við miðbaug. Var á þeirri eyju að hluta til held ég svolítið eyðiland en samt eru þar miklar gnægtir af öllu ef þú kannt að leita þeirra. Þar voru eðlur sem hétu sjávarfrýnur eða sjávardrekar, ég man ekki hvort það var, en nýta þessar eðlur sér sjóinn og hafa þannig gnægtir matar. Hér er grein um þær. Einnig eru þar mörgæsir og er sjórinn nógu kaldur fyrir þær. Síðan var byrjað að fjalla um Palmyra eyju Þar sem einu landýrin eru kókoskrabbar og er þeirra aðal fæða kókoshnetur sem ekki skortir á eyjunni en borða þeir samt eiginlega hvað sem er. Þar sem þeir eru einu landdýrin á eyjunni þá stafar að þeim engin ógn nema við aðra kókoskrabba. Ég held að í þættinum hafi verið sagt að kókoskrabbar séu stærstu núlifandi hryggleysingjar í heimi. Þó að krabbarnir ráði landi þá ráða 30 fuglategundir lofti og eru það aðallega hafsúlur. Ef ungi dyer hjá hafsúlu þá eignast foreldrarnir ekki annan fyrr en eftir ár. Hér er grein um súlur en ég veit ekki hvort þær séu þær sömu og hafsúlurnar.Skógurinn þarf á fugllunum að halda vegna fugladrits þeirra sem er hin besti áburður og einnig þarfnast hann hinnar geysimiklu rigningar sem hann fær á hverjum degi. Einnig er sjórinn þakklátur fyrir fugladrit fuglanna því það lendir á yfirborði eyjarinnar og ferðast niður í gegnum eyjuna og niður í sjó og verður áburður fyrir kóralrifin. Í kóralrifi eru um milljón dýr og eru þar gott dæmi um samlífi: kórala og þörunga, þörungarnir ljóstillifa. Páfagaukafiskar eru hjá rifunum og eyðileggja þeir margt en byggja þeir samt margt einnig upp. Eru þar margar tegundir fiska, t.d. 18 tegundir fiðrildafiska. Fær eyjan 12 tíma af sólskini á dag og þegar það kemur nótt þá breytist lítið á landi en mikið breytist í sjó. Þegar nótt kemur þá koma djöflasköturnar á kreik og borða það sem er á botninum í miklum dansi. Við kláruðum ekki nærri því þáttinn en flest allt sem ég er búin að telja upp lifir vegna hafstraumanna við miðbaug.

 Palmyra í allri sinni dýrð.

Heimild myndar → Flott síða.

Á þriðjudaginn gerðum við tilraun og hvað er betri leið til að segja ykkur frá henni en að sýna ykkur skýrsluna. Skýrslan verður svo inn á verkefnabankanum. En vegna þess að ég er veikur get ég ekki nálgast skýrsluna en hún kemur inn eftir 3 daga inn á vekefnabankann. Til að þið vitið svona nokkurn veginn hvernig þetta virkar þá var þetta tilraun um hröðun og við mældum 25 metra langa braut úti á malbiki við merktum inn 5, 10, 15, 20, 25 metra millibilin og tókum tíma á bolta. Við köstuðum bolta og í hvert sinn sem boltinn fór framhjá merkjunum var merktur inn millitími og þannig gátum við fundið út hröðunina með útreikningum sem byggðust á vegalengdum og tíma. En vegna þess að lang best er að sýna ýtarlega hvernig tilraunin virkaði þá bið ég ykkur að skoða skýrsluna þegar hún kemur inn en ekki á morgun því þá er frí í skólanum og ég kemst ekki að henni því hún er vistuð í skólanum svo að þið skuluð skoða verkefnabankann eftir 2, 3 daga.

Fréttir.

Hér eru 3 myndbönd um hin 3 lögmál Newtons. Nr. 1     Nr. 2     Nr. 3

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestur um Krafta en er það eignlega: vinna, orka og afl. Mun ég segja betur frá þessu seinna í færslunni. Einnig skoðuðum við fréttir sem voru þessar. Frétt 1. Myndi ég halda að þetta gæti verið ein af ástæðum hnatthlýnunarinnar sem á sér nú stað. Ég trúi því samt ekki að þetta gæti verið ein ástæðan fyrir hlýnuninni en mengun er áreiðnlega stórhluti af henni og einnig hef ég þá kenningu um það að við séum að koma af svokölluðu kuldaskeiði því jörðin hefur verið að skiptast á um að hafa kaldara loftslag og heitara loftslag. Kenningin er sú að við séum enn að koma úr tíma ísaldarinnar sem lauk fyrir um 10.000 árum og er jörðin að færa sig á heitara tímabil. Mengunin spilar mikinn part í kenningunni því vegna aukinnar mengunar tel ég að hlýnunin hafi orðið hraðari og aukist. Hér er grein um ísöld og gróðurhúsaáhrif.  Frétt 2. Þetta er bráðskemmtileg kosning um það hver er að mati kjósenda mesti ævintýramaður ársins 2012. Er þetta 10 manneskjur sem allar eiga sæti sitt skilið á listanum. Á meðal þeirra eru Baumgartner sem var sá sem hoppaði í fallhllíf nærri því út í geim og Renan Ozturk sem er sá sem ég kaus. Renan er listamaður en einnig frábær klifrari og hefur hann í ár með sínu fólki klifið The Sharks Finn sem er í Garhwal Himalaya á Indlandi. Slasðist hann í skíða slysi fyrir nokkru og er þetta því mikið afrek. Hér er smá um ferð þeirra upp fjallið en er greinin á ensku en hún er góð svo ég set hana inn. Frétt 3. Hér er meira um Sandy en hann er ég mikið búin að fjalla um í seinustu færslum. Frétt 4. Þessi frétt var smá sjokk og ég fann fyrir dálitlu stolti þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að hugsa út í málið þá fannst mér þetta var dálítið skiljanlegt. Hawai og Ísland eru bæði eldfjallaeyjar og miðað við sýni CURIOSITY er Mars einnig með blágrýti sem myndast við eldgos svo að þetta passar í raun allt saman. Hér er smá um CURIOSITY geimvagninn: hér á þessari slóð eru margar greinar um vagninn. Hér er einnig grein um Mars. Síða nasa er hér hægra meginn undir heitinu tenglar og er þar hægt að fá að vita margt eins og um CURIOSITY.

 Mars í allri sinni dýrð.

Heimild myndar.

Á þriðjudaginn kláruðum við fyrirlestur gærdagsins og gerðum við tilraun um krafta sem snérist um það að hlaupa upp stiga og taka tíman. við unnum í hópum og var ég með Ninnu Ýr, Kristínu og Einari Trausta. Við vorum að finna þyngd, vinnu og afl. Til þess að finna þyngd þá gerirðu þyngd viðkomandi sinnum togkraftur jarðar = þyngd ( þyngd er mæld í N = Newton ). Til þess að finna vinnu er hins vegar nauðsynlegt að vita þyngd eins og það er nauðsynlegt að vita vinnu til að geta fundið afl. Vinna er fundin með því að taka þyngdina og hún sinnum hæð, í þessu tilfelli, stigans og þá færðu vinnu sem er mæld í Newton metrum / Newton kílómetrum / Newton sentimetrum o.fl. Að lokum finnurðu afl með því að gera: vinna deilt með tíma = afl. Samkvæmt SI eininga kerfinu er W = Wött mælieiningin fyrir afl. Þannig gerðum við útreikningana og held ég að þessi grein um annað lögmál Newtons útskýri þessi lögmál. Er skýrslan inn á verkefnabankanum mínum og er hægt að nálgast hana þar.

Fréttir.

Hér er frétt um mengun eins og ég var að tala um áðan.

Magnað myndband af veiði aðferð sem við menn notuðum en er nú nærri því útdauð.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Hæ hæ.

Á mánudaginn var fyrri hlekkurinn búin og næsti hlekkur formlega byrjaður. Við skoððum þó prófið úr dýrafræði hlekknum sem við tókum í síðustu viku og enn á eftir að skila ritgerðinni. Nýi hlekkurinn sem við erum að byrja í heitir kraftar og hreyfing og er hann um eðlisfræði. Tökum t.d. massa og þyngd og er það ekki það sama. Þegar við förum yfir glósurnar þá eigum við að bragð bæta þær með upplýsingum og er ég núna t.d. að gera það en ekki skrifa allt óskipulagt á hugtakakortið því seinast gerði ég það og var það hörmung. Einnig skoðuðum við fréttir en því miður er lélegt net í náttúrufræði stofunni og veldur það því oft að við getum ekki skoðað myndbönd eða fréttir og beini ég orðum mínum að Guðrúnu skólastjóra ef svo ólíklega vildi til að hún hafi ákveðið að skoða mitt blogg en ég verð að vona. Guðrún þú verður að bæta bæta Internetið í náttúrufræðistofunni með einhverjum ráðum því það er ógurlega leiðinlegt að geta ekki lengur séð öll flottu myndböndin og fréttirnar sem Gyða finnur handa okkur. Hér eru fréttirnar: 1 frétt, Sandy fellibylurinn er það sem við myndum kalla náttúruhamfarir og hefur austur strönd Bandaríkjanna verið nærri því lömuð á köflum. Hér er mjög góðar greinar um fellibylji. 1 grein, 2 grein.      2 frétt, þetta gátum við ekki séð vegna þess að kynningin vildi ekki spilast! En ég læt hana samt inn því þetta er magnað og sérstaklega það á hverjum degi verði svona svakalega mörg þrumuveður. Hér er grein um það hvernig veður verður til.

Fróðleikur

 •  Vísindaleg vinnu brögð saman standa af nokkrum hugtökum: Staðreynd – Ráðgáta – Tilgáta – Tilraun – kenning – Lögmál
 • Vísindalegar mælingar, hér eru nokkur dæmi um hvern mæli flokk.
 1. Lengd: m – cm – km
 2. Massi: kg – g
 3. Rúmmál: rúmsentimetrar – rúmmetrar
 4. Tími: sec. – klst. – mín.
 5. Þyngd: N = Newton
 6. Eðlismassi: Kg / Rúmsentimetrar
 7. Hiti: C° – K = Kelvin
 • 0 Kelvin = – 273 °C = Alkul
 • Massi er efnismagnið
 • Þyngd er kraftur – togkraftur t.d.
 • Eining SI- kerfisins er N = Newton
 • Newton var sá maður sem uppgvötvaði þyngdaraflið

Þessi fróðleikur er tekinn úr glósunum frá Gyðu Náttúrufræði kennara. Hér er einnig náttúrufræðisíðan og er þar margt áhugavert og einnig blogg kennara um tímana.

Á þriðjudaginn var meiri fyrirlestur um kraft og hreyfingu en einnig skoðuðum við fréttir en sumar gátum við ekki séð vegna lélegs Internets. Frétt 1, hér er NASA að segja frá Sandy fellibylnum en síðan hjá NASA er mögnuð og ég hvvet ykkur til að skoða hana hún er í dálki hægaramegin á bloggsíðunni minni. Frétt 2, mér finnst þetta ekki koma á óvart og vona að flestir hætti að reykja eftir að hafa lesið þetta. Einnig lét Gyða inn myndband sem ég hafði látið inn í september og er það frábært og er það um bráðgáfuð dýr og hvað dýrin geta sem við vissum ekki áður. Er myndbandið neðst í færslunni. Ástæðan fyrir því að myndbandið fékk meiri áhuga er það að þessi sjónvarpsþáttur var sýndur á RUV og er hann úr sömu seríu og myndbandið / þáttin minn er kominn annar þáttur svo þarna eru tvö.

Fréttir.

Hér er mögnuð frétt um það að í fyrsta skipti í skráðri sögu er búið að sjá hvalategund sem einungis hafði verið fundin 2 og það voru einungis beinagrindur og mér finnst þetta magnað og vona að ykkur finnist það líka.

Hér er frétt um að beinagrind að loðfíl hafi fundist fyrir utan París og er það magnað. Fyrir þá sem ekki vita hvað loðfílar séu þá voru það stórir fílar sem voru með stórar skögultennur og feld. Voru þeir uppi á seinustu ísöld fyrir nokkur hundruð þúsund árum. Eru þeir skildir fílum en nú útdauðir.

Loðfíll á sýningu í Þýsklalandi.

Heimild myndar.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN