hæ hæ gleðilegt nýtt ár allir saman! Ný er einn eitt ár hafið og tími til að hrista af sér jólaspikið og byrja að vinna á fullu. Nú er nýr hlekkur en hann er númer fjögur. Það er vísindavaka. Það er þegar allir gera tilraunir og skila síðan hálfgerði skýrslu um það. Hvort sem þeir skrifi skýrslu, geri plakat, geri myndband, bækling og margt, margt fleira.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn 6. janúr var það ákveðið að ég er  með Elísi og Helga i hóp og við ætlum að gera tilraunina í næstu viku. Litið annað að segja, þetta var léttur spjall tími.

Á fimmtudaginn 9. janúar áttum við að plana tilraunina algjörlega og skipuleggja okkur. Við ætlum að ger tilraun með teygjubyssu. Hvað hefur áhrif, kraftar og hvað flýgur best.

Á mánudaginn 13. janúar var starfsdagur í skólanum og því gerum við ekkert.

Á fimmtudaginn 16. janúar var tilraunardagurinn. Þá mættum við í skólann og ófum við störf á gerð risastórrar teygjubyssu. Við vildum vita hvaða kraftar hefðu áhrif á teygjubyssuskot og hvað flygi best. Teygju byssan var góð hugmynd en skelfileg í raun og veru. Hún skaut meira afturábak en áfram. Væntingar —- Raunveruleikinn. Allt fór í rugl og því þurftum við vara plan. Við sammældumst um það að hittast heima hjá mér um helgina og finna nýja tilraun. Við hringdumst á milli á sunnudeginum og Elís kom fljótlega en Helgi ,,fékk ekki far og því komst ekki.“ Þannig var mál með vöxtu að við Elís fundum til raun um efnahvörf Matarsóda og sykurs. Við sáum hana fyrst hjá Crazy Russian Hacker og ákváðum að reyna. Þetta gekk svo sem allt í lagi en tilraunin heppnaðist því miður ekki nógu vel en nógu vel til að fengjum útkomu. Síðan klipptum við það og bjuggum til myndband og er ekki nein etri leið til að segja frá tilrauninni en með því að sýna ykkur það, sjón er sögu ríkari. ↓ Næsta málsgrein. Hér eru vísindalegar heimildir okkar.

Á mánudaginn 20. janúar Var kominn tími til að sýna afraksturinn, lítið til að segja frá en hér er okkar tilraun og annara: Selma og Ninna. – Kristín, Stefanía og Sesselja. – Einar.Håkon, Arnþór, Ágúst, Atli og Bjarki. – Guðleif, Júlía og Anna Marý. Blogg þessara frábæru bekkjarfélaga.

Við skil á verkefninu þarf þetta að innihalda:

 • Rannsóknar spurning.
 • Vísindaleg aðferð.
 • Fræðilegur hluti.
 • Áhöld og framkvæmd.
 • Niðurstöður.
 • Og fleira.

Fréttir.

Margar mismunandi fréttir:

Krúttlegt en hverjar manneskju draumur.

París í Þrívídd.

25 vefmyndavélar.

Ferskvatn í Grænlandi.

Héldu upp á jólinn með öðrum hætti.

Hakkarar, slæmur eða góður tilgangur.

Landnám Mars.

Risaeðlur.

Vatnaflygill.

Ágætis síða með tilraunum. Fleiri síður hér.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta er síðasta blogg þangað til í janúar þannig að ég óska ykkur gleðilegra jóla og nýárs. Þetta blogg verður þannig að fyrst kemur aðeins um vikuna og síðan kemur hálfgerð skýrsla úr tilrauna/stöðva -vinnu með þurrís.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var frekar léttur dagur og við fórum í efnfræði Alias.

Hér eru nokkur hugtök:

Ég tek ekki ábyrgð á að allir linkarnir séu réttir og hreinn sannleikur en ég get ábyrgst vísindavefinn.

 Jóla efnafræði og jóladagatal vísindanna. Playlist.

Nú kemur hálfgerð skýrsla sem er í raun og veru blogg. Þetta úr tilrauna stöðvavinnu. Svolítið öðruvísi, ég veit. Stöðvarnar eru 11 og hér er færsla Gyðu um þetta.

ÞURRÍS – TILRAUNIR

Inngangur / Fróðleikur

Hvað er Þurrís…

 • Þurrís er í raun CO2 í föstu formi.
 • Hann fer ekki í vökva ham heldur fer beint í gas.
 • Vegna undarlegra hamskipta hans þá kemur enginn bleyta þegar hann gufarupp/bráðnar.
 • Uppgufun hans hefur því fengið nafnið Þurrgufun.
 • Hann finnst ekki úti í náttúrunni á jörðinni heldur er hann búinn til af mönnum og er mjög mikið notaður í hreinsun og kælingu,
 • Hann er ekki eitraður.
 • Hann skilur ekki eftir sig leifar nema í gas formi.
 • Hann er náttúrulegt kæliefni.
 • Hann hefur bræðslumark við – 78,5 °C
 • Hann fæst ekki neins staðar annars staðar  en í ákveðnum fyrir tækjum svo sem AGA gas.
 • Þegar hann er látinn í vatn þurrgufar hann.
 • Gas form hans er ósýnilegt en hann breytir vatninu í vatnsraka eða gufu og því er eins og þoka eða reykur komi úr vatninu.
 • Þetta er nokkurskonar þoka, reykurinn.
 • Ferli Þurrgufunar er táknað:    CO2 (s) → CO2 (g).

 

Stöð 1. Þurrís og málmur.

Þetta var mjög áhugaverð stöð. Við vorum búnir að heyra skerandi ískur hljóð frá þessari stöð allan tímann. Þegar ég kom þangað prófaði ég ein og átti að gera að taka mismunandi stauta og tónkvísla og þrýsta þeim á þurrísinn. Fyrir vikið kom ískrið enn einu sinni og fer hluturinn í gegnum þurrísinn. Við prófuðum mismunandi hluti og fyrir vikið kom mismunandi og mis hátt ískur. Það heyrðist varla neytt í plast stautinum en hæst heyrðist í kopar stautinum. Tónkvíslarnar komu annan blæ á hljóðið heldur en stautarnir go var það áhugavert. Ástæðan fyrir þessum áhrifum er eflaust sú að tónkvílirnar og stautarnir voru geymd í heitu vatni. Fyrir vikið hitnaði málmurinn og sameindirnar fóru á fullt. Síðan þegar þú þrýstir hlutnum síðan á þurrísinn sem snögg kælir hann ærast sameindirnar og hljóðið kemur. Þess vegna fer hluturinn í gegnum þurrísinn eins og hann bræði hann.

 

Framkvæmd og áhöld:

 • Bakki
 • Tónkvíslar
 • Mismunandi málm stautar, ( litlir, eins og blýantar ). Einn plast.
 • Þurrís
 • Glas með heitum vatni.

Byrjað er á að láta þurrís í bakkann. Malmarnir eru geymdir í heytu vatni. Síðan er prófað að þrýsta í þurrísinn með mismunandi tónkvíslum og stautum. Skoða skal áhrifin.

 

Stöð 2. Þurrís og sápu kúlur.

 

Þetta var önnur stöðinn okkar og við fylgdum framkvæmdinni. Það var mjögt erfitt að fá sápukúlu til að verða til inn í búrinu því þær sprungu alltaf. En að lokum tókst það og við sáum að sápukúlan sem ætti að svífa að botni búrsins og springa stóð í stað. Hún rólega seig niður en snerti varla veggina. Að lokum komst hún í snertingu við þurrís og þá gerðist dálítið merkilegt, hún fraus. Sápan og vatnið sem hún samanstendur af frusu og féllu saman. Ástæðan fyrir þessum seinagangi er sá að uppgufun sem stafaði af þurrísnum fór upp á við og hélt sápukúlunni á lofti. Síðan þegar hún lendir kemst hún í snertingu við þurrís sem er með bræðslumark við – 78,5 °C sem leiddi til þess að vatnið og fraus því vatnið og sápan og eftir stóð sú beingrind kúlunnar.

Framkvæmd og áhöld:

 • Stórt ílát, lítið fiskabúr er fínt.
 • Sápukúlu glas/stautur
 • Þurrís

Byrjaðu á að setja þurrís í botninn á ílátinu. Síðan blæstu sápukúlu ofan í það og sérð áhrifinn.

 

Stöð 3. og 4. Þurrís í heitt og kalt vatn og sápa.

Inngangur: 

Framkvæmd og áhöld: 

 • Tvö glös.
 • Tuska.
 • Kalt vatn.
 • Heitt vatn.
 • Þurrís.
 • Teskeið.
 • Sápa.

Þú byrjar á að láta mismunandi heitt vatn í sitthvort glasið og síðan þurrís. Fyrir vikið sérðu að í sjóðandi vatninu gufaði þurrísinn mun hraðar uppog fyrir vikið kemur mun meiri vatnsraki eða gufa heldur en úr kalda vatnsglasinu. Ástæðan er sú að heita vatnið hefur sameindir sem eru á mun meiri hreyfingu og því eru mun meiri viðbrögð frá þeim heldur en kaldari sameindunum í hinu glasinu. Síðan prófuðum við að bleyta tusku og setja á hana sápu og renna henni svo eftir barmi glasanna. Fyrir vikið kemst uppgufunin ekki út svo hú ýtir á sápu hylmuna og býr til risastóra sápukúlu. Síðan ef einhver sápa verður eftir í glasinu þá kemur eins og eldgos af sápukúlum. Ástæðan fyrir þessu er ofur einföld og er einfaldlega að uppgufunin þarf að fara einhvert og því ýtir hún á veikt yfirborð sápunnar þangað til hún springur vegna þrýstings. Einnig á þessari stöð fundum við út að því meiri þurrís því meiri þurrgufun og vatnsgufa og raki.

 

Stöð 5. Þurrís og blöðrur.

Við setum þurrís í glas og sáum viðsíðan blörðuna tútna út og blásast upp. Ástæðan fyrir þessu er sú að við stofuhita, sem var hitastigið inn í stofunni, þurrgufar þurrís. Gastegudnin hefur hins vegar nærri því tífalt meira rúmmál en þurrís í föstu formi. Þessvegna blésu blöðrurnar upp og þegar við létum þurrís í þær og enginn leið var fyrir gasið að fara útú blöðrunni.

 

Framkvæmd og áhöld:

 • Tilraunaglös.
 • Tilraunglasarakki.
 • Blöðrur.
 • Þurrís.
 • Skeið.

Þú setur þurrís í blöðru og bindur fyrir og sérð áhrifin. Einnig geturðu látið þurrís í tilrunaglas og blöðru fyrir opið og skoðað áhrifin.

 

Stöð 6. Þurrís og eldur.

Útskýring: Við gátum ekki gert þessa stöð vegna skorts á áhöldum. WStöð ellefu er með gott myndband af þessu.

Framkvæmd og áhöld:

 • Kerti.
 • Þurrís.
 • Eldspýta.
 • skál eða annarskonar svipað ílát.

Þú setur kertið í ílátið og kveikir í því. Síðan dreifirðu  þurrís í kringum kertið. Þá sérðu að það sloknar á loganum. Sama hve oft þú reynir að kveikja aftur á honum með eldspýtu eða öðru eldfæri þá slokknar allt af eldurinn áður en þú kemst að kertinu.

 

Stöð 7.Þurrís og rauðkálssafi.

Útskýring: Ég sá Gyðu framkvæma þessa til raun en framkvæmdi hana ekki sjálfur en á stöð ellefu er flott myndband af þessu. Vísbending breytingin stafar af CO2.

Framkvæmd og áhöld:

 • Stór tilraunaglös
 • Rauðkál
 • Vatn
 • Basi
 • Sýra
 • Þurrís

Þú fyllir tilraunaglösinn af vatni og lætur rauðkálssafa með. Það litar vatnið. Síðan bætirðu bas og sýru í tvö til raun glös. Síðan bætirðu þurrís út í og skoðar áhrifin.

 

Stöð 8. Þurrís og plastpokar

Útskýring: Gyða var ekki með plastpoka sem er nauðsynlegur í þessa tilraun svo enginn gerði hana en hér er gott myndband af annari svipaðri.

Framkvæmd og áhöld:

 • Loftþéttur plastpoki.
 • Skeið.
 • Þurrís.

Þú tekur þurrís og lætur í plaspokann. Síðan lokarðu pokanum og  bíður. Vegna þess að þurrís verður ekki að vökva heldur þurrgufar þá verður hann við – 78,5 °C að gasi og þar með fær hann meira rúmmál. Þar af leiðandi þegar hann er í pokanum, við stofu hita, þá byrjar ferlið. rúmmálið eykst og á endanum þolir pokinn ekki meira heldur springur hann.

 

Stöð 9.

Efnajafnan fyrir Þurrgufun, eða hamskipti þurrís, er:   CO2 (s) → CO2 (g).

 

Stöð 10. fróðleikur.

Ég er búinn að fara vel í gegnum fróðleikinn í inngangnum en hér eru linkar sem Gyða setti með stöðinni, því að ,,inngangurinn“ er í raun þessi stöð en hér eru heimildir inngangsins:

Stöð 11. Sniðug brögð.

Myndband sem fylgdi stöðinni. Við horfðum á það í tímanum. Lítið sem ég get sagt um það. Hér annað myndband sem ég fann um þurrís tilraunir.

 

Fréttir.

Kannski lagar D-vítmín allt?

Vivala revelution!

Þau eru ekki bara bráð!

Hvað með Vatnajökul? Grín Gyða.

Fáránlegt, verðið að horfa á allt.

Myndir koma á morgunn.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ þetta verður mjög stutt blogg þar sem ég hef ros lítið til að vinna úr. Þið munuð bara sjá.

Náttúrufræði síðan. Fréttir – 10. Bekkur. Hér er blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn var Gyða ekki og við horfðum því á einhverja mynd sem krakkarnir horfðu á í dönsku. Hins vegar í seinni tímanum var tími til að skrifa skýrslu úr sýrustigs tilrauninni. En eins og ég er búin að segja í síðasta bloggi þá var ég ekki í skólanum þegar hún var gerð. Ég var að taka 3 stigs próf í píanói. Þess vegna nýtti ég tíman og fékk leyfi til að fara heim og læra undir lokapróf í fjarnáminu sem ég er að taka. En hérna er myndband um hvernig á að mæla sýrustig. Bekkurinn minn notaði eflaust blöðin í byrjun. Áhugaverðasta í myndbandinu  sem tengist þessari tilraun hættir eftir 1 mín. og 11 sek. Skemmtileg frétt. Skólinn sem ég er í fjarnámi hjá.

Á fimmtudaginn var einnig lítið að gera því að þeir sem vildu máttu taka aftur skyndiprófið sem við tókum um daginn því það komu flestir ekki vel út úr því. En ég hafði fengið það háa einkunn að ég þurfti engan veginn að taka það aftur. Hafði held ég eina villu. Svo að á meðan strákarnir voru í prófi vorum við Helgi í efnafræðileikjum í i-pödunum. Hér eru mjög fínir leikir á netinu.

 Vitið þið afhverju vatnið okkar er svo gott? Ástæðan er af því að það er svo Basískt. Meira.

Fréttir.

Ógvekjandi!

 Heilabrot. Þetta er ósigrandi leikur þar sem þú þarft að hafa fáránlega góða rökhugsun. skora á þig Gyða, hve hátt kemstu.

Fréttir.

Kv.

STÆARÐFRÆÐINÖRDINN

hæ hæ.

Náttúrufræði síðan. 10. bekkur. Blogg síður skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fengum við glósur og fyrirlestur frá Gyðu um sýrustig og jónir og við glósuðum inn á hugtaka kortið. Einnig tókum við örsnöggt skyndi próf úr því að stilla efnajöfnur og sætistölum og þess háttar. Vissuð þið að íslenska vatnið er svo gott af því það er svo basískt?

Jón er…

…Frumeind eða hópru frumeinda með rafhleðslu.

…Jákvætt hlaðinn jón hefur færri rafeindir en róteind. (katjón) T.d. Na+

…Neikvætt hlaðinn jón hefur fleiri rafeindir en róteind. (anjón) T.d. CI-

…Plús eða mínus gefa til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefnar eða teknar: SO3-2.

Sýra…

…Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnlausn.

….Því sterkari sem sýran er…

…Því meira er af H+

…Því rammari.

Heimild fróðleiks: Glósurnar hennar Gyðu.

Hér eru fínar glósur um Sýru og basa.

Jónir.

Því miður var ég ekki á fimmtudaginn þegar verið var að gera tilraun á sýrustigi, svo að ég get fátt sagt um það en hér er góð grein um sýrustig. Hvað Einar félagi minn segir um tíman.

Fréttir.

Stórmerkilegt.

phscale Heimild myndar.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ. Náttúrufræði síðan og 10. bekkur. Blogg skólaféga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fengum við nýjar glósur um hvernig ætti að stilla efnajöfnur. Allir fengu í magan þegar þeir skoðuðu glósurnar. Þetta var eins og latína. En um leið og Gyða fór að útskýra og gefa okkur fyrirlestur um efnið þá fór ég að átta mig. Ég fór á flug, þetta var nokkuð einfalt í sjálfu sér og ég er ekki að ljúga eða grínast það var gaman að glíma við að finna lausnina. Þetta minnti mig á að leysa kóða og í hvert skipti sem þú leysir hann þá fyllistu stolti. Við fórum svo að gera verkefni úr þessu. Síðan í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og fórum inn á síðu sem var með fleiri efnajöfnur til að stilla. Mér fannst þetta sem sagt mjög gaman. Ég gæti reynt að útskýra hvernig maður stilir efnajöfnur með 200 orðum en frekar ætla ég að vísa ykkur á þessa grein og einnig þessa linka með verkefnum. Linkarnir eru þeir sem við höfum unnið í í tíma:

Fun based learning.

ismennt.is

FÁ – gagnvirk æfing.

Á fimmtudaginn var, eins og vanalega, kynjaskipt. Þetta var mjög rólegur tími því við strákarnir erum nú ekki margir og var hver okkar með sýna eigin fartölvu. Við ætluðum að fara í stöðvavinnu en við töluðum við Gyðu og okkur fannst sniðugast að vera að æfa okkur í að finna sætis- massa- tölu og þess háttar við vorum mest í þessari æfingu annað er nú lítið hægt að segja um tímann nema hann var mjög cozy.

Sætistala og róteindir og massatala og nifteindir.

Lotukerfið um það.

Hvað heita frumefnin.

Lotukerfið.

Nóbelsverðlaunin.

Gömul frétt en jákvæð.

Fréttir.

Ný eða gömul tækni.

Smá skemmtun.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ það varð tími þrátt fyrir allt fimmtudaginn 7. nóvember, Danirnir voru að fara gullnahringinn en við vorum í skólanum. Fyrst svo er þá er hér Náttúrufræði síðan. Blogg kennara: 10. bekkur og blogg skólafélga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn vorum við með dönskum skiptinemum svo við vorum ekki í náttúrufræði.

Þetta tengist kannski ekki alveg náttúrufræði en þetta er mitt áhugamál og mér fannst þetta skemmtilegt, hlustið á upptökuna.

Á fimmtudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Þessi hlekkur er eðlisfræði, aðalega efnafræði. Við fengum glósur og hugtakakort frá Gyðu og einnig fyrirlestur úr glósunum.  Við ræddum aðeins um efnafræði og rifjuðum upp lotukerfið. Sem dæmi þá er efnasamband nokkuð eins og alveg hreint H2O, það þýðir að efnið er alveg hreint, það eru enginn önnur efni eða bakteríur í því. Efnablanda er eins og kranavatn. Í krana vatni eru allskyns næringar gildi, bakteríur og allt sem gerir vatn svo gott. Sem sagt Efnasamband: Alveg hreint. Efnablanda ,,óhreint“: fullt af hollum efnum.

Meiri fróðleikur og heimild.

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í þetta skipti því það er lítið að segja frá og í næstu viku er bara blogg um hálfan fimmtudags tíman. :( En til að gleðja ykkur þá koma núna nokkrir góðir linkar.

Efnafræði flokkar ( fjórða málsgrein ).

Söngurinn um lotukerfið.

Fréttir.

Magnaður fundur.

Ég er ekki viss en ég held að þetta sé síða frá BBC þar sem er hægt að taka æfingapróf úr menntaskóla efnafræði.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN  

Hæ hæ Þetta er síðasta blogg í dálítinn tíma því að í næstu viku erum við í skiptinema verkefni með dönskum krökkum. Þess vegna verðum við næstum því ekkert í skólanum nema hugsanlega gæti verið tími á fimmtudaginn við sjáum til. Svo falla nokkrir dagar úr svo að því miður er ekki mikið að Náttúrufræði tímum á næstunni. En nú hugsum við ekki meira um það. Hér er náttúrufræði síðan. Blogg kennara um okkur: 10. bekkur. Svo auðvitað blogg skólafélaga minna.

Grein dagsins.

Á mánudaginn fórum við aðeins í það hvað við ættum kunna fyrir prófið og stuttur fyrirlestur úr restinni af glósunum. Við fórum síðan í Alias. Það er borðspil sem snýst um að lýsa orði sem þú færð. Fyrir rétt svar færðu stig og fyrir hvert stig fer kallinn þinn einn reit áfram á borðinu. Til eru svo kallaðir sérstöku reitir. Ef kallinn þinn lendir á þeim gerist eitthvað öðruvísi. Líkt og öll lið mega giska eða þú þarft að leika orðið. þetta er stór skemmtilegur leikur sem er frábær fyrir alla fjölskylduna. Gyða  breytti leiknum eilítið og setti miða með hugtökum tengd námsefninu. Þetta var stór skemmtilgt og lenti ég í frábæru liði: Elís Arnar, Guðleif Aþena, Einar Trausti, Selma Guðrún, Ninna Ýr. Vdið lentum í öðru sæti en á fölskum forsendum að mínu mati. Við svöruðum fyrst en Dómari dæmdi sigurliðinu í vil (vegna þess að kærastan hans var í hinu liðinu ).

Á fimmtudaginn gerðist voða lítið nema hvað við tókum prófið úr erfðafræðinni og lukum þar með hlekknum. Ég fékk 9,0. Einnig kíktum við í tölvuverið og skoðuðum þessa linka frá Gyðu.

Genatískur galli.

Harlequin.

Kínverji sem eldist um hálfa öld á nokkrum dögum. – Mögnuð frétt.

Ofur hrísgrjón.

Er kyn óþarfa stimpill.

Nú frá mér…

Fréttir.

Íslendingur að ná árangri í um heiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN 

Hæ hæ þetta var frekar róleg vika. Gyða var ekki á mánudaginn svo…

Hér er náttúrufræði síðan með blogggi kennarans. Einnig er blogg kennarans um okkar bekk: 10. bekkur. Svo er hér blogg skólafélga minna. Síðast en ekki síst grein dagsins. 

Á mánudaginn eins og ég var búin að útskýra var Gyða ekki. En í fyrri tímanum fengum við heimsókn frá konu sem fræddi okkur um reynslu sína um þunglyndi og almenna geðsjúkdóma. Hún hefur mikið unnið að því að losa samfélagið við fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Hún er búin að helda fyrirlestra í skólum, tala í sjónvarpi og tjáð sig um þetta á netinu. Þegar því var lokið var okkur sagt að fá okkur frískt loft og því fórum við út. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og unnum á nokkrum síðum í efni sem Gyða var búin að senda okkur. Hér er frábær pistill frá henni um málstað hennar.

Hér eru síðurnar:

Erfðir og þróun. – komst því miður ekki í það að skoða þessa síðu þá.

Erfðavísir. – Frábær vinnu og fræðslusíða. Við höfum unnið á henni áður en því miður ekki á mánudaginn.

Punnett ferningurinn. – Náði ekki alveg að klára en komst vel á veg sekmmtilega krefjandi verkefni.

Klónaðu mús. – Þetta er mjög skemmtilegur og fræðandi leikur.

Á fimmtudaginn var loksins Gyða kominn aftur og við fórum að plana næstu vikur í náttúrufræðinni. Því miður er ekki náttúrufræði í næstu viku vegna frís og annra mála.

En við vorum að hugsa um að sleppa prófinu í næstu viku en Gyða ákvað svo að það yrði próf. Næst fórum við í hefti sem við unnum saman. Ég var með Elísi og Helga. En annars var þetta líka unnið upp á töflu. Þetta var svona eins konar æfinga próf. Þetta voru alls kyns spurningar úr erfðafræðinni og til dæmis áttum við finna út hvort par hafi fengið rétt barn heim af fæðingar deildinni í gegnum plóðgreiningu. Við fundum út að það var ekki rétt par. Annað par var með þeirra barn. Smá fróðleikur um blóðflokka. Smá meira. Af hverju bara smá meira.

Fréttir.

 Það er alltaf gaman að sjá Íslendingum ganga vel í umheiminum.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ minna núna en síðast (auðvitað).

Náttúrufræði síðan. Blogg skólafélga minna. 10. bekkur inn á náttúrufræði síðunni. Grein dagsins.

Á mánudaginn var mjög góður fyrir lestur frá Gyðu úr glósunum. Þetta voru sömu glósur og áður. Sem sagt úr erfðafræði. Við skoðuðum einnig greinar og fréttir og hérna eru nokkrar frá Gyðu og mér.

Vefur blóðbankans. – Frábær vefur fyrir allskyns fróðleik og upplýsingar í kringum blóð og fleira.

A eða B.

Smá mistök.

Sigðkornablóðleysi.

Gallar og sjúkdómar.

Ganga tvíburar í erfðir?

Uppruni hunda.

Svart og hvítt. – Algjörlega magnað. Þetta er að mínu mati hreint ótrúlegt.

Ríkjandi eða víkjandi?

Litblinda. – Gyða útskýrði fyrir okkur vel litblindu ssemm tengist því að það er galli í litning og afhverju þetta er tíðara hjá strákum. Besta leiðin til að skilja þetta er með punnett ferningum og að lesa greinina.

Tengt efni.

Hér er kona að útskýra hvernig Punnett ferningurinn virkar. Frábært myndband.

Fleiri myndbönd um líffræði. Einnig og þetta.

Erfðafræði.

Francis Crick.

Smá fróðleikur.

 • Gregor Mendel er kallaður faðir erfðafræðinnar.
 • Hann var austurrískur, kaþólskur munkur.
 • Hann byrjaði að skoða ríkjandi og víkjandi eiginleika plantna.
 • Hann ræktaði baunir fyrir tilraunir sínar, því þær eru einfaldar í ræktun og fínt viðfangs efni.
 • Hann fann út að ef þú paraðir saman alltaf stærstu plönturnar og síðan af afkomendum þeirra plantna líka stærstu afkomendurna og svo framvegis myndi einungis koma á endanum stórar plöntur en þær voru ríkjandi og hann fann út að ef 2 plöntur var arfblendnar myndi vera 1/4 líkur á því að einn afkomandi þeirra yrði víkjandi ( lítil ).
 • Þetta sýnir sig sjálft í ferningum sem Ronald Punnett bjó til og einfaldar erfðafræði dálítið fyrir okkur. Alla vega þegar við vinnum með arf gerðina.

Heimild punkta: Glósurnar hennar Gyðu og vísindavefurinn.

Á fimmtudaginn var heimsendir. Gyða var ekki og því fengum við að horfa á mynd. Hún hét: This is the end.  Heimsendir.

Fréttir.

Snjómaðurinn ógurlegi.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN

Hæ hæ.

Þetta er hálfvandræðalegt. Eins og þið vitið þá gleymdi ég að blogga í síðustu viku. Ég hef ekki gleymt að blogga í 1 – 2 ár og því varð ég hálf vonsvikinn yfir sjálfum mér. En ég ætla að bæta fyrir það og blogga núna fyrir báðar vikurnar. Fyrst kemur bloggið sem átti að vera í síðustu viku og svo kemur bloggið fyrir þessa viku. Hér er Náttúrufræði síðan með bloggi kennara með ýmsu nytsamlegu. Ég vona að Gyða kennari geti fyrirgefið mér. Og ef ykkur finnst þetta eitthvað skrýtið gefið mér smá séns því ég er ekki vanur þessu. Síðast þegar ég gleymdi að blogga var í 8. bekk. Þá gleymdi ég þrjár vikur í röð og vegna einræðni minni varð þetta til: Meistaraverkið. 1054 orð. Blogg skólafélaga minna. 10. Bekkur.

Vika 6 – Hið seina. (7. og 10. febrúar)

Á mánudaginn var eflaust fyrsti alvöru erfðafræði tíminn. Við fengum glósurog nýtt hugtakakort frá Gyðu. En við erum þó enn í sama hlekk og áður. Gyða gaf okkur fyrirlestur úr glósunum og við glósuðum hjá okkur.

Hvað er erfðafræði? Svar: Fræðigrein þar sem rannsóknir eru gerðar á því hvernig eiginleikar erfast á milli kynslóða.

Hvað er D.N.A. í einföldu máli? Svar: D.N.A. er kjarnsýra sem myndar erfðaefni. Það er í tveimur helixum og þar á milli eru ,,bókstafir“ og röð þeirra myndar uppskriftina af lífverunni sem erfðaefnið tilheyrir. Ígegnum D.N.A. erfast eiginleikar foreldra til barnanna.

Gen? Svar: Þegar D.N.A. raðast saman myndar það gen. Þegar gen raðast saman myndar það litning. Við erum með 23 litninga pör. Í kjarnanum á hverri frumu eru 46 litningar, nema sáð –  og eggfrumum. Þær hafa 23 litninga ekki 46. Því að þegar sáðfruma sameinast eggfrumu og myndar fóstur þá eru 46 litningar í barninu. 50 % frá móðurinni og 50 % frá móðurinni.

Skemmtilegir linkar frá Gyðu:

Þú og genin.

Hárlokkur.

Stofnfrumur.

Frumustærðir.

Erfðavísindi hjá Lifandi vísindum.

Kynning á erfðum.

Man ekki alveg hvað við gerðum í tölvutímanum. Gæti verið að við höfum farið inn á spurningavef úr erfðafræði og unnið á honum. Já ég held að við höfum verið að vinna verkefnin hér, mæli með því.

Fréttir.

Skelfilegt.

Á fimmtudaginn var aftur frí eftir hádegi í skólanum og þá vorum bara við strákarnir í náttúrufræði, því það er kynjaskipt og stelpurnar eftir hádegi. Gyða sendi okkur út í hópum og við áttum að segja frá góðum og slæmum áhrifum mannsins. Sem dæmi fundum við…

Slæmt:

Breyttum farvegi árinnar.

Byggðum og nýttum land og þar með eyðilögðum fyrra vistkerfi á staðnum.

Hleyptum dýrum á beit.

Gott: 

Plöntuðum trjám.

Stundum garðyrkju.

vinnum á móti landrofi.

Svo komum við inn og ræddum um hvað aðrir og við fundum. Annars voru fleiri dæmi en þetta eru þau sem voru fyrst að koma í kollinn á mér.

Vika 7 – Á réttum tíma (14 0g 17 október).

Á mánudaginn var Gyða með meiri fyrirlestur úr glósunum síðan í síðustu viku. Við ræddum um arfblendinn og arfhreinn. Víkjandi og ríkjandi. Ég á dálítið erfitt með að útskýra þetta og ég vona að þið sýnið skilning. Bauna planta er há með fjólublá blóm, þetta er það sem við sjáum og því svipgerð. Arfgerð eru ,,bókstafirnir.“ Ef stórt há táknar háa plöntu en lítið há litla þá er það táknað svona: H og h. Ef plantan hefur HH þá er hún há og arfhrein. Þetta á einnig við hh nema þá er hún lítil. Hh og hH skiptir ekki máli hvort það er það sama. Það er arf blendið, blandað saman. Stóra háið er ríkjandi og litla háið er víkjandi. Það þýðir að ef planta er HH er hún stór en einnig ef hún er Hh eða hH því að H er ríkjandi og h er víkjandi og víkur því fyrir H. Svo að plantan er einungis lítil ef hún er arfhrein hh. Ef þú myndir para saman hh og HH Þá fengir 50 % líkur að afkvæmin væru arfblendin eða arfhrein en alltaf háar, því að H+H =HH, H+h= Hh og svo aftur. H er alltaf ríkjandi og því er enginn möguleiki á lítilli plöntu. Eina leiðin til að það komi lítil planta frá stórum plöntum er ef báðir foreldrarnir eru arfblendnir, Hh+Hh. Þá er 1/4 líkur á því að afkvæmið verði lítið eða báðir foreldrarnir eru arfhreinir lítil há eru öll afkvæmin lítil, hh+hh= bara hh.

Svona liti það út ef ég væri að para saman arfblendna foreldra: Í neðra hægra horninu er 1/4 möguleikinn.

Tafla vefja brjóta

 

Heimild myndar.

 

Í seinni tímanum gerðum við verkefni úr þessu.

Skemmtileg grein um föðir erfðafræðinnar. Gregor Mendel.

Á fimmtudaginn krufðum við nagdýr. Við fengum senda dauða tilraunarottu og áttum við að flá hana og krifja. Þetta mjög uppfræðandi reynsla og ég vil helst ekki reyna segja mikið frá þessu núna því að seinn í næstu viku kemurinn flott skýrsla um þetta inn á verkefnabankann. En hér er smá fróðleikur. Þó undarlegt sem það virðist þá eru rottur furðulega líkar mönnum inn í líkamanum. mínus kannski sem dæmi að við höfum ekki tennur sem við notum til að naga og vaxa um 15 cm á ári. Við tókum þó fullt af myndum versgú:

IMAG0409  Rottan.

IMAG0411  Byrja að flá.

 

IMAG0414 Byrja að opna belginn.

IMAG0428  Hvernig hún leit út eftir á.

.IMAG0426 Innviðin og skottið.

IMAG0429Belgurinn opinn.

Rottur á Íslandi.

Flott frétt.

Skuggaleg tíðindi.

Grein dagsins.

Nú er þessu mikla bloggi lokið það var í kringum : 900 orð.  Ég vil benda á að mikill fróðleikur kom frá glósunum hennar Gyðu og ég tek enga ábyrgð á því sem stendur á vikipedia linkunum hér fyrir ofan en þeir eru samt góðar upplýsingar en ekki áreiðanleg heimild.

Kv.

STÆRÐFRÆÐINÖRDINN