Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Nú er ég ekkert búin að blogga í allt of langan tíma, en ég hef þá bara mörgu að segja frá í dag :)

17. febrúar

Þessa vikuna var bara einn tími því að það var vetrarfrí í skólanum. Í þeim tíma fóru þeir í próf sem áttu það eftir en restin var í tölvuveri að skoða forrit um rafmagn.

20. – 24. febrúar

Í þessari viku voru annarskil í miðri viku svo að mánudagstíminn var sá síðasti á síðustu önn. Í honum fórum við yfir prófið, ræddum saman um framhaldið og skiluðum vinnubókum. Núna erum við búin með nánast allt efnið sem var planað fyrir þetta ár, svo að þessa önnina verðum við mikið í upprifjun. Í fimtudagstímanum í þessari viku fengum við verkefni úr gamalli bók. Þau voru mjög strembin og reyndu mikið á hugann. Svo fengum við samræmt próf í náttúrufræði frá árinu 2005 og byrjuðum að reyna að leysa það. Svo héldum við því áfram á föstudeginum.

27. febrúar – 2. mars

Nú erum við komin í síðustu viku, en þá misstum flestir úr tímana á fimmtudeginum því að skólinn okkar var að keppa í skólahreysti og unglingadeildin mátti koma með og horfa á. En í þeim tímum sem við fengum þessa vikuna héldum við bara áfram með verkefnin sem við fengum vikuna áður og byrjuðum svo að fara yfir þau.

 

Í síðustu viku fór fellibylurinn Írena yfir Madagaskar og óttast er að 65 manns hafi dáið út af honum. Nánar

Leave a Reply