Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Vikan 5. – 9. mars

Á mánudaginn kláruðum við að fara yfir upprifjunarverkefni og skoðuðum svo blogg og fréttir. Á fimmtudaginn var svo bara skemmtileg spurningakeppni eða mynd því að fyrr um dagin vorum við í PISA könnun svo að Gyða ákvað að hafa bara skemmtitíma. Á föstudaginn vorum við í tölvuveri þar sem við skoðuðum fleiri fréttir og lékum okkur í forritum um mannslíkamann.

Hér er hægt að finna forritin sem við vorum í :)

Svo eru hér nokkrar skemmtilegar staðreyndir um mannslíkamann :

Heilinn

 • Heilinn þarf 20% af öllu súrefni og kaloríum sem líkaminn þarf, þó að hann sé bara tvö prósent af allri líkamsþyngdinni.
 • 80% af heilanum er vatn.
 • Heilinn er virkari á meðan maður sefur heldur en þegar maður er vakandi.
 • Heilinn notar 10 vött af afli í störfum sínum.
 • Því hærri greindarvísitölu sem þú ert með, því meira dreymir þig.
 • Heilinn skiptir um lögun á kynþroskaskeiðinu.
 • Heilinn getur geymt allar upplýsingar sem þú færð, þó að þú getir ekki náð í allar þær upplýsingar.
Skynfærin
 • Hver manneskja hefur sína eigin lykt, nema eineggja tvíburar. Ungabörn þekkja meira að segja lyktina af móður sinni.
 • Konur eru betri en karlar í að þekkja lykt.
 • Nefið getur borið kennsl á og munað eftir meira en 50.000 lyktir.
 • Þegar þú borðar of mikið minnkar geta þín til að hyra.
Æxlunin
 • Miðað við stærð eru börn mjög sterk og kraftmikil.
 • Öll börn eru með blá augu þegar þau fæðast.
 • Kynlíf getur linað verki og minnkað stress.
 • Sumar rannsóknir segja að konur vilji frekar súkkulaði en kynlíf.
Líkamsstarfsemin
 • Um ævina framleiðir hver maður svo mikið af munnvatni að það getur fyllt tvær sundlaugar.
 • Eyrnamergur er nauðsynlegur fyrir heilbrigð eyru.
 • Það eru 500 svitakirtlar í fótunum á manni.
 • Maður leysir vind að meðaltali 14 sinnum á dag.
 • Konur blikka helmingi oftar en karlar.
 • Hljóð valda því að augasteinarnir víkka.
Stoðkerfið
 • 1/4 af beinum líkamans eru í fótunum.
 • Ef bein fá ekki nógu mikið kalk geta þau eyðst upp af sjálfu sér.
 • Þegar maður tekur skref er maður að nota allt að 200 vöðva.
 • Tungan er sterkasti vöðvinn í líkamanum.
 • Bein geta verið sterkari en stál.
 • Fólk er um 1 cm hærra á morgnana en kvöldin.
 • Börn fæðast með 300 bein en fullorðvin eru bara með 206.
 • Tennurnar eru einu partar líkamans sem geta ekki lagast af sjálfum sér.
 • Það tekur tvöfalt lengri tíma fyrir vöðava að fara úr formi en að fara í form.
Innri líffæri
 • Sýran í maga manns er nógu sterk til að leysa upp rakvélarblöð.
 • Yfirborð mannslunga er jafn stórt og tennisvöllur.
 • Hjartað í konum slær hraðar en hjartað í mönnum.
 • Vinstra lungað er minna en það hægra til að gera pláss fyrir hjartað.
 • Þú gætir fjarlægt stóran hluta af innyflum þínum án þess að deyja.
Hár og neglur
 • Meðal manneskja missir 60 – 100 hár á dag.
 • Andlitshár vaxa hraðar en öll önnur hár á líkamanum.
 • Hár kvenna er u.þ.b. helmingi minna í þvermál en hár karla.
 • Nöglin á miðfingrinum vex hraðar en allar hinar.
 • Ljóskur hafa meira hár en allir aðrir.
 • Neglur á fingrum vaxa 4 sinnum hraðar en táneglur.
 • Líftími mannshára er að meðaltali 3 – 7 ár.
Ýmislegt
 • Minni getur verið misgott miðað við staðsetningu og líkamsstöðu.
 • Maður getur ekki kítlað sjálfan sig.
 • Það getur lengt líf þitt að vera rétthentur.
 • Menn eru einu dýrin sem framleiða tár af völdum tilfinninga.
 • Hár og neglur manns halda ekki áfram að vaxa þegar hann deyr, það virðist bara vera því að húðin skreppur saman.
 • Menn geta lifað lengur án matar en án svefns.
 • Mannshöfuð heldur meðvitund í 15 til 20 sekúndur eftir að það hefur verið aðskilið frá líkamanum.
 • Á hverri mínútu deyja 300 milljón frumur í mannslíkamanum.
 • Því kaldara sem herbergið sem þú sefur í er, því meiri eru líkurnar á því að þig dreymi illa.
 • Konur brenna fitu hægar en menn.
Heimildir : http://bsnprogram.com/2010/50-incredibly-weird-facts-about-the-human-body/ http://icantseeyou.typepad.com/my_weblog/2008/02/100-very-cool-f.html

 

Leave a Reply