Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Vikan

Þessi vika var öll meira og minna bara framhald af síðustu. Á mánudaginn héldum við bara áfram að rifja upp efnafræðina úr 8. bekk. Á fimmtudaginn var planið að gera tilraunir með þurrís en Gyða var ekki svo að þeim tilraunum var frestað um viku. Í staðin gerðum við verkefni úr bókinni Efnisheimurinn. Föstudagstímanum eyddum við svo í að gera verkefni í tölvuveri sem snúast um lotukerfið. Þá fóru líka nokkrir að byrja á að stilla efnajöfnur.

 

 Að stilla efnajöfnur

Á þessari mynd má sjá efnajöfnuna fyrir ljóstillífun. Hér er búið að stilla hana, en ef hún væri ekki stillt væri ekki talan 6 fyrir framan neitt.

Þegar maður stillir efnajöfnur er maður að sjá til þess að það séu jafn margar frumeindir af hverri tegund á báðum hliðunum.

 Hér er myndband með mjög góðum leibeiningum til að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að stilla efnajöfnur.

 

Heimild mynd :http://explore.ecb.org/videos/VLC_media?P1=VLC082&REFERER=OTHER