Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Vikan 12. – 16. mars

Vikan byrjaði á því að við rifjuðum aðeins upp virkjanir í Þjórsá og skoðuðum hvað er á áætlun í þeim málum. Á fimmtudaginn skoðuðum við svo blogg og horfðum á náttúrulífsmynd. Á föstudaginn tókum við nokkur sjálfspróf til upprifjunar í tölvuveri.

Meirihluti orkunnar sem notuð er á Íslandi er framleidd í vatnsaflsvirkjum. Þær eru gerðar þannig að stífla er byggð svo að ein eða fleiri ár safnast í uppistöðulón fyrir aftan hana. Úr lóninu eru svo göng sem halla niður á við. Vatnið streymir niður göngin og snýr túrbínu sem er í göngunum. Rafall er tengdur við túrbínuna og þegar vatnið snýr túrbínunni snýst rafallinn líka og framleiðir rafstraum. Vatnið er í meiri hæð en túrbínan og býr þess vegna yfir stöðuorku, sem breytist í hreyfiorku þegar vatnið rennur niður og svo umbreytir rafallinn henni loks í raforku.

Stöðuorka hlutar er orka sem geymd er í hlutnum vegna afstöðu hans miðað við tiltekinn viðmiðunarpunkt og er jöfn vinnunni sem þarf til að koma hlutnum í þessa stöðu frá viðmiðunarpunktinum. Til dæmis er stöðuorka hlutar (E) sem er í ákveðinni hæð yfir jörðu margfeldi hæðarinnar (h), massa hlutarins (m) og þyngdarkrafts (g), E = h*m*g. Stöðuorka vatnsins veltur á hæðarmuninum sem vatnið fellur um og því eru vatnsaflsvirkjanir oftast byggðar þar sem mikið magn vatns fellur niður um allverulegan hæðarmun á litlu svæði, svo sem í fossi.

Heimild : http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=30836

Leave a Reply