Category: 8. Hlekkur

Hæ hæ. Þetta er síðasta blogg vetrarins, því miður. :( Þetta verður stutt og lag gott.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur um sveppi. Smá fróðleikur: Sveppir eru ekki frumbjarga heldur lifa á því að sundra leifum lífvera en stundum lifandi. Það sem við sjáum vanalega og köllum svepp. Sveppurinn eru fjölmargir þæðir, eiginlega rætur, og það sjáanlegan sem er einungis aldinið. Sveppir eru rotverur og stuðla að rotnun. Sveppum er skippt í 5 flokka. Við skoðuðum þetta, þetta og hér er grein um berserkjasvepp. Hér er einnig skemmtilegt myndband af býflugu.

Fróðleikur – Gyða, glósur.

Hér er mjög áhugaverð frétt um sólar orku í arabalöndunum. Þetta er um risastórar áætlanir um kjarnorkuver og mikið um risastór sólarorkuver og því hreina orku. Eru þeir að byggja umhverfivæna framtíðar borg. Aðrar þjóðir gagnrýna þetta og segja að með þessu auki Arabalöndin olíuframleiðslu og olíu útflutning. Mér finnst að þeir eigi ekki að kvarta. Þeir eru að kaupa olíuna og af hverju eiga Arbalöndin frekar að nota olíuna og fá mengunina. sólar og vind orka. Einnig staðsetning. Kjarnorka.

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í Flúðasveppi og gerðum skýrslu varðandi þá ferð hér er hún: skyrslasveppirpdf

Fréttir og náttúrufræði síðan

Takk fyrir annan frábæran vetur og vil þakka Gyðu fyrir frábært ár. Við sjáumst aftur á næsta ári. Takk fyrir mig.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ. Við vorum mjög lítið að gera í síðustu viku og var þetta því mjög róleg vika. Þess vegna verður þetta stutt blogg.

Á mánudaginn var umræðu tími og skoðuðum við blogg og fréttir og því eru hér öll bloggin og ein frétt. Þessi frétt er búinn að gjör byllta öllum læknaheiminum. Læknar eru ósammála með hve mikið sé til í þessu og er mikil umræða farinn af stað. Þetta á vel við hlekkinn sem við erum í og einnig hefur pabbi minn mikinn bakverk svo að þetta er líka persónulegt. Pabbi talaði um það að í útvarpinu var umræða um þetta og sagði hann að þetta virkaði ekki á eitthvað líkt og Brjóstklos heldur frekar á Kónískar bólgur sem eru líklegri að valdar þeirra séu bakteríur og að bakteriur auki vandann. Þetta virkar að vísu ekki í hans tilfelli en hjá mörgum öðrum. Þessi meðferð virkar í 40 % tilvika og er auðvitað enn á byrjunar stigi og á eftir að þróast mjög mikið en þetta opnar alveg nýjan ókannan kafla í lækna vísindum og við vitum aldrei hvað gæti gerst! Sýklalyf ( ég tek enga ábyrgð hvort að þessi grein sé rétt en hún er það besta sem ég fann ). Fréttin aftur.

Á þriðjudaginn skðuðum við þessi mynd bönd og þessa linka. VisteyMyndbandHverastrýturSvifþörungarKalksvifþörungurFlokkunarfræði, frumverur. Við nýttum seinni tímann í það að klára skýrsluna. Gyða mér þykir það ægilega leitt að hún sé ekki kominn inn á verkefnabankann. Ég held að ég hafi gleymt að savea hana eða þá alla vega ekki fundið hana. Á morgun mun ég reyna eins og ég get að finna hana í tölvukerfinu í skólanum því ég held að ég hafi svaveað hana einhvers staðar en ég bara fann hana ekki. Ekki láta það heldur bitna á Einari sem var með mér í hóp að ég sé ekki búinn að láta hann hafa skýrslu til að láta inn á verkefnabankann.

Fréttir.

Náttúrufræðisíðan – kennara blogg.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Hæ hæ.

Ég mun ekki blogga neitt mjög mikið núna því að við gerðum ekki eins mikið og vanalega og ég ætla að sýna ykkur skýrslu sem við gerðum.

Á mánudaginn var spjall tími þar sem við skoðuðum fréttir, blogg og hvernig við eigum að gera skýrslu fyrir tilraun sem við gerðum daginn eftir. hér getið skoðað öll blogg úr náttúrufræði og hér eru nokkur mjög góð blogg: Guðleif Aþena   Andrea   Helgi Valdimar   Birgitt   Nói Mar   Sunneva   Brynja   Svava Lovísa    Hrafnhildur     Áslaug   Hafdís   Valgeir Bragi.

Fréttir.

 Stormur

EVE

Sjóræningjar ( frábært, kominn tími til að sýna þeim )

Bólustetningar

Gömul frétt um plöntusvif og ösku.

Á þriðjudaginn þá voru hópaskipti. síðasta þriðjudag fór minn hópur ( B ) að horfa á Frosen Planet en A hópur fór að gera tilraun en núna var skipt B gerði tilraun en A horfði á mynd. Við tókum sýni úr Hellisholtallæk ( kísilvatn ), Litlu-laxá ( ferskvatn ). ég notaði seinna og sýni sem voru þörungar blandaðir vatni, þörungarnir komu úr gróðurhúsinu mínu. Við skoðuðum sínin í smásjám og áttum að greina frumverur sem við sæjum í þeim mér gekk ekki allt of vel en Gyða hjálpaði mér og þá gekk mér betur. Ég ætla eiginlega ekki að skrifa meira því að ég mun á næstu viku þegar ég kemst í tölvu í skólanum mun ég láta inn skýrsluna mína og Einars sem ég vann með inn og mun hún útskýra betur. Netið er lélegt og því get ég ekki látið inn mynd.

Náttúrufræði síðan þar sem Gyða kennari bloggar um tímana og gefur fróðleik. Þetta er 22 og 23 apríl 2013.

Hér eru leiðbeiningar um skýrslu gerð frá Gyðu og FSU

Netið mitt er lélegt svo að ég get voða litlu bætt við og Gyða afsakaðu ég ætlaði að seta skýrluna inn á verkefnabankann í dag en ég gleymdi að senda mér hana fullgerða úr skólanum. :(

Plöntusvif.

Frumdýr.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

 

Hæ hæ. ég ætla ekki að skrifa mikið í þessu bloggi því að ég skrifaði svo mikið í Frosen Planet blogginu sem er einnig fyrir þessa viku.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur frá Gyðu um frumverur sem er risastór flokkur lífvera. Þú skiptir þeim í frumdýr og frumþörunga seinna ljóstillifar en fyrra er ófrumbjarga.Stundum eru frum verur bæði frumbjarga og ófrumbjarga Eina sem frumverur eiga sameiginlegt er að þær eru einfruma og með afmarkaðan kjarna og því eru þær svo ólíkar.

Fróðleikur.

Frumverur –

 • komu til sögunnar fyrir 1,5 milljörðum ára.
 • voru fyrstu lífverurnar sem voru með kjarna.
 • eitt af ríkjunum 5.
 • flestar búa í vatni því þær hafa ekki blóð eða æðakerfi og því fá þær allt í gegnum frumuvegginn og því virkar vatn mjög vel að koma efni til skila.
 • 2 megin hópar þeirra eru frumdýr og frumþörungar.

Frumdýr –

 • eru slímdýr, bifdýr, svipudýr, gródýr.
 • líkjast dýrum að lifnaðar háttum.

Frumþörungar –

 • framleiða 60 -70 % af súrefni jarðar.
 • kallast oft plöntusvif.
 • eru t.d. augnglennur, kísilþörungar, skoruþörungar, gulþörungar og grænþörungar.
 • eru undirstaða allrar fæðu á jörðinni ( ekki kanski á landi og ég er aðallega að tala um plöntusvif ).

Fróðleikur úr glósunum hennar Gyðu.

Frumdýr.  Plöntusvif. Grænþörungar.

Heimild myndar: frumveru. Held að þetta sé þörungur.

Heimild myndar: Bifdýr.

Fréttir.

Hér er skemmtileg grein.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Á mánudaginn fengum við glósur um veirur og bakteríur og fyrirlestur frá Gyðu um efnið. Við fórum í eftir farandi sem dæmi: Stærðir. Hve margar bakteríur séu í líkamanum, ( frumurnar eru 10 í þrettánda veldi en bakteríurnar 10 í fjórtánda veldi ). – Samanburður á veiru og bakteríu, veira telst ekki til líffvera en baktería gerir það. Gyða setti þetta blogg vegna uppbyggingu lífvera. – Hvernig virkar pensillín? Pensillín virkar þannig að þú ert sprautaðir með meinlausu magni af veirunni sem verið er að bólusetja fyrir.  Veiran getur ekki gert þér mein en þegar ónæmiskerfið verður vart við hana reynir það alls kyns leiðir til að drepa hana og þegar hún finnur mótefnið og drepur veiruna þá mun mótefnið vera enn til í ,, minninu ´´ og þegar veiran ræðst á þig þá veit ónæmiskerfið hvernig á að drepa hana. Þetta er svolítið svona að nýr skriðdreki ræðst á þig þú þróar með þér vopn sem getur eytt honum og setur það svo í vopnageymsluna þína og þegar árás er gerð nærðu í vopnið og sigrar.

Fróðleikur

 • Veirur eru sníklar og því skaða hýsil frumur sýnar.
 • Meginhlutar veira er erfðaefni og hjúpur úr prótíni.
 • Veirur teljast ekki til lífvera. Ástæður:
  1. Þær eru ekki úr frumum.
  2. Hafa ekki sjálfstæð efnaskipti.
  3. Þær eru háðar öðrum líffverummeð fjölgun.
  4. Nærast ekki og þurfa ekki orku.
  5. Lifa ekki utan fruma.
  6. Veirur eru agnarsmáar mun minni en bakteríur.
 • Veirur fjölga sér í lifandi frumum.
 • Veiran festir sig við frumuna og sprautar erfðaefni inn í frumuna. Erfðaefnið tekur yfir frumuna margfaldast og að lokum springur fruman og heil ný kynslóð af veirum til árásar.

Á þriðjudaginn vorum við í plakata vinnu. Við gerðum plaköt um kynsjúkdóma. Ég og Bjarki vorum með HIV veiruna sem verkefni. Við fjölluðum um sjúkdóminn en ég gerði ýtarlega grein um fólk sem læknaðist af veirunni ég ætla lítið að tala um þetta því að ég mun láta hana inn einhvern tímann í næstu viku. en hér eru nokkrar síður þar sem þú getur fræðst um sjúkdómana: Ástráður, doktor.is, HPV, Landlæknis embættið, Kynfræðsluvefurinn. Um HIV lækningar: Mr. Brown     Stúlka

Fréttir.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta er ekki vikublogg heldur blogg þar sem við bloggum um fræðsluheimildar mynd sem við sáum í dag. Myndin hét Frosen Planet út sett af David Attenborough en af því þetta er íslensk útgáfa var Íslendingur að segja frá. Ég ætla einugnis aðeins að segja frá því helsta en einnig  láta inn linka og myndir. Myndin var um Suður  go Norður heimsskautið að sumri til.

Við byrjum í noðri. Vegna sólarinnar myndast skapandi landslag í ísbreiðu sem er búin að haldast óbreytt í allan vetur. Á þessari 250 km löngu íslengju mynduðust margir fallegir fossar. Á hverju ári leysist hin mikla ísbreiða upp og mikið landflæmi kemur í ljós.

við fylgjumst fyrst með Hvítabjarna fjölskyldu. Húnarnir eru 6 mánaða en verða háðir mömmu sinni í 2 ár enn. Síðan förum við og fylgjumst með karldýri sem er að reyna að veiða sel en ísinn heldur þessum 1/2 tonna dýri uppi og því þarf hann að synda og hefur þá selurinn yfirhöndina.Ylur sólarinnar á sumrin vekur heimsskautið aftur til lífsins eftir dvalann sem það var í um veturinn.

Ísbreiðan hopar og efitr er gróðusrsælt land en trjálaust. Margar fuglategundir koma hér um sumarið og verpa. Þar á meðal Þórshanar sem verpa leita sér að æti þarna eftir ferð þeirra frá hitabeltinu. 1800 kríur hafa komið um langan veg til að verpa. Æðarfuglinn er sniðugur og notar kríurnar sem verði og verpir mitt á meðal þeirra. Björn nálgast kríu byggðina og hann getur á einum degi eytt 100 hreiðrum en kríurnar reka hann á brott. Kríurnar veiða allan daginn til að gefa ungunum og byggja upp forða fyrir veturinn og förina suður.

Ísinn inni í landi er horfinn og þar er Snæuglu fjölskylda og faðirinn stoppar aldrei að veiða því hann þarf að veiða 1000 fyrir fjölskylduna á ákveðnum tíma. Seinna eru ungarnir orðnir stærri og eru stórir dúnboltar sem eru háðir foreldrum sínum. Ískjói er ógn við ungana en uglurnar reka hann burt og þá kemur matartími. Nú þarf fleiri en einn læmingja í ungana.

Úlfa fjölskylda með 6 vikna ylfinga sem eru alltaf svangir en foreldranir geta sjaldan gefið þeim nóg. Foreldranir reyna að afla matar með því að veiða sauðnaut sem eru á leið í grösugri haga í dölunum. Úlfarnir þurfa að ferðast 130 km á dag til að ná sauðnautunum. Nautin eru hættuleg, sterk og með horn. Úlfarnir reyna við kálf og nota þróaða veiðitækni og tvístara hópnum og einangra kálfinn en sauðnautin koma honum til bjargar og halda hlífisskildi yfir honum. Úlfarnir hafa ekki orku í aðra árás og fara því vonsviknir heim.

Suðurskautið

náttúran á Suðurskautinu er svipað noðrinu nema hvað það eru önnur dýr þar.Við hittum fyrst 400.000 konungs mörgæsir á strönd suður Georgíu. U miðjan dag getur hitinn farið upp 17° og mikil hætta er að dýr of hitni. Stóru nágrannar þeirra eru sæfílar sem nota blautan sand sem sólarvörn. Mikil hætta er fyrir ungana að of hitna. Þeir byrja ekki að synda fyrr en eftir tvo mánuði frá þessum punkti. Ungar mörgæsanna hafa ráð og er það að vaða og leggjast í drullupoll sem á svona stundum verður að hinni fínustu heilsulind. Fullorðnu mörgæsirnar hafa betri, árángursríkari og þrifalegri leið til að kæla sig heldur en ungarnir. Þeir stinga sér til sunds í sjónum.

Strönd suður Georgíu er 160 km löng strandlengja á norður strönd suðurskautslandsins. Þar er stærsta spendýra byggð á þessum hluta jarðar. Það eru loðselir og eru þeir 5 milljónir. Hver brimill hefur 15 urtur og eignast þær ungana á 10 degi og eru þá strax aftur tilbúnar til mökunar aftur. oft berjast brimlar um urtu hópa og oft í hamaganginum verða kópar viðskila frá mæðrum sínum.

Suðurskautið bráðnar fyrst á norð vestur skaga landsins og kemur þar í ljós 800km strönd sem hefur ekki sést í 7 mánuði. undir ísbreiðunni eru þörungar á ísnum og fiskitegundinn kríli eða áta eru þar einnig og eru borðaðar af selunum. Þörungar eru uppistaðan í fæðu krílanna og eru krílinn uppistaða alls dýralífs á þessum slóðum. Hnúfubakar veiða þau t.d. þeir sía þau frá vatninu á yfirborðinu. refnur koma einnig í veisluna og einnig háhyrningar með 2 m bakugga og með kálf með sér. Ein hrefna var ein á ferð og háhyrninga hópur sá hana og notaði herkænsku til að ná henni og á endanum náðu þeir henni.

Að lokum sáum við aðalsmörgæsir og borða þær samtals 1,5 tonn af kríli sem er megin uppistaðan í fæðu þeirra. Ungunum þeirra stafar hins vegar ógn af suðurpóls skúmnum sem reynir að ná þeim.

Þetta var allt sem gerðist í myndinni og var hún mjög heillandi. Kuldi. Meginland. Fréttir. Gott eldgos.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Á mánudaginn var enn páskafrí.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á nýjum hlekkssem heitir og fjallar um líffræði. Hlekkurinn er nr. 8. Við fjöllum aðallega í þessum hlekk um veirur, bakteríur og frumvera. við munum einnig leggja áherslu á kynsjúkdóma, gerum um þá plaköt í næstu viku. Við förum einnig í heimsókn í Flúða sveppi sem er eina sveppabýlið á landinu sem ræktar sveppi og  selur þá. Þetta eru nokkkur dæmi um það sem við munum gera í þessum hlekk, sem er sá síðasti á árinu. Við fengum glósur og fyrirlestur frá Gyðu um flokkun líffvera. Við fórum vel i gegnum það sem við ætluðum að gera það sem eftir lifir skólaársins í þessum hlekk.        Vísindaleg flokkun er þannig: 1. Líf. 2. Lén. 3. Ríki. 4. Fylking. 5. Flokkur. 6. Ættbálkur. 7. Ætt. 8. Ættkvísl. 9. Tegund.

Hér er mjög góð grein sem Gyða lét inn sem fjallar mjög vel um þetta. Dæmi: Ávaxtafluga. 3. Dýra. 4. liðdýr. 5. Skordýr. 6. Diptera. 7. Drosophilidae.            8. Drosophila. 9. D. Melanogaster. Svona er Ávaxtaflugan flokkuð og þetta er gert við hverja lífveru, en ekki veirur því það er deilumál hvort þær teljast til lífvera því þær gera það ekki en eru samt eiginlega lifandi. Hér er frábær grein um flokkun lífvera.

Mæli með þessari síða sem Gyða lét inn og einnig þessari. National geographic.

Hér er frábær grein um Carl von linné sem fann up tvínafnakerfið sem við notum við flokkun lífvera. Hér er grein um mann að nafni Aristóteles sem var forn Grikki og með mestu fræðimönnum allra tíma. Hann er í persónulegu uppáhaldi hjá mér og bjó hann einnig til fyrsta flokkunar kerfið 400 fyrir krist.

Þróunar kenning Darwins hefur orðið mjög mikilvæg  í flokkunarkerfinu nú til dags og er miðað við hana við flokkun. Darwin.

Það eru 5 ríki í heimi lífvera og þau eru: Dreifkjörnungar ( gerla ríkið, fer eftir hvaðan upplýsingarnar koma ), Frumverur, Sveppir, Plöntur og Dýr.

Fréttir.

Neyðarpillan.

   Carl von Linné

Heimild myndar: 

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN