Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Vikan

Þessi vika byrjaði ekki með fyrirlestri eins og flestar gera, heldur með kynningum á plakötum um gróðurhúsaáhrif sem við gerðum í síðustu viku. Síðan enduðum við á að taka könnun. Á fimmtudaginn fórum við svo yfir könnunina, en niðurstöðurnar voru víst ekkert sérstaklega góðar. Gyða viðurkenndi það hinsvegar að tíminn í könnunina var frekar stuttur. Á föstudaginn vorum við í tölvuveri að byrja aðeins ritgerðarundirbúning. Þar sem ég hrjáist af miklum valkvíða er ég ekki búin að ákveða alveg hvað ég ætla að skrifa um, en það kemur inn þegar ég er orðin ákveðin.

Hlekkurinn

Þessi hlekkur er núna búinn en í honum voru lagðar áheyrslur á hnattræna hugsun. Hér á eftir kemur smá fróðleikur um efni hlekkjarins. Ég ætla líka að setja inn ljóstillífunarformúluna, en við höfum líka verið minnt mikið á það í þessum hlekk að við þurfum að kunna hana.

Ljóstillífun :

6 CO2 + H2O + sólarorka = 6 C6H12O6 + 6 O2

Ég afsaka það að tölurnar eru svona stórar en ég get því miður ekki gert þær réttar á blogginu :S

Auðlindir

Auðlindir er eitthvað úr náttúrunni sem er verðmætt eða við teljum okkur geta notað það. Til er mikið af auðlindum en þær eru mjög mismunandi og gegna margvíslegum hlutverkum í okkar daglega lífi.¹ Aðal vandamál manna í tengslum við auðlindir er að margar af þeim eru ekki endurnýjanlegar, t.d. málmar, kol og olía, og birgðirnar á þrotum. Gott dæmi um það er olía. Olía myndast úr rotnuðum lífverum, en myndun hennar tekur svakalegan tíma. Eins og flestum er kunnugt um er olían sem hefur fundist í jörðu að klárast svo að núna eru allir á fullu að reyna að finna upp nýja orkugjafa svo að ekki þurfi að nota svona mikið af olíunni, því að hún myndast ekki nærri nógu hratt til að endurnýja birgðirnar sem maðurinn hefur gengið á.

Hins vegar eru líka til endurnýjanlegar auðlindir, t.d. vatnsorka, vindorka og sólarorka, og hafa  þær verið nýttar mikið og er enn verið að auka við nýtingu á þeim, sem er mjög jákvætt.

Sorpflokkun

Undanfarin ár hefur mikið verið lagt uppúr því að flokka sorp, enda er það mjög mikilvægt. Metan rýkur upp af sorphaugum, sem veldur því að gróðurhúsaáhrif aukast, og það er einungis ein af afleiðingum sorps. Sem betur fer eru margar aðferðir til þess að minnka almennt heimilissorp.

  • Að setja lífræna úrganginn í sér ruslafötu minnkar sorp um 30 – 35% og býr til góðan áburð
  • Endurvinnsla felur það í sér að nýta úrgang með því að breyta honum svo að hann fái nýjan tilgang
  • Endurnýting er besti kosturinn, þar sem hlutur er notaður aftur án þess að breyta um mynd. Oft hendir fólk hlutum sem vel er hægt að nota aftur án þess að spá í því.¹

Þetta eru algengustu aðferðirnar en sjálfsagt eru til aðrar leiðir til að nýta sorpið sem eru jafnvel betri.

Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um sorp :

  • Íslendingar nota um fjórar miljónir pítsukassa á ári !!
  • Sorp frá hverjum íslenskum einstaklingi vegur um 250 – 300 kg á ári
  • Á hverju ári berast um 100 kg af dagblöðum, tímaritum, auglýsinga- og kynningarpósti inn á hvert heimili á Íslandi¹

Sjálfbær þróun

„Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum“¹

Gróðurhúsaáhrif

Það hljómar eins og fáránlegur hlutur að líkja jörðinni við gróðurhús, en sá sem fékk hugmyndina af þessu nafni vissi líklega eitthvað í sinn haus því að það er mikið til í þessu. Allir hafa upplifað það að labba inn í gróðurhús og finna hitann koma á móti sér, en ástæðan fyrir hitanum er sú að veggir og þak gróðurhússins halda hitanum frá sólinni inni svo að plönturnar dafni. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast á jörðinni. Hægt er að líkja lofthjúp jarðar við veggi og þak gróðurhússins, hann hleypir sólargeyslunum inn í gegnum sig en hluti af þeim kemst ekki út aftur. Án þessarra áhrifa væri meðalhitastig jarðar í kringum – 18 °C en ekki 15 °C eins og það er nú. Út frá því sjáum við að ekki væri líf á jörðinni ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin.¹ En þótt að áhrifin séu lífsnauðsynleg þíðir það ekki að þau geti ekki haft neikvæð áhrif líka. Vegna þess að sólargeislarnir komast ekki út safnast þeir saman og verða alltaf fleiri og fleiri. Því er hætta á því að hitastig jarðar hækki og það getur haft illar afleiðingar. T.d. byrja jöklar að bráðna sem myndi hafa það í för með sér að sjáfarborðið hækki, sem myndi hafa þær afleiðingar að heilu byggðirnar fari á kaf. Þetta er bara brotabrot af þeim afleiðingum sem hlýnun jarðar gæti haft í för með sér en ég ætla ekki að telja upp fleir núna.

Ósonlagið

Hefur það oft gerst að ósonlaginu og lofthjúpnum hefur verið ruglað saman, ég sjálf hef oft gert þau mistök. En það er ekki sami hluturinn, þó svo að bæði séu þau mikilvæg. Hlutverk ósonlagsins er að vernda lífverur fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum frá sólinni. Fundist hefur gat á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og þynningar á því yfir norður hvelinu. Aukning á útfjólubláum geislum á yfirborði jarðar hefur margvísleg áhrif á vistkerfi og lífverur. Hún …

  • … hækkar tíðni húðkrabbameins
  • … getur hækkað tíðni augnskaða
  • … veikir ónæmiskerfi  manna og dýra
  • … dregur úr vexti plantna bæði í sjó og á landi¹

Við getum

Það er margt sem mennirnir geta gert til þess að hjálpa til við að halda jörðinni heilbrigðri. T.d. gæta þess að eyða auðlindunum ekki að óþörfu, viðhalda hringrásum í náttúrinni og draga úr mengun, t.d. með því að taka strætó í vinnuna í stað þess að hjóla, eða sameinast í bíla ef nágrannar eru á sömu leið.

Svo geta auðvitað allir komið með sínar hugmyndir í þessum efnum, en allir þurfa að hjálpast að. Margt smátt gerir eitt stórt :)

Heimild¹ : Glósur eftir Gyðu Björk Björnsdóttur :)